Laugardagur 23.07.2016 - 18:36 - 8 ummæli

Ný menningar og verslunarmiðstöð

 

polyform-vanlse-solstra-overview-1024x614

Í aðdraganda Hrunsins var sagt frá þvíí fjölmiðlum að verslunarhúsnæði í Reykjavík væri um það bil 8 fermetrar á hvern íbúa.

Ef ég man rétt þá hefur þörfin í fræðunum verið álitin rúmlega 3 fermetrar verslunarhúsnæðis á hvern íbúa.  Þá er reiknað með bæði dagvöruverslunum og sérvöruverslunum í víðum skilningi. En þetta viðmið er auðvitað umdeilt.

Það er almennt talið að dagvöruverslanir á borð við matarbúðir, bakarí  og þess háttar eigi að staðsetja í göngu- eða hjólafær frá heimilum fólks.

Sérvöruverslanir meiga vera lengra í burtu. Það eru verslanir sem selja föt, búsáhöld og þess háttar.

Bifreiðabúðir og verslanir sem selja heimilistæki, húsgögn,  gróður og runna, þurfa enganvegin að vera í göngufæri við heimilin.

Ég veit ekki hver staðan er í dag í þesum málum í Reykjavík í dag en ég hygg að hún sé svipuð og í aðdraganda Hrunsins 2008.

++++++

Nú standa yfir miklar framkæmdir í vesturbæ Kaupmannahafnar, Vanlöse.  Verið er að byggja um 40 þúsund fermetra verslunar- og þjónustumiðstöð með íbúðahúsnæði uppá  á 15 þúsund fermetra. Í þessum tölum er tveggja hæða bílakjallari undir allri samstæðunni ekki talin með.

Verslunar og menningarmiðsöðin á að þjóna markhópi sem telur 177.000 manns. Þetta er hópur sem er tæplega 50% stærri en íbúar Reykjavíkur. Með opnun miðstöðvarinnar eykst verslunarhúsnæði markaðssvæðisins um 25 þúsund fermetra eða sem svarar um 0,13 m2 á hvern íbúa. Þetta er ekki mikil aukning en vekur samt nokkra athygli og jafnvel áhyggjum vegna þess að húsnæði verslunar umfram þörf getur haft áhryf á verðlag.

Kannanir hafa sýnt að íbúar í Vanlöse versla 80-85% af dagvöruverslun sinni í heimabyggð meðan að sérvörur eru einungis keypt að einum fimmta lókalt. Þessu á verslunarmiðstöðin m.a. að breyta.

Þarna er, hvað skipulagið varðar, vandað til verka. Miðstöðin er byggð við hliðina á járnbrautarsöð og tengd hinu stórgóða metrokerfi Kaupmannahafnar og er því vel tengt nánast öllum íbúum á stórkaupmannahafnarsvæðinu og jafnvel öllu norður Sjálandi.   En þrátt fyrir þessar gríðarlega öflugu almenningssamgöngum að verslunarmiðstöðinni er gert ráð fyrir 400 bifreiðastæðum  neðanjarðar og um 1700 hjólreiðastæðum við verslunarmiðstöðina.

Í byrjun virtist öll skipulagsvinna og skipulagsáætlanir ætla að ganga eftir nema hvað fjárhaginn varðaði. Dæmið gekk ekki upp fyrr en búið var að bæta við  15000 fermetra íbúðahúsnæði ofan á verslunar- og menningarmiðstöðina.

+++++

En af hverju er verið að fjalla um danska verslunarmiðstöð á íslenskum vef sem fjallar um arkitektúr og skipulag?

Það er ekki vegna skipulagsins eða framkvæmdarinar heldur vegna hinnar arkitektónisku nálgunar sem hér er á ferðinni.

Þegar tölvumyndirnar eru skoðaðar þá veltir maður furir sér formmáli arkitektanna og efnisvalinu  sem varð fyrir valinu. Maður sér ekki tengslin við umhverfið og staðareinkenni Vanlöse. (gulur og rauður múrsteinn og danskur þakhalli) Hinsvegar sér maður arkitektóniskan skyldleika við það sem nú er verið að byggja í Raykjavík,  einkum við Austurhöfnina.

Þar er verið að byggja hús sem hafa takmörkuð séreinkenni Reykjavíkur eins og hér í Vanlöse þar sem verið er að byggja hús sem eru ekki arkitektóniskt í miklum tengslum við staðinn þó skipulagið geri það.

Það sem virðist sameigimlegt við framkvæmdirnar í Vanlöse og í Reykjavík er að arkitektarnir líta til svipaðra átta þegar þeir sækja innblásturinn. Þeir skoða sennilega sömu blöðin og sömu vefsíðurnar. Horfa til sömu stjörnuarkitektanna. Skoða vefsíður sem einkennast af internationalismanum og leggja ekki áherslu á séreinkenna staðanna, regionalismanns.

Internationalisminn er eins fjarri regionalismanum og hugsast getur og andstaða hans.

Sem betur fer sér maður að alvarlega þenkjandi arkitektar og fræðimenn veita regionalismanum sífellt meiri athygli.

Internationalisminn á víða við en ekki þar sem einhver sérstaða er og staðbundið andrúm er að finna sem er eftirsóknarverð eða sterkur staðarandi á einhverjar djúpar rætur.

galleria_polyform_1

 

VAN151208center12314535_1758201377734369_3558707216006189098_o

 

galleria_polyform_4

Ofan á verslunarmiðstöðina kemur íbúðabyggð með leiksvæðum og torgum,  veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum.

Flokkar: Óflokkað · Íþróttir

«
»

Ummæli (8)

  • Þetta er algjört Kaos eins og jarðskjálfti hefi fært húsin til,er þetta fratíðin???

  • Guðrún Harðardóttir

    Sömu einsleitni má sjá í þýskalandi.

  • Þórður

    Það er fróðlegt að sjá þessi hús sem danirnir byggja og í þessu samhengi. En getur verið að íslensku arkitektarnir hafi numið sína grein í sama skólanum og þeir sem teiknuðu þessi hús í Vanlöse?

  • Gunnlaugur Sverrisson

    Áhugaverðar pælingar. Ekki má gleyma því að fjölgun á verslunarhúsnæði hér er réttlætt með auknum ferðamannafjölda. Þetta sést vel í mikilli flóru veitingastaða í 101 núna. Allir staðirnir fullir af ferðamönnum árið um kring.

  • Jón Guðmundsson

    Einsleitnin fer ört vaxandi og er ekki til bóta. Þetta á við um allt, mat, klæðna, bíla og arkitektúr.

  • Kristján Sveinsson

    Er ekki þessi sambygging í Vanløse gerð sökum hins gríðarháa lóðaverðs í Kaupmannahöfn. Sem er svo hátt sem raun er á vegna þess að lóðasala á að standa undir stofnkostnaði við jarðlestina – metróinn? Sem hefur svo leitt til þess að sífellt fleiri háhýsi rísa í borginni, 40 slík á leiðinni upp núna les maður í blöðum.

    • Hilmar Þór

      Ék kynnti mér þetta lítillega, Kristján, og skilst á arkitektum og skipulagsfóki hér að þetta sé nokkuð rétt hjá þér.

  • Þetta er allt rétt með globaliseringuna í byggingarlistinni en hugmyndin um að setja íbúðabyggð ofaná verslunarmiðstöðvar er genial. Ímyndið ykkur Kringluna og Smáralind með slíku fyrirkomulagi og tvöfaldri nýtingu bílastæða í því sambandi!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn