Miðvikudagur 10.02.2016 - 20:56 - 9 ummæli

Niðurrif Parísar – 1853 -1870

756940-paris-avant-apres-le-baron-haussmann

Winston Churshill á að hafa sagt: “We shape our buildings, and afterwards, our buildings shape us.”

Með þetta í huga má draga þá ályktun að “Le Belle Epoque” í París eigi rætur sínar að rekja til þeirra breytinga á borginni sem Napóleon III fyrirskipaði um 1853. Betri, fallegri og heilbrigðari borg hafi kallað fram það góða og fallega í fólki og meiri almennan metnað.

Napóleon III var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Frakklands. Hann var kosinn 1848 og var afar vinsæll en lenti í einhverjum pólitískum vandræðagangi sem hann leyst með því að skipa sjálfan sig keisara árið 1852. Þá varð allt strax auðveldara og hlutirnir fóru að ganga.

Hann fékk þá hugmynd að breyta Parísarborg og gera hana heilsusamlegri, fallegri og glæsilegri. Hann vildi hleypa meiri birtu og betra lofit inn í borgina sem gædd væri fallegri byggingum.

Til verksins fékk hann Haussmann Barón (1809-1891). Haussmann hafði lesið lög og studerað tónlist við conservatoríið í París. Hann var talinn góður tónlistarmaður.  Ekki veit ég hvort laganámið hafi gagnast honum í endurskipulagi Parísar.  Þar var engin miskun eða réttlæti og enginn spurður álits þegar hlutirnir voru ákveðnir.  Hinsvegar hefur tónlistarnámið örugglega hjálpað honum enda arkitektúr oft kallaður frosin tónlist.

Hér fylgja nokkrar ljósmyndir og teikningar frá þessum árum, árunum milli 1853 og 1870. En á tiltölulega stuttum tíma var mestur hluti þessarrar vinnu unnin.

+++++

Það kann að vera að mönnum finnist þetta harkaleg aðgerð þarna í París fyrir hálfri annarri öld. En ekki ósvipað var lagt til í aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83. Þá átti að rífa megnið af þeim gersemum sem húsin við Grettisgötuna eru og tengja götuna niður í Kvos. Við þá aðgerð hefði líka þurft að rífa tugthúsið við Skólavörðustíg. Í sömu áætlun átti að rífa megnið af Grjótaþorpinu vegna þess að Suðurgatan átti að fara þar í gegn. Svo má bæta því við að þegar Þjóðleikhúsið var hannað var ætlunin að rífa öll húsin sunnan við leikhúsið og gera torg framan við leikhúsið sem átti að ná alla leið upp á Laugarveg! Ef eitthvað er „Haussmannskt“ á Íslandi þá var það þetta leikhústorg.

++++

Efst í færslunni er mynd sem tekin var uppúr miðri nítjándu öld og sýnir  vel atganginn. Þarna er verið að rífa að því er virðist ágætis hús til þess að koma fyrir breiðgötunni Avenue de l´Opera sem lá milli konungshallarinnar Palais Royal og Louvre að Grand Opera Garnier sem var stærsta Opera veraldar á þeim tíma.

preview11362559997217

Hér er teikning sem sýnir glöggt umfang áætlunarinnar. Þarna eru dergnar upp línur ofan í byggðina og gefin fyrirskipun um hvar göturnar eiga að liggja. Venjulega er þessu öfugt farið. Fyrst er ákveðið hvar göturnar eiga að vera og síðan hvar húsin eiga að standa. Þetta er Avenue de l´Opera sem fjallað er um í pistlinum.

2594158

Á þessari mynd má sjá að oft voru þetta reisulegar og miklar byggingar sem fórnað var fyrir endursköpun borgarinnar.

 

th0XBQ41RR

Hér er mynd sem sýnir gatnakerfi Parísar fyrir Hausmann. Þeir sem þekkja til í París og á Ile de la Cite sjá breytinguna.akhfno

Þessi mynd mun vera tekin úr turni Notre Dame áður en framkvæmdirnar hófust. Ef rýnt er í myndina og men þekkja núverandi ástand þá blasir breytingin við. Manni sýnist að eina byggingin sem enn standur á Ile de la Cite sé Sainte-Chapelle.

 

28565519.,m

Dæmigerð Gata í París fyrir breytingar. Margar svona götur er að sjálfsögðu enn að finna í borginni. Rue Galande er í hjarta Latínuhverfisins á vinstri bakkanum.

GDGZ

Hér er loftmynd sem sýnir Champs Elysees og Grande Armé eitthvað fyrir aldamótin 1900. Grand og Petit Pale eru ekki risnar en bulevardarnir eru greinilegir.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Guðmundur

    Skulum ekki gleyma samfélagslega kostnaðinum. Svona aðgerðir eru ekki gerðar nema til staðar sé sterkt, miðstýrt og fremur fasískt ríkisvald, sem var vissulega til staðar. Annars mjög gott og ítarlegt yfirlit yfir breytingarnar á Wikipedia, með fleiri myndum: https://en.wikipedia.org/wiki/Haussmann%27s_renovation_of_Paris

    Þar kemur m.a. fram:

    „Haussmann was also blamed for the social disruption caused by his gigantic building projects. Thousands of families and businesses had to relocate when their buildings were demolished for the construction of the new boulevards. Haussmann was also blamed for the dramatic increase in rents, which increased by three hundred percent during the Second Empire, while wages, except for those of construction workers, remained flat, and blamed for the enormous amount of speculation in the real estate market. He was also blamed for reducing the amount of housing available for low income families, forcing low-income Parisians to move from the center to the outer neighborhoods of the city, where rents were lower. Statistics showed that the population of the first and sixth arrondissements, where some of the most densely populated neighborhoods were located, dropped, while the population of the new 17th and 20th arrondissements, on the edges of the city, grew rapidly.“

  • Orri Ólafur Magnússon

    Þakka þér fyrir áhugaverðan pistil um endurskipulag Parísar með breiðstrætum ( boulevard ) um miðja 19. öld undir stjórn þeirra Naopoleons III og baron Georges Eugène Haussmann með skírskotun til hrikalegra niðurrifsáforma reykvískra skipuleagsfræðinga nákvæmlega einni öld síðar. Reyndar vissi ég ekki að Haussmann hefði verið menntaður í tónlist – athyglisverð ábending. Einu mikilvægu atriði leyfi ég mér að bæta við þessa ágætu grein ; eftir uppreisnir Parísarbúa gegn valdhöfunum 1830 og 1848 – síðari uppreisnin kom Napoleon reyndar sem kjörnum forseta í valdastól – varð „stjörnumynstrið“ með þráðbeinum strætum meðal annars þess vegna fyrir valinu að í slíku borgarmynstri átti herinn ( sérstaklega riddaraliðið ) greiðari aðgang að öllum byggingum og strætum. Auk þess var auðveldara að beita fallbyssunum á saman safnaðan og vopnaðan múginn á löngu færi í beinni skotlínu – óspekarmenn gætu hvergi leitað skjóls bak við húshorn eða háreist götuvígi í krókóttum öngstrætum ( ! )

    • Hilmar Þór

      Þakka þér þessa thugasemd Orri Ólafur. Ég kom lítillega inná þetta „Kanóniska“ skipulag í fyrri pistlinum „La Belle Epoque“

  • Helgi Guðmundsson

    Maður er bara orðlaus við að lesa þetta og horfa á myndirnar!

  • Baldur Ás

    Átti að vera torg fyrir framan Þjóðleikhúsið? Ég er svo aldeilis. Hvað hefði þá orðið um bílastæðahúsið? (sarcasm)

  • Óskar Þorsteinsson

    Hvað með staðarandann og virðingu fyrir því sem áður hafði verið gert. Á það ekki við í París?

  • Jón Gunnarsson

    Og nú njótum við þeirra fórna sem gengnar kynslóðir þurftu að láta yfir sig ganga.

    París varð fyrir vikið einhver glæsilegasta borg veraldar.

  • Þessi skipulagssaga Parísar er ótrúleg. Hvernig var komist hjá því að húsaeigendur gerðu uppreisn gegn meðferð á eignum þeirra? Þeir hljóta að hafa fengið bætur. Hvaðan komu þeir fjármunir?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn