Föstudagur 07.02.2014 - 22:13 - 19 ummæli

Noregur: Aðstaða ferðamanna

 

Í framhaldi af umræðu hér á vefnum um hönnun fyrir ferðamenn og aðstöðu á ferðamannastöðum birti ég hér nokkrar ljósmyndir af norsku vegakerfi og umhverfi þess sem innlegg í umræðuna hér á landi.

Norska vegageðin leggur áherslu á að vegir liggi fallega og séu aðlaðandi þannig að ferðalagið snúist ekki um einungis um áfangastaðina heldur ekki síður um sjálft ferðalagið.  Mannvirkin styrkja upplifunina og það er vandað til þeirra.

Þeir leggja vegi og stíga þannig sjálft ferðalagið er upplifun. Maður sér þetta vissulega víða hér á landi en ekki í eins ríku mæli. Norðmenn skilja að áfangastaðurinn er einungis endastöð ánægjulegs ferðalags. Þeir koma fyrir útihúsgögnum, upplýsingaspjöldum  og listaverkum þannig að allt hefur sérstöðu og er með skýrskotun til staðarins.

Mér er sagt að þessar metnaðarfullu framkvæmdir sé að verulegum hluta kostaðar af norska olíusjóðnum. (er einhver raforkusjóður til hjá Landsvirkjun?)

Þetta eru kostnaðarsamar frakvæmdir sem ferðamenn hafa aðgang að, þeim að kostnaðarlausu en laða vissulega að ferðamenn sem skila sínu þegar til langs tíma er litið.

Hér er ekkert grín á ferðinnni eins og eldfjallið utan við Selfoss. Það ber að geta þess að bæjarráð Árborgar þótti þetta ekki fyndið og slóu hugmyndir um nýtt manngert eldfjall og verslunarmiðstöð úti á túni af borðinu í gærmorgun.

Það ber að þakka bæjarráðinu fyrir það.

Myndirnar eru sýnishorn sem fengnar víðsvegar að á netinu.

 


Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Mér finnst eins og hér hjá okkur séu menn sífellt að reyna að fela mannvirkin eða haldi jafnvel að þeir geti falið þau. Á þessum myndum eru menn djarfir og nota „varanleg“ byggingarefni með lágmarks viðhaldi sýnist mér. Fróðleg og skemmtileg umfjöllun hjá Hilmari að vanda.

  • Vegagerðin, og í raun allt skipulag á Íslandi er og hefur verið stjórnað af miklu leiti af verkfræðingum. Það eru því verkfræðileg markmið sem ráða en ekki mannleg: Mislæg gatnamót, hraðbrautir, brýr og stíflur. Íslendingar eru þeirra gæfu njótandi að eiga mjög vel menntaða og góða verkfræðinga, sem því miður sitja að miklu leiti við stýrið. Hönnun og arkitektúr er séð sem eitthvað skraut sem bætt er á eftirá.
    Í Noregi eru hönnuðir undir stýri og verkfræðingar eru í ráðgjafarhlutverki í hönnurarteimum. Þessvegna er hugmyndarækt, umhverfi og mannlegi þátturinn áberandi.

    • Elín G. Gunnlaugsdóttir

      Áhugaverð grein hjá Hilmari og þörf umræða.

      Það eru nokkrir staðir hér á landi þar sem nýverið hefur verið komið upp svokölluðum „útsýnispöllum“ sem eru skelfilegir að sjá sbr. við Skógafoss og á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Ég veit ei hverjir það eru sem „hanna“ umrædd mannvirki en það væri forvitinilegt að komast að því.

      Ég held að í flestum löndum eru verkfræðingar vinnudýr hjá arkitektum en hér á landi er það í fæstum tilvikum.
      Ég legg til að í námi arkitekta verði sérstakur áfangi þar sem markaðssetning og fjármál eru kennd!!

    • Það má líka setja á meiri kröfur á arkitekta. Bæði í Bretlandi og Skandinavíu þar sem ég hef starfað eru arkitektar með mun meiri ábyrgð og kröfur um fulla útlistingu á verkefnum. En á Íslandi og í Tyrklandi er hægt að skila inn mjög yfirborðslegum teikningum og Arkitektar bera litla ábyrgð á hlutunum. Ég hef séð verkefni á Íslandi þar sem verktakar taka mun veigameiri hönnunarákvarðanir en arkitektinn. Sem betur fer eru iðnaðarmenn á Íslandi mjög vel menntaðir.

  • Einar Guðmundsson

    Þetta mistókst hjá mér í fyrri athugasemd. Hér er styttri útgáfa að sama link:

    http://knstrct.com/2011/03/01/travel-norway-the-architectural-way/.

  • Hilmar Gunnarsson

    Góð grein og þetta eru glæsileg dæmi sem nota mætti til eftirbreytni.

    Það er ekki einn einasti landslagsarkitekt á lausu í Noregi. Ef menn vilja þjónustu þeirra verða þeir að leita til nýútskrifaðra. Þetta er ánægjulegt og til marks um hversu eftirsóttir þeir eru.

    Mig langar að benda á brúnna í Suldal sem vann nýlega alþjóðleg verðlaun. Hún er hönnuð af Degi Eggertssyni og félaga hans Rintala (Rintala Eggertsson). Ég fór nýlega og kíkti á hana og hérna er skínandi dæmi um skjólgóða brú sem verður að áningarstað. Hún fellur glæsilega að landslaginu, er vönduð í efnisnotkun, með úthugsaðar deililausnir og bregst skemmtilega við umhverfinu með gegnsæju gólfi að hluta.

    Hérna er linkur á græjuna:

    http://www.nrk.no/rogaland/suldal-vant-_bridge-of-the-year_-1.11461521

  • Dennis Davíð

    Já norska vegaverkefnið er afar lærdómsríkt fyrir Íslendinga. Eftir nýlega hringferð um Ísland má glöggt sjá að víða er úrbóta þörf, vægt til orða tekið.
    Hér eru mörg verk að vinna fyrir íslenska arkitekta og aðra hönnuði. T.d. væri hægt að halda samkeppnir um afmörkuð verkefni. Vegaverkefnið gæti unnist i samvinnu Hönnunarmiðstöð Íslands, sem er í eigu 9 hönnunarfélaga þar á meðal AÍ. Í apríl 2009 hélt Vigdis Lobenz landslagsarkitekt áhugaverðan fyrirlestur í Norræna húsinu um ferðamannavegi í Noregi. Það verkefni var unnið í samvinnu við Norsk Form, sem er hönnunarmiðstöð Noregs.

  • Magnus G. Bjornsson

    Storgod grein og augljoslega tharft innleg i umraeduna a Islandi ef daema ma af theim osoma sem lagt var til ad byggja vid Selfoss.

  • Hallgrímur

    Hvað vinna margir landslagsarkitektar/arkitektar hjá Vegagerðinni á íslandi? og hvað eru þeir margir í Noregi

    • Þórhildur Þórhallsdóttir

      Hjá Vegagerðinni í Noregi vinna yfir 100 landslagsarkitektar, hjá Vegagerðinni á Íslandi vinnur einn landslagsarkitekt. Veit ekki með fjölda húsarkitekta. Það hefur svo sem ekki verið gerð nein athugun á hvort fleiri verkefnum sé útdeilt til einkastofa hér á Íslandi, en það er freistandi að trúa því að umhverfið, og þar með við öll, myndum hagnast á því ef fleiri landslagsarkitektar (og húsarkitektar) væru innanborðs í svo stórri stofnun sem Vegagerðin er, og þar með nær ákvarðanatöku og fjármagnsútdeilingu. Þetta á ekki bara við Vegagerðina, heldur líka fleiri stofnanir og stjórnsýslueiningar, t.d Umhverfisstofnun. Þarna er verðugt verkefni fyrir báðar fagstéttir.

    • Stefán Benediktsson

      Aðalatriðið er að Vegagerðin er ekki með stefnu um fegurð vega eins og t.d. kollegarnir í Danmörku.

  • Keyrði Trollstigen síðastliðið sumar á leið yfir í Valldal. Magnað að keyra upp þennan hlykkjótta veg og reyna að ímynda sér hvernig menn fóru að því að byggja hann á sínum tíma.
    Bæði útsýnispallur og þjónustuhús finnast mér vel heppnuð. Kaffið var hins vegar álíka misheppnað og í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.

  • Þorsteinn

    Ég hef svosem ekki ferðast mikið með bílum hér í Noregi – en dálítið með lestum. Mér finnst sem ég sjái aldrei neitt nema þá trén beint fyrir utan gluggann meðfram lestarteinunum … og er farinn að hallast að því að Noregur sé bara einn stór skógur, tré sem vaxa á trjám sem vaxa á öðum trjám.

    Einu göngutúrarnir sem ég hef farið í hafa verið um skóglendi (og smá upp í móti), en það er bara vegna þess að mér þykir svolítið exotískt að ganga um skóga…

  • Það er einhver virðing við landslagið falin í þessum dæmum sem sýnd eru á myndunum.

    T.a.m. myndin strax á eftir textanum.

    Þar eru veggir og pallar sem fá að taka á sig veðrið. Timbrið verður silfurgrátt og fallegt.

    Þetta sífellda fúavarnarefni (sem gerir lítið gagn) sem er á öllu utandyra „útivistartimbri“ hér á landi skemmir hinn náttúrulega sjarma.

    Húsasmiðpjan og BYKO auglýsa þessi efni of mikið og glepja neytendur.

    Endilega hættum að nota þessi efni og leyfum timbrinu að endurspegla veðurfarið og áhryf þess á efnið. Alveg eins og skófirnar og mosinn á grjótinu auðgar steinanaverður timrið fallegra við að taka á sig áreiti náttúrunnar í nátúrunni.

    • Það er ekkert fallegra en veðrað timbur í náttúrunni. Það stafar hlýju af silfurgráum rekadrumbum á Ströndum og Langanesi. Veðruð fura eða lerki fer einkar vel við íslenska náttúru. Það ætti að setja í skipulagsskilmála sumarbústaðalanda að banna lituð fúavarnarefni.

      Fyrir utan að öll þessi efni eru óvistvæn og mengandi ot stela af manni fríyímanum.

    • Stefán Benediktsson

      Vatnajökulsþjóðgarður setti sér þá stefnu strax í upphafi
      að nota lerki þar sem timbur er notað og að sjálfsögðu óvarið.

  • Steinarr Kr.

    Flott, nema ég fatta ekki steypuhlykkina á tveimur myndum.

    • Hilmar Þór

      Fyrirgefðu.
      Maður er stundum fljótur á sér.
      Búinn að lagfæra þetta.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn