Mánudagur 08.07.2013 - 12:33 - 5 ummæli

Mercedes-Benz SF1

 mercedes-benz-sf1-final-concept-design-1

Bílar eru vissulega hluti af umhverfinu og hafa meiri áhrif á það en marga grunar. Útlit þeirra og litir skipta líka máli þegar talað er um staðarprýði.

Hér eru birtar myndir af nýjustu afurð Mercedes Benz. Þetta er hönnun eftir Steel Drake  sem endurvekur hér skörpu línurnar í bifreiðahönnun.

Allir muna blöðruskódann frá sjöunda áratugnum sem hafði þau áhrif að flestir bílar urðu blöðrulegir í útliti áratugum saman í kjölfarið.

Þessi gerð af bens heitir Mercedes-Benz SF1 og markar sennilega nýja nálgun í bílahönnun. Minnir mig nokkuð á svörtu hljóðfráu bandarísku orustuþotuna „F-117 Nighthawk“ sem er á neðstu myndinni.

mercedes-benz-sf1-final-concept-design-10

mercedes-benz-sf1-final-concept-design-11

 mercedes-benz-sf1-final-concept-design-5

 mercedes-benz-sf1-final-concept-design-7

 mercedes-benz-sf1-final-concept-design-14

toptenfighter10thmb

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Egill Óskarss

    Ég veit nú ekki hvort að SF1 marki nýja nálgun í bílahönnun. Mér finnst honum svipa til þess sem Lambhorgini hefur verið að gera undanfarin ár. Hægt er að skoða t.d. Revénton og Sesto Elemento. Og jafnvel bara Aventador.

    En þetta er ansi flottur bíll hjá Mercedes Bens, því verður ekki neitað.

  • Hilmar Gunnarsson

    Brjálæðislega flottur bíll og minnir á tilburði í nútíma arkitektúr eins og kannski nýja Porsche safnið. Það er samt umhugsunarvert að línurnar í bílnum undirstrika hraða og hreyfingu, línurnar í byggingunni líka. Maður spyr sig um metaforið því þessar línur má finna í byggingum öðrum en bílasöfnum…

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Hvaða Ítali teiknaði þennan bíl?

  • Er þettta ekki vefurinn þar sem farið hefur fram linnulaus áróður gegn einkabílnum?

  • Jesss.. Rosalegur.
    Hvenær verður svona bíll kominn á göturnar í Reykjavík?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn