Föstudagur 16.07.2010 - 08:44 - 15 ummæli

LSH samkeppni – Framhald

Þessari færslu fylgja afstöðumyndir allra tillagnanna í nýafstaðinni samkeppni um Nýtt Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Þetta er gert vegan óska lesenda síðustu færslu. Ég vil biðja lesendur um að skoða þessa færslu sem framhald þeirrar fyrri.

Það verður sífellt ljósara að hér er fyrst og fremst um skipulagssamkeppni að ræða þar sem skipulagshugmyndir réðu úrslitum. Afstaða höfunda til samþættingar spítalans til þess bæjarmynsturs sem hann tengist vegur þyngra en einstakir starfrænir þættir spítalans.

Enda er það svo að innri starfrænir þættir byggina er viðfangsefni sem ráðist er í að loknu deiliskipulagi. Þannig er það, þannig á það að vera og þannig hefur það hefur alltaf verið.

Ég efast ekki um að hanna má fullkomið starfrænt sjúkrahús inn í allar þær ágætu skipulagshugmyndir sem lagðar voru í mat dómnefndar í keppninni

Af gefnu tilefni er rétt að geta þess að af 34 ráðgjafafyritækjum sem lögðu hér hönd á plóginn eru 13 erlend.

Þau erlendu munu flest til komin til þess að fullnægja kröfum opinberra aðila til hönnunarteymanna í undangengnu forvali. Manni sýnist að fenginni niðurstöðu að þau hafi að mestu verið óþörf.

Þetta er umhugsunarvert.

 

Ef fólk vill kynna sér niðurstöðuna betur eru upplýsingar um allar tillögurnar að finna á eftirfarandi slóð: http://www.haskolasjukrahus.is/nyrlandspitali/islenska/framkvaemdin/byggingasagan/samkeppni_um_forhonnun/ NORÐURPÓLLINN

 

117649_fullbyggd[1]

POMONA

Arkitektar: Arkís, THG arkitektar Landslagsarkitekt: Landmótun Verkfræðiráðgjöf: Mannvit Samstarfsaðilar: Aarhus Arkitekterne, Rambøll Danmark, Torgið Teiknistofa, Veðurvaktin

900011_fullbyggd[1]

900011

Arkitektar: VA-arkitektar, Arkþing arkitektar, Úti og inni sf. Arkitektar, Arkitema Arkitektar Landslagsarkitekt: Landslag Verkfræðiráðgjöf: Verkís, Grontmijr Carl Bro. SPITAL

201007_fullbyggd[1]

SPITAL

Arkitektar: Ask arkitektar, Bjarni Snæbjörnsson arkitekt, Kanon arkitektar, Medplan, Teiknistofan Tröð Landslagsarkitekt: Landark Verkfræðiráðgjöf: Efla, Lagnatækni, Norconsult

378391_fullbyggd[1]

NORÐURPÓLLINN

Arkitektar: TBL arkitektar, John Cooper Architecture, Origo arkitektgruppe AS Verkfræðiráðgjöf: Ferill – verkfræðistofa, Raftákn, COWI A/S, Vinnuvernd HCP

160487_fullbyggd[1]

CORPUS

Arkitektar: Hornsteinar arkitektar, Arkitektur.is, Basalt arkitektar Verkfræðiráðgjöf: Almenna verkfræðistofan, Hnit verkfræðistofa, VSI öryggishönnun og ráðgjöf, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar Samstarfsaðilar: Freyr Jóhannesson, byggingartæknifræðingur, Steinar Sigurðsson, arkitekt, Arup Amsterdam, dJGA, Tribal – Health

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Birgir
    Íslenskir arkitektar eru ekki verri en útlenskir arkitektar.
    Vandinn felst í spillingunni, sem þrífst vegna fjár-vald-boða að ofan.
    Vandinn felst í því að græða þarf á daginn og grilla á kvöldin
    … það er enn gósentíð hjá ríkis-valdinu og stofnunum þess
    … í hrunadansi með AGS, ESB og afætum allra heilbrigðra hugmynda.
    Þar liggur hundurinn grafinn, hér sem annars staðar

    … þess vegna endurtek ég vísu mína:

    Álfheiði Ingadóttur sé ég nú
    … í hönnunar tíminu
    … á stíminu
    … með Sigurmar í Lýsingu
    … en á myndina vantar Dóminikk í hýsingu
    … fjárglæpamanna fyrir hönd AGS og ESB
    Ein fuhrer … Steingrím … vantar líka á myndina
    … og flórens sjálfa … heilögu og þögulu
    Jóhönnu
    … með víbratórinn í steypuna.

  • Það eru nokkrar spurningar sem vekja mig til umhugsunar.
    nr.1. Af hverju er verið að þráast við að byggja þetta sjúkrahús á þessum dýrasta stað bæjarinns og þar sem samgöngur eru með öllu úr korti út frá kröfum um öryggi borgarana?
    nr.2. Af hverju er verið að byggja dreift – þegar sýnt hefur verið fram á að allt sem tengjast súkrahúsi (starfsfólki og sjúklingum og svo auðvitað kostnaður) að betra er að byggja hátt og fátt?
    nr.3. Hvaða þarfagreining er búin að eiga sér stað og hversu mikil krafa er gerð um þarfagreiningu (þá meina ég um alla framkvæmdina í heild sinni bæði stór vandamá og smá)??
    nr. 4. Þegar menn reyna að hrósa íslenskum arkitektum, þá vil ég minna fólk á að tala við fólkið sem notar húsin, smíðar þau og lagfærir og leigir eða kaupir. Saga þeirra er ekki sú sama og arkitektaelítunar á Íslandi. Höfðatorgið er saga út af fyrir sig, Askja hús náttúrufræðiskors HÍ önnur saga, Flugstöðin í Leyfstöð enn ein, Oddi , viðbygging við Melaskóla og svona mætti lengi vel telja. Öll þessi verkefn sem ég nefni eiga yfir sér sögur þar sem hönnun tók ekki mið af notkun eða því að fólk ætti að vera þar inni og nota húsið, hönnun tók ekki mið að fjölda fólks eða tegundar starfs þess sem fólk ætti að vinna, hönnun tók ekkert mið af hlóðvist eða lýsingu, hönnun tók ekki mið að viðhaldi eða breytingum á nýtingu, hönnun tók ekki mið að því að hús þyrfti að stækka seinna meir (flugstöð)…….hönnun tók mestmegnis mið af þörfum og löngunum arkitektana óðháð öðru.
    Ein dæmisaga þykir mér segja meira en mörg orð og kemur hún úr margverðlaunuðu húsi Höfðatorgs sem borgin leigir út í dag. Hverjum dettur í hug að hanna eldhús þar sem einungis er gert ráð fyrir ískáp sem er 50 cm en ekki 60 cm eins og vanin er í öllum öðrum innréttingum.

    Það er mitt mat að íslenskar arkitektastofur hafi fulla þörf á því að hafa erlendar arkitektastofur með mikla reynslu með sér til halds og traust þegar hanna á stórar byggingar eins og Sjúkrahús á að vera. En ég veit að Íslendingar eru svo sjálfstæðir að þeir myndu sjaldan hlusta á ráð sem koma frá öðrum……..það eru nefnilega allir Íslendingar eins konar „Bjartur í Sumarhúsum “ Týpa………

  • Það er svo fín mynd af hönnunarteyminu á fyrri færslu Hilmars um málið …

    Og þar sé ég að Álfheiður Ingadóttir hefur verið
    … í hönnunar tíminu
    … á stíminu
    … og Sigurmar sér umLýsingu
    … en á myndina vantar Dóminikk í hýsingu
    … fjárglæpamanna fyrir hönd AGS og ESB
    Ein fuhrer … Steingrím … vantar líka á myndina
    … og flórens sjálfa … heilögu og þögulu
    Jóhönnu
    … með víbratórinn í steypuna.

  • Hörður Pé.

    Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Dómnefnd LSH var greinilega starfi sínu vaxin og á hún skilið hrós fyrir vel unnin störf. Sigurtillagan er þeim og SPITAL teyminu til mikila sóma.

    Hvað samkeppnina á Eskifirði varðar þætti mér nauðsynlegt að opin og fagleg umræða myndi skapast í kringum niðurstöður þeirrar samkeppni, líkt sú sem hér hefur átt sér stað.

    Þar er mörgum spurningum ósvarað og um mikið að ræða, sérstaklega ef þær sögusagnir um klíkustarfssemi og vanhæfni eiga við rök að styðjast.

    Ég kalla því eftir áliti þeirra sem til þekkja. Það væri gaman að heyra hvað fólki finnst áður en kemur að rýnifundi í Reykjavík, um miðjan næsta mánuð.

    Væri ekki hnitmiðaður pistill frá þér Hilmar tilvalinn til að opna slíka umræðu?

  • Það er rétt hjá Örnólfi Hall að dómararnir virðast hafa staðið sig vel í LSH keppninni. Vammlaust fólk sem dæmdi af heilindum samkvæmt keppnislýsingu og góðum venjum. Ég óska öllum til hamingju með það.

    Öðru máli gegnir um samkeppni um hjúkrunarheimili austur á Eskifirði. Þar virðist allt vera í einhverju klíkufokki og vanhæfi sem ekki á sér hliðstæðu í sögu samkeppna á Íslandi.

  • Hilmar Þór

    Af gefnu tilefni er rétt að minna á að þær kröfur sem forvalsnefndin stillti upp vegna vals á arkitektum í samkeppninni voru þannig smíðaðar að engin íslensk arkitektastofa uppfyllti skilyrðin ein og óstudd.

    Það er auðvitað slæm stjórnsýsla.

    Þeir sem kynna sér forvalsgögnin sjá að til þess að skora fullt hús stiga þurftu íslensku arkitektastofurnar að sameinast um verkefnið, sækja um í skjóli verkfræðifyrirtækja, erlendra arkitektastofa og/eða sérfræðinga.

    Þetta hefur margoft komið fram og hefur ekki verið mótmælt, enda ómótmælanlegt

    Ástæðan fyrir því að íslensku stofurnar eru svona sterkar þegar niðurstaðan er skoðuð eru af tveim ástæðum. Annarvegar þeirri að íslenskir arkitektar eru sterkir og færir og hinsvegar af efnahagslegum ástæðum.

    Það breytti miklu um áhuga erlendra arkitektastofa sú staðreynd að ekki er mikið fé að sækja í íslenska sjóði um þessar mundir og að arkitektaþjónusta er illa launuð hér á landi þegar tekið er tillit til gengis íslensku krónunnar miðað við erlendar myntir.

    Það er eðlilega ekki mikill áhugi á að vinna fyrir aðila sem á engan pening og borgar út með löskuðum gjaldmiðli sem ekki er einu sinni með skráð gengi.

    Auðvitað átti þetta að vera opin samkeppni þar sem stofurnar gátu tekið þátt í óbreyttri mynd með þeim sérfræðingum sem þær sjálfar töldu sig þurfa á að halda.

    Ég tek undir með Örnólfi og fleirum að enn einu sinni hafa íslenskir arkitektar sýnt framúrskarandi hæfileika á sínu sviði og á sviði stjórnunnar.

    Við Kristján Sig. Kristjánsson vil ég segja að þegar ég nota orðið “starfrænn” þá geri ég það vegna þess að mér finnst alltaf hálf hallærislegt að sletta með erlendum orðum. “Starfrænn” varð fyrir valinu fyrir byggingu sem fullnægir á sannfærandi hátt þeim kröfum sem til hennar eru gerðar. Þannig að þær athafnir sem þar eiga að fara fram gangi hnökralaust fyrir sig og hvað rekist ekki á annars horn. Þarna er átt við bygginguna og starfsemina þar, án þess að litið sé til fagurfræðinnar.
    Á ensku er oft notað orðið “functional”.

    Til að róa þig Kristján þá loka ég ekki á neinn og hef aldrei gert enda ekki þurft þess enn sem komið er. En sýnist mér svo þá geri ég það að sjálfsögðu. Þínar athugasemdir eru alltaf vel þegnar.

  • Örnólfur Hall

    Enn sanna íslenskir arkitektar hæfni sína og getu.- Það sýndu tillögur teymanna sjö hver með sínum hætti með nýstárlegum og áhugaverðum hugmyndum.- Þurfum við stöðugt arkitekta erlendis frá til að „leysa málin“?

    Til hamingju SPÍTAL-Arkitektar með það að gera spítalabyggingu aðlaðandi og aðlagaða borgarmyndinni, en ekki staðlaða og „sjúkrahúslega“.
    EES-væn og hlýðin stjónvöld fá líka prik fyrir að hafa ekki sett hérlenda arkitekta út í horn (sbr. hina „ÍSLENZKU“ TR-Hörpu) og halda ekki fast í þá gömlu sértrú að allt sé vænt sem vel sé útlenskt.

    Dómnefnd hefur greinilega unnið vinnuna sína vel. Ánægjulegt var að sjá ný dómnefndarandlit öflugra og fumlausra kollega en ekki þau sömu og oft áður.

    Ekkert heyrðist, í umræðunni á eftir, frá svörnum andstæðingum (læknum og arkitektum) nýs skipulags LSH við Hringbraut. Þeir höfðu sagt þetta mistök, þröngan og dýran kost sem hefði neikvæð og dýr áhrif á umferðarkerfið og framtíðarskipulagið. Selja hefði mátt verðmiklar lóðir og byggingar og nýta það fé í uppbyggingu LSH austar í borginni þar sem allir íbúar Höfuðborgarsvæðisins hefðu haft mun greiðari aðkomu. Enginn minntist á þetta í umræðunni.

    Ég tek undir með Þorsteini um að leyfa hefði átt öllum arkitektum að taka þátt. Það stuðlaði að fleiri frumlegum og ferskum hugmyndum sem nýta mætti.
    Nefnt skal dæmi um arkitekt sem hefði átt að fá að taka þátt. Hann lauk lokaverkefni sínu (með „bravúr“) 2006. Lokaverkefni sem var skipulag á nýtískulegu sjúkrahús“komplexi“. Fyrir diplómið hafði hann aflað sér mikillar þekkingar um allar heimsins sjúkrahúsanýjungar (hátækni o.fl.). Eftir diplómið vann hann stöðugt áfram á sama sviði.- Hvers vegna átti þessi arkitekt ekki að eiga möguleika á að taka þátt, í eigin nafni, eftir að hafa safnað um sig liði arkitekta og sérfræðinga (færustu lækna og hjúkunarfræðinga, svo og verkfræðinga og tæknifólks á öllum sviðum)? Er ekki hálf heimsku- og nöturlegt að neita honum um þátttökurétt?

  • Arkitekt skrifar

    Eftir að hafa skoðað sýninguna í Háskólatorgi verð ég að viðurkenna að ég sá ekki hvaða erindi erlendu ráðgjafarnir átti í teymin. Og það sem meira var sýnist mér að íslensku arkitektastofurnar hefðu getað skila sinni góðu vinnu án aðstoðar íslensku verkfræðistofanna.

    Af hverju eru stjórnvöld að niðurlægja arkitekta með þessum hætti? Og af hverju láta íslenskir arkitektar niðurlægja sig eins og stjórnvöld og íslenskir verkfræðingar gerðu í forvali vegna samkeppninnar?

  • Þegar ég var 14-16 ára vann ég í sumarvinnu á tipp hjá Vegagerðinni. Það fyrsta sem mér var kennt var að vegagerð væri með öllu óviðkomandi almenningi hvað þá vegfarendum. Vegfarendur voru miskunnalaust svívirtir af tippurum fyrir flækingsónáttúru og átti sá kaffiskúrinn sem fremstur gekk. Í dag birtist þetta td. að skiltin sem segja að vinstri beygja sé ekki möguleg er 50 m. frá beygjunni þó ökumenn þurfi að taka á sig margra kílómetra krók sem þeir hefðu sloppið við hefði skiltið verið á réttum stað.

    Seinna þegar ég varð iðnmeistari lærðist mér að það sama á við „byggingar“, þær eru almenningi óviðkomandi.

    Án þess að mér komi það við giska ég á að „starfræn bygging“ sé hol að innar. En mér virðist út frá arkitektúr skipti það engu máli hvort „bygging“ sé gegnheil eða hol að innan, ef „byggingin“ er óvistleg getur fólk bara horft eitthvað annað.

    Hér á árunum þegar ég var í vegagerðinni fyrir vestan kom frambjóðandi að sunnan til vegagerðarmanna, hann hafði stofnað flokk sem vildi breyta þessum hugsunarhætti. Hann hafði meira að segja klofið stjórnmálaflokk og var þess vegna einskonar yfirflækingur vegna þess að ýtu- hefil-vörubíla og verkstjórar stöðvuðu tæki sín til að taka á honum en tipparar studdust áfram við skóflur sínar. Sem betur fer féll allt aftur í sama farið.

    Hilmar þú átt alltaf kost á að loka fyrir mig.

  • stefán benediktsson

    Hæ Hilmar. Næst þegar þú skrifar, ekki nota orð, menn geta hengt sig í þeim eða hengt sig í þau. Ef maður veit hvað er hagrænn, hjárænn osfrv veit maður hvað er starfrænn, e´þagi.

  • Með leyfi: Hvað er „starfrænt“ sjúkrahús?

  • Samúel Torfi Pétursson

    Ef vera kynni að meðlimir hönnunarteymisins eða aðrir tengdir aðilar skoði þessi ummæli, þá langar mig að benda á að sjónlínan eða „blikkið“ að gömlu spítalabyggingunni þegar ekið er niður Bústaðaveginn er mjög skemmtileg og verðmæt. Að mínu mati a.m.k. Þetta „blikk“ markar að mörgu leyti innganginn / aðkomuna í gamla miðbæinn eftir Bústaðaveginum, og mér fynndist synd ef þessi aðkoma einkenndist af nútímaarkítektúr nýbygginga í stað nýklassíkur Guðjóns Samúelssonar.

    Kostur væri ef nánari útfærslur tillögunnar gerðu ráð fyrir að viðhalda þessari sjónlínu.

  • Páll Kári

    Erum við að hluta þennan spítala upp í 10-15 byggingar eins og í öllum tillögunum hér að ofan vegna þess að það er hönnunarlega besta lausnin á nútíma Hátæknisjúkrahúsi ? Er sjúkrahúsinu dreift í margar tiltölulega litlar og lágar byggingar yfir stórt svæði því þannig fæst besta nýtingin, mesta hagkvæmnin, styrstu og þægilegustu umferðaleiðirnar osfr.

    Eða getur það verið að tillögurnar taki aðalega mið af nánasta umhverfi og byggð til þess eins að réttlæta staðsetningu þessa dýrasta og fullkomnasta húss á íslandi fyrr og síðar ?

  • Ég sé nú að það er vitleysa í mér að ein tillagan sýni spítalanum frá 1030 ekki tilhlýðilega virðingu.

    Allar tillögurnar taka mikið og gott tillit til gamla Landspítala Guðjóns Samúelssonar.

  • Það er ánægjulegt að sjá að allir arkitektarnir sýna gamla Landspítalanum mikla virðingu. Hann skipar sérstakann sess í öllum tillögunum að undantekinni einni.

    Það væri forvitnilegt að vita hvort staðsetning spítalans á þessum stað hafi virkað hamlandi á starfræna hugmyndafræði höfunda.?? Hvort staðsetningin hafi útilokað góðar starfrænar skipulagshugmyndir?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn