Föstudagur 24.05.2013 - 13:30 - 8 ummæli

Myndlist: Magnús Kjartansson.

 

4cut

Sýnd eru verk Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns í Hverfisgalleri, Hverfisgötu 4,  um þessar mundir.

Magnús var vinur minn og foreldrar okkar miklir félaga frá unga aldri. Leiðir okkar Magnúsar lágu mikið saman í æsku og svo aftur þegar götur okkar krossuðust á Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn á árunum uppúr 1970.

Það er alltaf viðburður þegar myndir Magnúsar Kjartanssonar eru hafðar til sýnis. Í þetta sinn eru það myndir gerðar á árunum um 1980.

Magnús nam við Akademíuna hjá einum þekktasta myndlistarmanni dana, Richard Mortensen og var í miklu uppáhaldi hjá honum. Í lok náms hjá Mortensen öðlaðist Magnús meira öryggi og sjálfstæði og fór að feta sínar eigin leiðir. Þessu hélt hann áfram og var sífellt að kanna nýjar leiðir í myndlistinni. Kom manni sífellt á óvart með myndlist án málamiðlanna.

Ég vil leyfa mér að vitna í texta í sýningarskrá eftir Jón Proppe heimspeking, en þar stendur m.a:

“Um 1980 umbreytti Magnús aftur myndlist sinni. Hann bjó að gífurlegri þekkingu á miðlum og aðferðum og tók nú enn til við að brjóta allt upp. Hann beitti gamalli ljósmyndatækni, meðal annars bláprent og svokallaðri Van Dyke-tækni……  Með því að búa til filmur eftir ljósmyndum eða mála og teikna beint á filmu eða byggingaplast gat Magnús fært myndefnið á pappírinn og til dæmis raðað saman ýmiskonar myndum á eitt blað og jafnvel þrykkt mynd ofan í mynd”

Verkin á sýningunni  á Hverfisgalleri eru  mjög einkennandi fyrir þetta tímabil í list Magnúsar, persónuleg og gáskafull.

Ég mæli eindregið með að fólk líti við á sýningunni sem er upplifun.

Sýningin stendur til 22 júni 2013.

Myndirnar í færslunni voru teknar á síma minn í hádeginu í dag.

Sjá einnig umfjöllun um verk eiginkonu Magnúsar, Koggu.: http://blog.dv.is/arkitektur/2012/06/11/kogga-synir-keramik-i-kaupmannahofn/

1 cut

3cut

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Skemmtileg tilbreyting á þessum ágæta vef að snerta aðeins myndlistina sem má flokka sem „staðarprýði“.

    Bendi á myndina af stólnum og hakanum efst í færslunni…. hún er tilefni til þess að fara og kíkja inn á Hverfisgallerí

  • Ég tek heilshugar undir þetta.

    Ég var svo heppinnn að kynnast Magnúsi lítillega þegar ég var ungur maður og hans góðu konu.

    Magnús var framúrskarandi listamaður og sterkur karakter með mikla „nærveru“ eins og það kallast víst á nútímamáli.

    Ég minnist þess líka að hann var prýðilegur gítarleikari og ágætlega músíkalskur. Við spiluðum einhverju sinni Hendrix saman. Og hann var ansi lipur þ.e. Magnús. Raunar var Hendrix heitinn það líka.

    Ég verð að játa að ég vissi ekki af sýningunni. Ég dríf mig um helgina og hvet alla þá sem þetta lesa til að gera slíkt hið sama.

    Magnús var magnaður listamaður og ég held að verk hans mörg geti jafnvel átt sterkari tengingu við núið en þegar hann vann þau, blessaður.

  • Eru verkin á sýningunni til sölu?

  • Ólafur Jónsson

    Ég vek athygli á myndum Magnúsar sem ery til sýnis í Grafarvogskirkju. Þau eru af allt öðrum toga en myndirnar í Hverfisgalleríi.

    Magnúr var einstakur listamaður sem aldrei festist í viðjum vanans.

    • Ólafur Einarsson

      Verkin í Grafarvogskirkju eru virkilegt aðdráttarafl i kirkjunnu og messusóknar virði. Mikill listamaður á ferð.

  • Magnús var nágranni minn frá unga aldri á Hjallavegi 7 . Við löbbuðum oft saman úr skóla og þá var talað um hvað gera átti þegar komið væri heim. Magnús bauð heim til að búa til flugmótel úr léttvið . Þrátt fyrir að hann væri góður í gera myndir, þá var þetta handverkið sem ég man fyrst eftir að hann gerði .

    • Hilmar Þór

      Kannast vel við flugmódeláhugann. Ég var líka í þessu eins og Magnús, enda voru feður okkar beggja mikið í flugi, einkum svifflugi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn