Þriðjudagur 10.09.2013 - 08:16 - 9 ummæli

Ný byggð í Kaupmannahöfn

IMG_3993

Örestaden og Amager Fælled  á Amager við Kaupmannahöfn er ekki ósvipuð og Vatnsmýrin hér á höfuðborgarsvæðinu. Danir voru lengi að gæla við að byggja nýjan flugvöll á Saltholmen á Eyrarsundi og nýta núverandi flugvallastæði til borgarbggðar.  Við vorum að velta fyrir okkur Lönguskerjum og Bessastaðanesi fyrir flugvöll. Eftir að horfið var frá hugmyndinni um að leggja Kastrup niður og byggja nýjan flugvöll á Salthólma kom upp þrýsingur á að byggja  á auðum svæðum á Amager.

Eitt þessara svæða er Öresaden þar sem mikið hefur verið byggt undanfarinn áratug. Þarna eru mörg frábær hús sem ég hef kynnt mér ágætlega. Þrjú þeirra eru eftir danska arkitektinn Bjarke Ingels. Það eru MV húsið, Bjærget og það nýjasta „ottetallet“. Ég hef skrifað um öll þessi hús hér á vefnum og ætla nú að fjalla stuttlega um það síðasta í annað sinn.

Ég heimsótti „ottetallet“ fyrir mánuði í annað sinn. Fyrst þegar ég kom þarna var enginn fluttur inn og ekki hægt að leggja mat á starfsemina nema frá hreinni fræðilegri nálgun.

Nú þegar ég kom þarna var flutt inn í allar íbúðir og sumir höfðu búið þarna í hátt á annað ár.

Það er skemmst frá því að segja að þetta kom mér skemmtilega á óvart. Mikið líf var á samgönguleiðum hússins og þau verslunar og skrifstofuhúsnæði sem gert var ráð fyrir voru í fullum rekstri. Sama má segja um veitingastað í húsinu. Þetta er þvert á þá sögu sem ég hef endurtekið hér á vefnum sem segir að lítil fyritæki eigi erfitt uppdráttar á jarðhæð og annarri og þriðju hæðum í nýjum hverfum þar se skipulagshugmyndin er randbyggð. Ottetallet er að vissu marki randbyggð og þar eru lítil fyrirtæki í fullum rekstri að því er mér virtist. En mér til varnar þá sýndist mér götulífið alls ekki ná þeim gæðum sem allir þekkja í eldra randbyggðarskipulagi.

Hér fylgja nokkrar ljósmyndir af húsinu sem er í raun blönduð byggð þar sem menn geta gengið um skábrautir að útidyrum tveggja hæða raðhúsa á 5 hæð(!) og að íbúðum sínum. Þarna sjást verandir og svalir ásamt atvinnuhúsnæði á neðstu hæðum. Neðst er svo ein ljósmynd af nærliggjandi húsi þar sem arkitektinn hefur lagt höfuðáherslu á ytra birði hússins í stað starfræna hugmyndafræði eins og Bjarke Ingels gerði í Ottetallet.

Undanfarnar vikur hefur ottetallet og fleiri hús yngri arkitekta verið gagnrýnd vegna skorts á handverki. Atferlisfræðingar og fleiri sérfræðingar telja ástæðuna liggja í því að nú teikni arkitektar með tölvum sem gerir það að verkum að þeir hafa færst einu þrepi fjær handverkinu en áður. Umhugsunarvert.

Sjá einnig:

Nystárlegt fjölbýlishús-Blönduð byggð

IMG_3987

IMG_4007

IMG_3996

IMG_3986

IMG_3983

IMG_3982

IMG_4008

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Hilmar G.

    Það er ekki hægt að segja að þetta sé hlýlegur arkitektúr en hann er framsækinn og uppfinningasamur. Hönnunin er dálítið hömlulaus, en skemmtileg. Hinsvegar hefur verið hugsað fyrir smæstu smáatriðum eins og skjólveggjunum. Mér varð í augnablik hugsað til Byko-girðinganna á Íslandi.

    Það eru margir skólar sem vinna beinlínis hörðum höndum að því að samtengja stafræna hönnun og handverk með cad/cam tækni (sci-arc, AAA ofl.). Þetta þýðir beinlínis að arkitektinn yrkir í efnið án milligöngu svokallaðra handverksmanna sem eru vanfundnir. Þetta minnkar hættuna á mistökum og gerir hlutverk arkitektsins enn veigameira. Þessu ber að fagna og fanga. Það er samt augljós áherslumunur á milli usa og evrópu, hvað þetta varðar. Evrópa er seinni til og hugsar sig um.

  • Hilmar Þór

    Það er kannski rétt að hafa innganginn að greininni sem ég vísa á hér í athugasemdarkerfinu

    „Den nye generation af arkitekter svigter håndværket
    Arkitektskolerne er blevet til kunstskoler uden et fundament, og den nye generation af arkitekter tænker mere på flotte facader og personlig prestige end på solidt håndværk og samfundsnytte. Sådan lyder dommen fra en række arkitekter, der efterlyser en debat om arkitekturens rolle i samfundet“

    Og slóðin aftur:

    http://www.information.dk/469396

  • Hilmar Þór

    Jóhann Sigurðsson og Jóhann.

    Þessi „mantra“ er ekki frá mér komin heldur er þetta mál sem mikið er í umræðunni allstaðar í hinum vestræna heimi. Ég sendi hér með slóð að einni umfjöllun sem einmitt tengist því húsi sem hér er til umfjöllunar.

    Það er sjálfsagt að velta þessu fyrir sér en gæta þess að hrapa ekki að einhverri rangri niðurstöðu.

    Í hjálagðri grein er talað um að „mima“ arkitektúrinn í tölvunni. þ.e.a.s. að láta tölvuna syngja meðan arkitektarnir hreyfa bara munninn.!

    Skoðið þetta:

    http://www.information.dk/469396

  • Mér þykir hún umhugsunarverð þessi mantra að tölvur séu slæmar.

    Og hvað nákvæmlega er handverk?

  • Þá má allt gott segja um góðan arkitektúr ì Örestad en það er Metro og takmarkaður fjöldi bílastæða í þéttri byggð sem fær allt til að virka og það var hugsunin strax í upphafi.

  • Jóhann Sigurðsson

    Ágæt grein Hilmar.

    Ég held þó að þessir atferlisfræðingar ættu að fara að skipta um vinnu. Ef við teljum unga arkitekta, þá sem eru yngri en 85 ára hafa þeir kannski rétt fyrir sér en ekkert í byggingum undanfarinna áratuga hefur gert handverki hærra undir höfði en byggingar undanfarinna ára, nema að síður sé. Þetta hefur ekkert með tölvur að gera, heldur það að handverk er dýrt og fólk er sjaldnast tilbúið að borga fyrir það.

  • Jón Kristjánsson

    Spennandi konsept, spennandi blöndun byggðar en hundleiðinlegur arkitektúr og ómanneskjulegt efnisval. Hvar er handverkið? Maður sér ekki að mannshöndin hafi komið nálægt þessu. Ekki einusinni einn múrsteinn eða eitt pensilfar. Íbúarnir verða að skilgreina sitt með garðhúsgögnum og gardínum. Uss barasta
    Game over.

  • Þorgeir Jónsson

    Vonandi fer ekki nokkur að apa eftir þessa hörmung hér á landi. Færi vel í Latabæ….Í alvöru!

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Fallegar myndir af byggingum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn