Í greinargerð með frumvarpi til mannvirkjalaga er að finna þessa fróðlegu upptalningu á þeim sem komu að gerð frumvarpsins.
Í nefnd um endurskoðun byggingarlagaþáttarins áttu sæti:
- Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytinu, formaður
- Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu
- Smári Þorvaldsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu
- Ágúst Þór Jónsson, verkfræðingur, tilnefndur af forsætisráðuneyti
- Eyjólfur Bjarnason, tæknifræðingur, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins
- Magnús Sædal, byggingarfulltrúi, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Björn Karlsson, brunamálastjóri, tilnefndur af Brunamálastofnun
Nefndinni var ætlað að hafa náið samráð við eftirtalda aðila við gerð frumvarpsins:
- Ólaf K. Guðmundsson, byggingarfulltrúa, tilnefndan af Félagi byggingarfulltrúa
- Baldur Þór Baldursson, húsasmíðameistara, tilnefndan af Meistarafélagi húsasmiða
- Sigmund Eyþórsson, slökkviliðsstjóra, tilnefndan af Félagi slökkviliðsstjóra á Íslandi
- Stefán Thors, skipulagsstjóra, tilnefndan af Skipulagsstofnun
- Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðing hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, tilnefndan af iðnaðarráðuneyti
- Hauk Ingibergsson, forstjóra, tilnefndan af Fasteignamati ríkisins
- Kristján Sveinsson, verkfræðing, tilnefndan af Félagi ráðgjafarverkfræðinga
- Guðjón Bragason, skrifstofustjóra, tilnefndan af félagsmálaráðuneyti
- Guðmund Magnússon, tilnefndan af Öryrkjabandalagi Íslands
Er ekki eins og það vanti einhverja þarna?
Þarna er enginn fulltrúi arkitekta og aðeins ein kona.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá varða lögin störf arkitekta meira en nokkra aðra stétt. Kannski eru þessi lög ekki ætluð arkitektum!
Maður spyr sig hvort enginn þeirra 16 einstaklinga sem að ofan eru nefndir hafi gert athugasemd við að engan fulltrúa arkitekta sé að finna í þessum stóra hóp? Það ber þó að halda því til haga að Stefán Thors, einn samráðsmanna, er arkitekt, en hann er þessum hóp sem embættismaður
Umhverfisnefnd alþingis á að sinna málum þjóðarinnar á alþingi. Þeir eru fulltrúar almennings og eiga að gæta hagsmuna hans. Gerði enginn þeirra athugasemd við að arkitekta vantaði í þennan fjölmenna hóp? Sennilega ekki.
Stétt mín nýtur ekki mikillar virðingar á hinu háa Alþingi eða í risavöxnu embættismannakerfinu, kerfiskallana.
Ef listinn að ofan er skoðaður þá einkennist hann af kerfisköllum. Ég vek athygli á að af þessum 16 er ein kona. Konum er ekki treyst!
Er það virkilega svo að kerfiskallar eru helstu áhryfavaldar í löggjöf hér á landi?. Og hverjir eru helstu hagsmunir kerfiskalla? Eru þeir ekki einmitt að viðhalda kerfinu!
Þetta geta seint talist vönduð vinnubrögð, enda bera lögin þess merki. Þar er t.a.m. hvergi minnst á menningarlegt gildi mannvirkja og orð eins og byggingarlist, fagurfræði eða menningararfur koma þar hvergi fyrir. En einmitt þessi atriði eru megintilgangur sambærilegra laga á hinum norðurlöndunum.
Maður spyr sig hvort það sé nema von að virðing fólks fyrir Alþingi fari þverrandi.
Um þessar mundir er verið að fjalla um byggingareglugerðina, sem er framhald af lagasetningunni. Fróðlegt væri að vita hvernig þeirri vinnu er háttað.
Sjá einnig:
http://www.visir.is/article/201061288401
og ágætar umræður um ný mannvirkjalög er að finna á þessari slóð:
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/03/16/gollud-mannvirkjalog/