Þriðjudagur 24.05.2011 - 05:05 - 9 ummæli

Moshe Safdie-Marina Bay Sands í Singapore

Nýjasta verk Moshe Safdie er Marina Bay Sands í Singapore. Húsið var tekið í notkun á síðasta ári. Þetta er hótel með tæplega 2600 herbergjum. Byggingin er  á 55 hæðum í þrem turnum sem tengdir eru saman á efstu hæð með þakgarði sem hefur skipsform.

Þakgarðurinn er um 10.000m2 á stærð með veitingahúsum,  gróðurvinjum og sundlaug sem er 146 metra löng.

Ég gerði mér erindi til þess að skoða mannvirkið sem ég hafði séð kynnt í arkitektatímaritum og á netinu. Í kynningunum fanst mér verkið nánast kjánalegt. Mér datt í hug að þarna væri enn einn stjörnuarkitektanna að plata sveitamanninn.

En þegar gengið er inn í húsið fyllist maður aðdáun. Ekki vegna stærðarinnar, heldur vegna þess að þetta er starfræn bygging, funktionel og hvert smátriði er fallega og vel leyst. Efnisvalið er skandinavískt, ljósar viðartegundir og ljósir litir.  Það er einhver stór hugsun í þessu verki, ekki bara í fermetrum og rúmmetrum heldur í hugmyndum og upplifun.  Þarna er mikið af  fallegum rýmum sem fanga athyglina.

Ég læt ljósmyndunum eftir að lýsa byggingunni frekar.

Stefni „skipsins“ vísar ti austurs.

Það eru á annaðhuhundrað metrar til lofts í anddyri hótelsins.

Þarna var flutt, af strengja kvintett, lifandi klassisk tónlist allan daginn

Inni í belgjunumn var 14 manna við hringborð til að neyta matar.

Annar sundlaugarbarmurinn veitir til norðurs með útsýni yfir borgina

Í 190 metra hæð yfir jörðu var þægilegur og fallegur skrúðgarður

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Ég segi líka … Vá !
    Þú tryggir ekki eftir á.

  • Ég er eins i Stefán og er hissa og „impóneruð“. Og segi vá. Þetta gerist ekki nema i þriðja heiminum eða þar sem of mikið er af peningum.

  • Hilmar Gunnars

    Sjúklega ljótt. Má ég þá frekar biðja um „Linked Hybrid“ e. Steven Holl:
    http://stevenholl.com/project-detail.php?type=masterplans&id=58&page=0

  • Við getum alveg haft skoðun á hverju statementi fyrir sig, er það ekki, Stefán? Þó við séum ekki arkitektar? Kannski er þetta líka svolítið eins og Smáralindinni hefði verið skellt ofan á Turninn í Kópavogi og aðra tvo eins. (Ætlaði Gunni Birgis ekki annars að byggja nokkra til viðbótar?) Þegar ég sé þau láréttu og lóðréttu statement saman verð ég alltaf jafn hissa.

  • stefán benediktsson

    Við getum haft þá skoðun að byggingar eigi ekki að vera statement og tekið næstu5000 árin í að breyta því eða sætt okkur við að byggingar hafa alltaf verið yfirlýsingar um þann sem byggir og stundum þann sem hannar. Pýramídi, gotnesk kirkja, Pompidou………vá.

  • Í Singapore er enginn arkitektúr sem var notaður af frumbyggjum aðeins nokkur hús sem byggð voru fyrir um 100 árum a nýlenduherrunum. Eins og frumstæðar þjóðir i byggingalistinni heillast innfæddir nú af byggingum sem þessari.

  • Mér finnst þetta skelfing utan frá, eins og flugvél hafi óvart lent á turnunum þremur (er þetta einhvers konar vísun til árásarinnar á NY-turnana?). Getur ekki verið að eitthvað örlítið skorti á rýmis- og umhverfistilfinningu arkitektsins?

  • Guðmundur

    Held ég gisti á jarðhæð. Mig svimar bara við tilhugsunina um að liggja þarna á sundlaugarbakkanum… Flott hús samt.

  • stefán benediktsson

    Vá!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn