Miðvikudagur 14.12.2011 - 08:44 - 7 ummæli

Ocar Niemeyer 104 ára – The last Modernist?

Oscar Niemeyer, sem nefndur hefur verið síðasti modernistinn meðal arkitekta, lauk við eina af sínum byggingum s.l. vor. Þetta var ”Centro Niemeyer” í Avilés á Spáni.

Þetta  er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann verður 104 ára á morgun þann 15. desember.

Niemeyer útskrifaðist úr skóla hinna fögru lista „Ecola de Belas Artes“ í Brasilíu árið 1934, Þá 27 ára fgamall. Fyrsta stærra verkið teiknaði hann 11 árum seinna  þegar hann var 38 ára gamall. Það er í samræmi við það sem margir segja, að á eftir lokapróf í arkitektúr tekur við við ströng þjálfun á teiknistofum í ein 10 ár áður en arkitektinn getur talist fullburða. Og þá fyrst hefst hin raunverulega starfsævi.  Þetta er svipað og hjá læknum.

Niemeyer hefur starfað við list sína stanslaust síðan. Myndirnar að neðan eru af nýjasta verki hans  sem hann lauk við á hundraðasta og fjórða aldursári nú í vor.

Auk myndanna af Centro Niemeyer á Spáni  eru hjálögð fjögur myndbönd.

Fyrst kemur myndband í tveim hlutum sem tekið var í tilefni af 101 árs afmæli arkitektsins

Þriðja myndbandið sýnir Oskar Niemeyer að störfum. Þar eins og í afmælismyndbandinu kemur fram mikill áhugi hans fyrir konum. Kannski er það einmitt áhugi hans fyrir konum sem heldur að honum lífsviljanum og -gleðinni.  Hann gifti sig fyrir 6 árum, þá 98 ára gamall. Sennilega var það ekki fyrsta hjónaband hans.

Síðasta myndbandið heitir „Niemeyer: Politics“ og er innan við eina mínútu á lengd.

Fjallað er nánar um Niemeyer á þessari slóð:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/10/07/oscar-niemeyer-bratt-102-ara/

.

Skissa frá hendi Niemeyers á húshliðinni

Hér er mjög skemmtilegt myndband þar sem maður sér í síðari hlutanum Niemeyer teikna.  Hann tengir konulíkama við landslag og byggingar sínar. Það er ótrúlegt að horfa á manninn teikna þessar myndir. Þarna tæplega 100 ára gamall.

Hér í blálokin er örstutt samtal við gamla kommonistan þar sem hann segir að stjórnmál séu mikilvægari en arkitektúr m.m. Þetta viðtal var tekið í tilefni af því að hann varð 101 árs.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Jóhannes Einarsson

    Þó maður skilji ekki orð af því sem sagt er, þá er síðasta myndbandið upplifun. Að „sjá“ hvernig listamaðurinn tjáir sig um konur er stórkostleg. Bara að sjá hann dást að konunni fyrir utan gluggann segir meira en 1000 orð .

  • Hilmar Þór

    Þetta eru aldeilis fréttir sem þú bendir á Jón Þórisson. Þegar svona stendur á er gott að hafa góða konu til að halla sér að.

  • Jón Halldórsson

    Í grein sem birt er í The Times í tilefni afmælisins er farið lofsamlegum orðum um „the star architect“. Greininni lýkur svona:

    Now, as he approaches his 104th birthday, he remains happy, but also aware of life’s difficulties.

    „The future is problematic and uncertain for us all,“ he said.
    „What may still provide some comfort is to have a woman, a good companion, by one’s side.“

  • Niemeyer er arkitekt af gamla skólanum med stóru Ai.
    Reykir og drekkur og er kominn a 105. aldursàr. Húrra og til hamingju

  • Stefán Benediktsson

    Konur hafa greinilega afar takmarkaða hugmynd um áhrif sín á karla. Karlar lifa frá unga aldri fyrir konur, fyrir eftirtekt þeirra og fyrir drauma um aðdáun. Þessi sterka hvöt er uppspretta flestra athafna karla. Kannski eins gott að þær vita ekki af þessu.

  • “Kannski er það einmitt áhugi hans fyrir konum sem heldur að honum lífsviljanum og –gleðinni” Flott setning og sönn. Þroski, athafnir og sköpunargáfa karla stafa af áhrifum frá konum. Án kvenna væru karlar aðgerðalausir og latir auðnuleysingar… Nei annars karlar eru ágætir og Nimeyer er sjarmerandi kall .

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn