Mánudagur 02.06.2014 - 12:22 - 5 ummæli

María Dýrfjörð og arkitektúr

 

María Rut Dýrfjörð Dark World Icelandic prints

Hin frábæra síða, Dezeen.com, fjallar í dag um hönnun Maríu Rutar Dýrfjörð.  Þarna er um að ræða textilhönnun sem er innblásin af byggingalist Guðjóns Samúelssonar arkitekts.

María sækir í munstur sem er að finna í Þjóðleikhúsinu, Akureyrarkirkju og Laugarneskirkju.

Orðrétt er eftirfarandi haft eftir Maríu Rut Dýrfjörð á Dezeen.com:

„Guðjón’s buildings are in precise style, stately and formal,“ said Dýrfjörð. „I connect them with patternmaking and my own passion for order and organisation. Shapes that are mirrored and repeated, lines that stretch on, brake and connect. All this forms a beautiful whole without being predictable.“

Þessi nálgun Maríu styður þá kenningu að arkitektúr sé móðir listanna.

Síðuna má nálgast hér:

http://www.dezeen.com/2014/06/02/maria-rut-dyrfjord-dark-world-icelandic-textile-prints/

og heimasíðu Maríu Rutar má nálgast í tilvitnaða textanum úr Dezeen.com

 

María Rut Dýrfjörð Dark World Icelandic prints

Laugarneskirkja

María Rut Dýrfjörð Dark World Icelandic prints

 Akureyrarkirkja

María Rut Dýrfjörð Dark World Icelandic prints

Þjóðleikhúsið

María Rut Dýrfjörð Dark World Icelandic prints

María Rut Dýrfjörð Dark World Icelandic prints

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Finnur Birgisson

    Sammála Stefáni.

  • Stefán Benediktsson

    Þetta er soldið sona „Loksins, loksins“. Mann langar í tilefni til að kaupa þetta efni. Mari Mekko hvað?

  • Sælar Sólveig og Sigurlaug

    Ritandi greinarinnar, Hilmar, benti mér á fyrirspurnir ykkar.

    Ég hef tekið við fyrirspurnum og sérpöntunum á efni í metravís í gegnum mdyrfjord@gmail.com auk þess sem allir eru velkomnir á vinnustofuna mína á Akureyri. Ég hef enn ekki fundið hagstæðan framleiðanda fyrir rúmfatnaðinn, en vonast til að úr því rætist í framtíðinni – myndin er af frumgerð sem ég sýndi á Hönnunarmars.

    Bestu kveðjur og þakkir fyrir fyrirspurnir ykkar

    María Rut – mariacreativestudio.com

  • Sigurlaug Magnúsdóttir

    Gardínur?
    Hvar fæst þetta fallega efni?

  • Sólveig

    Hvar er hægt að kaupa þetta fallega efni. Mig langar í sængurföt úr þessu!!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn