Fimmtudagur 11.06.2015 - 15:15 - 3 ummæli

Móðir náttúra endurheimtir sitt

Ljósmyndarinn  Tang Yuhong sem býr í Nanning í Kína sýnir hér nokkrar fallegar ljósmyndir sem eru teknar í yfirgefnu sjávarþorpi í Kína.

Á ljósmyndunum sést hvernig móðir náttúra endurheimtir svæði sem er vissulega hennar og skapar um leið dulræna stemmingu.

Þorpið er á Shengsi eyjum sem eru eyjar við ósa Yangze fljóts. Með tímanum mun þorpið hverfa í gróðri svipað og í Machu Picho í Perú. En það þorp var tínt og falið gróðri í 400 ár þar til það fannst árið 1911.


 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Margrét Ólafsdóttir

    Hvar í ósköpunum finnur þú svona myndir?

    • Hilmar Þór

      Ég fékk þessa slóð hja FB vini mínum Finnboga Hegasyni. Flóknara er það ekki. En það er vissulega gaman að þessum myndum og þær segja okkur sögu!

  • K. Guðmundsdóttir

    Ótrúlegt að svona skuli vera til í mannmergðinni í Kína!

    Þarna eru hús og gróðursæld.

    Sennilega líka fiskur….en ekkert fólk

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn