Laugardagur 20.12.2014 - 12:52 - 9 ummæli

Margbreytni rýmis

 

Musei de arte, saopaulo

Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt hefur sent síðunni áhugaverða grein um arkitektinn Linu Bo Bardi.   Höfundur pistilsins er flinkur og reyndur praktiserandi arkitekt sem er meðvitaður um fræðimennsku byggingalistarinnar þar sem hann hugsar mikið um anda staðanna og regionalismann. Hann hefur skrifað greinar í Lesbók Morgunblaðsina, hér á þennan vef og víðar um mikilvægi „Regionalismans“ í byggingalistinni.

+++++

 

Margbreytni rýmis.

Hvað  gerir kynnigu á á arkitektúr Linu Bo Bardi (1914-1992) athyglisverða fyrir  Evrópubúa, þó að manneskjan,  að vísu með ítalskar rætur en eingöngu starfandi í Brasilíu, hafi látist fyrir tveim áratugum?

Það ,að Bo Bardi var “modern”, víðtækur hönnuður? Eða, að hún þróaði persónulegan regionalisma?

Mest um vert er að rými hennar virka eins og segull og bjóða  menn velkomna til að upplifa umgerð, sem gerir hús  spennandi. Henni tekst að mynda frjóan  ramma fyrir menntun og fræðslu sýningar og leiki bæði fyrir  líkama og sál. Og maður gerir sér grein fyrir, að heimurinn væri bara skemmtilegri ef  álíka rými væru víðar til að hressa uppá veruleikann.

Byggt fyrir fólkið.

Bo Bardi var afar frjáls í hugsun og leitaðist til að mynda byggingaramma, sem bauð mikinn sveiganleika í notkun og fyrir  breiðum hóp manna. Opinberar byggingar, listasöfn, leikhús og önnur menningarhús verða virkur hluti af borginni, örvandi fyrir “alla”. Af því að rýmin bera virðingu fyrir  mönnum mæta gestir öðru og ókunnu fólki frjálslega. Efling féagslegra samskifta er alveg í fyrirrúmi.

Bo Bardi hafnaði vísvitandi persónulegum stíl og ýmsu því, sem alltof margir arkitekar falla fyrir.

Hún hafði reyndar takmarkaðan áhuga á  straujuðum eða fáguðum arkitektúr og forðaðist  myndræn brögð fyrir glæsisíður pressunnar. Hún vann óháð og frjáls  og talsvert ólíkt  auglýsingahátterni hönnuða í dag.

Afstaða hennar er til eftirbreytni af því að byggingarnar verka  fyrst og fremst  vel á  notendur og um leið allt rými umhverfisins.

Aukaatriði er ,  að Bo Bardi byggði eingöngu í Brasilíu, því að nálgun hennar á verkefnum á við um alla sem vilja skapa gott og lifandi borgarrými hvar sem er í heimi.

Kynningin á starfi hennar í Pinakothekinu í München (til febrúarloka 2015)  er ein sú fyrsta í Evrópu og  uppsettningin vill brjóta upp hugarfar byggjenda og þeirra , sem „stýra“ vexti og framtíð byggðar.

Bo Bardi tókst með tímanum að sameina nýjum og “modern”hugsunum Evrópu með einkennum  vaxinnar hefðar  í Brasilíu. Hún er því einn af frumkvöðlum í að sameina fortíð og framtíð svo og margþætt sjónarhorn raunveruleikans í  eina heild, þ.e.hér eru tilbrigði af  regionalisma til staðar.

Að leiða til glaðværða.

Nýlega kynnti dómmnefnd nýja Guggenheimsafsins í Helsinki val sitt í seinna þrep alþjóða samkeppni.

Tillagan „quiet animal“ er athyglisverð, því að  staðareikennieinkenni, strangur kjarni Helsinki, er  mælikvarði nýbygginga í hæð og formi, en um leið  opnar húsið sig umhverfinu og nýtir til þess nýja tæknimöguleika. Rýmið, sem brúar inni og útirými gæti leitt til glaðværða í anda Bo Bardi.

Sjálfur hef ég reyndar oft reynt að framkvæma svipaðar hugsanir í mínum verkefnum.

Sem dæmi má nefna endurbyggingu Martinikirkju í Siegen: þar var  ákveðið að opna kirkjurýmið fyrir ýmiskonar menningarviðburði langt út fyrir hinar hefðbundnu athafnir og samlaga að auki útirýmið þessari hugsun. Tilætlaður árangur náðist og reynist vinsæll fyrir frumlega sjónleiki og álíka atburði eins og  myndlist eða tilburði nútímatónlistar.

Gleðineistar í megalomaníu modernisma?

Megalomania modernismans hefur undanfarin ár átt erfiðara líf miðað við seinni ártugi síðstu aldar.

Fjölmargir gleðigjafar hafa undanfarið til dæmis risið á Íslandi.  Bláa Lónið, Fuglasafnið við Mývatn eða Víkingasafnið í Njarðvík eru aðeins fáein dæmi um mikla alúð og nálgun á „íslensku umhverfi“.

Tillaga stúdenta fyrir “nýjum Miðbæ” í Reykjavík þótti mörgum nýstárleg árið 1964 : allt gamalt var rifið, ný byggð úr öllum mælikvarða staðarins og án staðaerinkenna (kynnt á Eyjunni 01/2013).

Nýir hverfisstrúktúrar á “Höfuðborgarsvæðinu”eru enn í dag oft of „nærri“ þesssum hugsunum.

Hefur kynning nýrra viðhorfa ekki enn náð til valdhafa?

Kópavogsbyggðin við og í kringum Smáralind er t.d. dæmi um tilviljunarkennt og ópersónulegt byggðarmunstur, hvorki  í  samhengi við land eða sögu. Ekkert sjánalegt, sem talar með hlýju til venjulegs fólks og býður það velkomið með opnum örmum. Þeir sem nú “ráða ferðinni” í Kópavogi mættu bregða sér í ferð í Pinakotekið, kynna sér hugsanir Bo Bardi, eða eitthvað álíka uppörvandi  og huga að því , hverju  breyta mætti til batnaðar í náinni framtíð.

+++++

Færslunni fylgja nokkrar myndir af verkum Línu Bo Bardi. Efst er mynd af Musei de arte. Að neðan koma myndir af Ladeira da Misercordia og neðst fjórar myndir af Casa Cirell, nálægt Sao Paulo, byggt 1958! Einstakt dæmi um persónulegan regonalisma,útiveggir t.d. með steinum,skeljum og gróðri.

Ef slegið er upp nafni höfundar í leitarvélinni til hægri birtast fleiri áhugaverðar greinar eftir Gunnlaug. Það er einnig hægt að slá inn orðinu Regionalismi sem kalla fram fleiri greinar um þetta ahugaverða efni.

Regionalismi

 

Ladeira da misericordia

 

IMG_7765

IMG_7773

DSC_7084

 

 

IMG_7792

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Örnólfur Hall

    — Áhugaverð grein um ‘staðarandann’ og um athyglisverðu tillöguna “ Qiuet animal“ í Helsinki – eins og þín var von og vísa, glöggi kollegi Gunnlaugur !
    — Nefnt „Húsið þitt“ svokallaða við Austurhöfn er á skjön við anda (karakter) Borgarinnar og virkar þarna eins og ‚kjúríósítet‘, eins og annar glöggur kollegi sagði 2012 (á ársafmælinu). !
    -– Tveir kollegar frá Sviss (2012) voru sama sinnis og sögðu við undirritaðan að glerstássbáknið með marglitu rúðunum væri fullmikið ‚Tand‘.
    — Ps: Meistari ERRÓ sagðist (undir rós) frekar vilja sjá Esjuna áfram !
    — Ps:-Annað um „Húsið þitt“: Nú virðast, í óveðrunum, „smíðagæðin“ enn koma í ljós (t.d. stórleki + upprifinn vesturkantur (nr.2).

    • Þakkir Halldór,fyrir misskilning birtist ekki sneiðmynd af þessari tillögu með greininni.
      Þar sem ég þekki Helsinki vel hef ég mikinn áhuga á verkefninu.
      Borgin og lóðin,sem borarfulltrúar láta Guggenheim í hendur er einstök,reyndar í ætt við Hörpuna í Rykjavík.
      Ólíkt Hörpunni er tillagan „Qiuet animal“ þróuð útfrá „strúktúr“ borgarinnar og þessvegna er hún nefnd hér sem dæmi um hvernig „réttur“ arkitektúr getur
      fæðst!.

  • Ingibjörg Pétursdóttir

    Skipulag við Smáralind er ekki hannað fyrir fólk. Það er hannað fyrir braskara.

  • Gunnar Sigurðsson

    Staðarandi er orð sem var ekki til fyrir bara 3 árum. Nú er varla talað um arkitektúr eða skipulag án þess að orðin staðarandi eða söguleg vídd komi fyrir. Við lifum í batnandi heimi.

    • Orðið „genius loci“,staðarandi, er tekið úr rómversku mytologíunni:“verndarguð staðar“ en norðmaðurinn Christian Norberg Schulz leiddi það inn í umræðuna sem phaenomenalogiu í bók með sama nafni árið 1979.
      Með vexti hnattvæðíngar í byggingalist ,fjárhagshruni 2008 og álíka neikvæðri þróun hefur áhuginn á málsefninu aukist mjög undanfarin ár.
      Blámi fyrir betri tíð!

    • Hilmar Þór

      Með meiri ferðamennsku og aðgengi fólks að upplýsingaveitum verða sérkenni staðana sífellt mikilvægari. Ef hönnunarsamfélagið vaknar og heldur vöku sini mun áhersla á Regionalisma aukast. Menn byggja ekki eins i Egyptalandi og á Spáni svo vitnað sé i Vitruvíus (fyrir um 2000 árum).

      Menn munu heldur ekki byggja eins í Flatey á Breiðafirði og í Vestmannaeyjum. Menn munu heldur ekki byggja eins á Kirkjusandi og í Auðbrekku ef því er að skipta. Menn munu leita anda staðanna og láta hann leiða sig að niðurstöðu sem hentar staðnum og því fólki sem þar er og þar vill vera.

    • Hilmar Þór

      Út af ummælun Gunnars hér að ofan þá vil ég segja að mikilvægt er að til séu íslensk orð yfir flest það sem varðar arkitektúr og skipulag. Annars getur samtalið ekki átt sér stað. Og án íslenskra góðra orða er leikmönnum haldið frá umræðunni.

      Þetta er mikilvægt.

      Ég held að orðasabandið „hin sögulega vídd“ sé komið frá Hjörleifi Stefánssyni arkitekt og orðið „staðarandi“ hafi fyrst komið fram hér á þessum vef í einni athugasemd lesanda fyrir nokkrum árum.

      Hvoru tveggja orð og orðasambnd sem hafa rutt mörgum erlendum orðum út af þessari síðu og fest tig í almennri uræðu.

    • Vissulega er rétt að nota sem mest íslensk hugtök í faginu,Hilmar.
      En til þess að það verði þarf að byrja á upphafinu:kennslu í skólum og/eða í gegnum stofnun,sem miðlar þekkingu til fólks(um þetta efni hef ég oft tjáð mig á vef þínum).
      Oft sjá jafnvel fagmenn ekki það sem næst er:frægt er t.d. að Utzon fékk kveðju frá kollega sínum á Mallorca þegar hann lauk við “ Casa Lis“ á eyjunni.
      Þar stóð:“ Thaks to Utzon who show us our own stone“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn