Ljósmyndarinn Tang Yuhong sem býr í Nanning í Kína sýnir hér nokkrar fallegar ljósmyndir sem eru teknar í yfirgefnu sjávarþorpi í Kína.
Á ljósmyndunum sést hvernig móðir náttúra endurheimtir svæði sem er vissulega hennar og skapar um leið dulræna stemmingu.
Þorpið er á Shengsi eyjum sem eru eyjar við ósa Yangze fljóts. Með tímanum mun þorpið hverfa í gróðri svipað og í Machu Picho í Perú. En það þorp var tínt og falið gróðri í 400 ár þar til það fannst árið 1911.
Hvar í ósköpunum finnur þú svona myndir?
Ég fékk þessa slóð hja FB vini mínum Finnboga Hegasyni. Flóknara er það ekki. En það er vissulega gaman að þessum myndum og þær segja okkur sögu!
Ótrúlegt að svona skuli vera til í mannmergðinni í Kína!
Þarna eru hús og gróðursæld.
Sennilega líka fiskur….en ekkert fólk