Þriðjudagur 28.10.2014 - 01:03 - 13 ummæli

Ný gerð fjölbýlishúsa.

 

 

Þegar ég sá frumdrögin af þessum húsum fyrir nokkrum árum fannst mér tillögurnar nánast tóm vitleysa. Ég skrifaði pistil af því tilefni sem nefndist „Varist stjörnuarkitekta“.

Nú þegar búið er að byggja húsin og draga fram rök fyrir hugmyndinni, sem ég man ekki eftir að hafi verið nefnd þegar verkefnið var fyrst kynnt, finnst mér þetta spennandi. Mér finnst þetta ekki lengur vera tóm vitleysa.  (Það gleður mig að verða þess var að ég hef enn hæfileika til þess að skipta um skoðun).

Hugmyndin var að taka venjulega háhústurna, leggja þá á hliðina og stafla þeim svo upp. Þessi hugmynd opnaði ýmsa möguleika sem komið hafa í ljós.

Þetta má sjá á skýringarmyndinni strax hér að neðan.

Þarna eru 31 íbúðabyggingu staflað upp í hexagóna þannig að það myndast geometrisk útivistarrými sem svo eru innréttuð á margvíslegan hátt á mögum hæðum. Það má jafnvel segja að húsin séu einungis sex hæðir, eða jagnvel þrjár. Það er aldrei meira en þrjár hæðir upp eða niður á sameiginlegt útivistarsvæði  þó svo að húsin séu alls 24 hæðir. Svo neðst koma rúmbetri útivistarsvæði ætluð íbúunum.

Ég hef komið til Singapore fjórum sinnum á 35 árum og tek eftir að einkenni borgarinnar er smátt og smátt að víkja fyrir alþjóðahyggju byggingarlistarinnar. Það er synd. Því gömlu nýlenduhúsin voru og eru sjarmerandi. Ég held reyndar að þau gömlu hús sem enn standa í Singapore verði gefið líf.  Alveg eins og ég vona að öllum gömlu húsunum innan Hringbrautar í Reykjavík fái að standa um ók0min ár endurbyggð og/eða uppgerð.

En það verður að segjast að háhýsin í Singapore eru í almennt háum gæðaflokki. Mikið hærri en t.a.m. háhýsin  í Shanghai og víða annarsstaðar. Sjá neðstu myndina í færslunni.

Verkið sem hér er kynnt er unnið af Ole Scheeren arkitekt í samvinnu við Rem Koolhas á  OMA.

Íbúðahverfið er kallað The Interlace  og segja arkitektarnir að þetta sé e.k. lóðrétt 170.000 m2 þorp með 1040 íbíðum.

 

 

The Interlace by Ole Scheeren

 

 

 

 

The Interlace by Ole Scheeren

 

The Interlace by Ole Scheeren

The Interlace by Ole Scheeren

Að neðan eru nýleg fjölbýlishús í Shanghai. Svona byggingar hafa risið í þúsundatali í Kína á undanförnum árum. Við höfum kynnst byggingum af svipaðri gerð víða annars staðar og jafnvel hér á landi.— Spurning er hvort hér sé á ferðinni slúmm framtíðarinnar?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Komplexið er afar ljótt eins og fúnsjónalisma er lagið. Hefði steypan fengið að renna í fallegri mót hefði hugmyndin orðið betri, ekki svona steril og „steindauð“.

  • Anna Th. Rögnvaldsdóttir

    Mjög dýnamískt og mun meira aðlaðandi sálfræðilega en groddaturnar. Stærð hverrar einingar, eða kubbs, í staflanum er mjög hófstillt sem gerir þetta fjölbýli mun manneskjulegra en mónólítísk háhýsi. Allir búa í rauninni í litlum fjölbýlishúsum sem hafa ákveðin karakter og sérstöðu, t.d. í samb. við afstöðu til umhverfisins.

  • Sveinn í Felli

    Hmmm, finnst ég hafa séð eitthvað þessu líkt áður.

    Slóðin er hér: http://vicisitudysordidez.blogspot.com.es/2009/11/satan-es-mi-senor-parte-i-tu-vida-va.html

  • Sveinn í Felli

    Hmmm, finnst ég hafa séð eitthvað þessu líkt áður.

    Minnir mig eiginlega á margar af byggingunum sem teknar eru fyrir í bloggpistli sem kallast „Satán es mi señor (parte I): ¡Tu vida va a ser un infierno!“.
    Eða á því ylhýra: „Kölski er meistari minn (fyrsti hluti): líf þitt verður í helvíti!“, og finnst á slóðinni

    Þetta er skrifað af áhugamanni um arkítektúr sem ólst upp í „el polígano“ í úthverfi Madridar og hefur verið að skoða hvernig líf fólks er í mörgum þessum frægu „projects“ (vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Hann kallar þessar stefnur brútalisma eða „harkiteztur“.

    Verð að vera svolítið sammála honum; Unité d’Habitation eftir Corbu hafa ekki elst vel, hvað þá verk áttunda áratugarins eftir stjörnuarkitekta þess tíma t.d. Ricardo Bofill (Arènes de Picasso, Espaces d’Abraxas) eða Nunez-Yanowsky (les Camemberts). Þá er ég að tala um ömurleg lífsskilyrðin fyrir fólkið sem á að búa þarna.

    Skoðið myndirnar á slóðinni og athugið hvort þið sjáið ekki líkindi með þeim sem Hilmar birti.

  • Torfi Stefán Jónsson

    Þetta er svakalega flott bygging/byggingar.

    Mér finnst nú oft skortur á litum vera ein ástæða þess að fjölbýlishús eru fráhrindandi hér á landi. Meiri litagleði gæti gert margt, sérstaklega þegar fjölbýishúsin eru tengd hvert öðru (þá einhverskonar lengja eins og má sjá í efra Breiðholti) eða staflað nálægt hvert öðru.

  • Orri Ólafur Magnússon

    Ákaflega spennandi nýjung og lausn á fjölbýli; þessir drepleiðinlegu íbúa-turnar „brotnir niður“ í hóflega stóra bita og staflað upp á nýjan hátt. Ég kemst samt ekki hjá því að velta því fyrir mér, hvort þetta væri framkvæmanlegt hér á Fróni – saltrok og norðangarri gætu farið illa með alla óvarða fleti. Þarna ( á myndunum ) vaxa pálmar og suðræn blom í skjólgóðum lystigörðunum – það gæti orðið bið á því að slíkt þrífist hér norður frá. Aldrei að vita nema á því sé góð & gild skýring, hvers vegna ný íslensk fjölbýlishús sýnast öll svo fráhrindandi – einsog virki ; veðráttan.

  • Hilmar Gunnarsson

    Þetta finnst mér vera klikk flott og fúnksjónalt en mér finnst Steven Holl eiga frumhugmyndina. Hann hefur unnið með þetta konsept aktívt í mörg ár altså.

  • Bjarni Gíslas

    Er svo verslun, skólar og annar atvinnurekstur á jarðhæðum? Þetta er að mestu samkvæmt hugmyndum Le Courbusiere ef svo er. Bara skemmtilegra og fallegra formmál.

  • Steinarr Kr.

    Minnir mig á spilaborg.

  • Sigríður Guðmundsdóttir

    Og ég sem hélt að að það væri búið að reyna allt!! Þetta er betra en svörtu naglarnir í Skugganum. Svo mikið er víst.

    • Jóhannes

      „Svörtu naglarnir“ hér eftir heitir þetta ekki annað!

  • Haukur Hauksson

    Þetta er ótrúlega svallt 🙂

  • Álfheiður

    Í Singapore skiptir norður og suður ekki máli vegna þess að borgin er á miðbaug. En austur og vestur skiptir miklu máli. Það breytir miklu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn