Í framhaldi af umræðu um „micro íbúðir“ og „microhús“ er hér tekið dæmi um smáhýsi í Japan sem byggt er á örlítilli lóð, „micro lóð“. En japanir hafa náð góðum árangri í að töfra fram snilldar einbýlishús á nánast ómögulegum örlitlum lóðum.
Lóðin er einungis 166 fermetrar, rúmir 3 metrar á breidd og tæpir 30 metrar á lengd með útskoti á einum stað. Húsið er brúttó 124 fermetrar.
Húsið er aðeins 270 sentimetra breytt og á svo mjórri lóð að ekki er mögulegt að hafa glugga á langhliðum.
Útsýni er nánast ekkert og kemur dagsbirtan frá gluggum sem eru niðri við gólf annarsvegar og hinsvegar frá þakgluggum og göflum.
Svona hús er ekki hægt að byggja á Íslandi þó lóðir séu að finna fyrir svona byggingar víða í húsasundum í 101 Reykjavík og víðar.
Kerfið mundi liklega gera athugasemd við nýtingarhlutfallið og finna grunnmyndinni allt til foráttu.
Byggingareglugerðina hér á landi skortir frjálslyndi til þess að veita svigrúm fyrir óhefðbundnar lausnir af þessu tagi.
Hinsvegar deili ég því með þeim sem þarna búa og segi að þetta er gott hús sem ég gæti vel hugsað mér að búa í með minnihátar breytingum.
Sjá einnig færslur um micro húsnæði:
http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/09/micro-einbylishus/
og
http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/04/micro-ibudir/
Hér er aðalinngangur hússins sem er einungis 270cm á breidd. Örlítil ræma, c.a. 30 cm lóðarinnar er ekki nýtt undir bygginguna. Lóðin er alls um 33o cm breið með smá útskoti í öðrum endanum. Að neðan eru afstöðumynd, grunnmyndir og snið í stærri mælikvarða.
OG ég með örskoðanir,,,,hér með
Fyrr á þessu ári sögðum við frá samkeppni á heimasíðu SAV (skipark.is) sem borgarstjóri New York, Michael Bloomberg gekkst fyrir, um litlar íbúðir. Svona íbúðir sár vantar í flestar stórborgir heims og líka á höfuðborgarsvæðið. Í umræðum um málið var borgarstjórinn harður á því að byggingarsamþykktin ætti að þjóna fólki en ekki öfugt. Vantar okkur ekki einmitt svona borgarstjóra?
Hvernig væri að tala um „örhús“ og „örlóðir#?
Alveg rétt athugasemd hjá þér Stefán
„less is more“ bæði varðandi allskonar skraut og ónauðsinlega fermetra. Fullkomin nægjusemi er sjarmerandi og til eftirbreytni.
Aumingja litla stúlkan á efstu myndinni er að reyna að horfa út í heiminn fyrir utan heimili sitt við gólfgluggann.
En hún býr örugglega í hverfi sem bætir henni það upp.
Japanir eru minimalistar. Við söfnum að okkur allskonar drasli sem auglýsingaiðnaðurinnar þrengir upp á okkur.
Allt í nafni hagvaxtar og atvinnusköpunnar.
Þessar hugmyndir um mini íbúðir, mini hús og mini lóðir er það sem koma skal og við fáum engu um það ráðið.