Miðvikudagur 30.03.2016 - 08:17 - 5 ummæli

PARIS kvödd

4 FABRICE MOIREAU

Risinn í franskri hugsun og heimspeki, Voltaire (1694-1778), mat rökvísi og skýra hugsun ofar öllu öðru. Hann bar ægishjálm yfir alla aðra samtíðarmamenn sína á sínu sviði. 

Áður höfðu tilfinningamenn á borð við Blaise Pascal (1623-1662) sagt: “Hjartað á sín rök sem skynsemin veit ekkert um”.

Sagði John Lennon ekki einhverntíma að innsæi (intuition) skipti öllu máli, svo gæti maður rökstutt innsæið síðar. Þetta er svolítið í anda Blaise Pascal. Gott innsæi er hæfileikinn til þess að finna sannleikann án reynsluþekkingar eða rannsókna. Einhversskonar djúpur skiliningur, kannski eins og ástarsamband.

Ég hugsa um þetta núna þegar ég er að yfirgefa París eftir tveggja mánaða dvöl hér í borginni.  Það duga engin rök varðandi tilfinningar til Parísar frekar en tilfinningar til ástarinnar.

Í raun þróa allir sínar persónulegu tilfinningar til staðanna. Hvort heldur það er Flatey á Breiðafirði, Reykjavík eða Parísarborg. Þetta byrjar allt með heimsókn, orðspori, kvikmynd eða bók. Eftir það öðlast tengslin sjálfstætt líf, líf tilfinninga og innsæis, sem ekki er byggt á neinum rökum, eða svokallaðri skynsemi.

Varðandi París þá er ekki hægt að fá þar nóg af byggingalistinni, borgarskipulaginu, myndlistinni, tónlistinni, leiklistinni, matargerðarlistinni, víninu og versluninni svo ekki sé minnst á það að bara ganga göturnar. Svo er það fjölskrúðugt mannlífiðið sem byggist á þéttleikanum, sem svarar til þess að allir íbúar Reykjavíkurborgar byggju vestan Snorrabrautar. Allt er nánast í göngufæri.

Því oftar sem fólk heimsækir París og því lengur sem það dvelur þar því betur nýtur það borgarinnar.

Og alltaf þegar við höldum að við þekkjum París til hlýtar opnast nýjir vinklar og ný sjónarmið sem eru þannig að okkur finnst við ekki þekkja borgina nokkurn skapaðan hlut. Hún kemur stöðugt á óvart.

++++

Vatnslitamyndirnar sem fylgja færslunni eru eftir franska málarann Fabrice Moireau.

Fabrice-Moireau

page8

 

photo 2 (8)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Góður texti og stórkostlegar vatnslitamyndir.
    Takk!

  • Sigríður Karlsdóttir

    Þakka fróðlega og skemmtilega færslur París að undanförnu.
    Sigríður

  • Frábær lýsing.

    Þeir sem hafa búið í París þekkja þessa tilfinningu, það er bara einhver andi. Ég tek alltaf eftir þessu þegar ég kem til borgarinnar, um leið og ég stíg út úr leigubílnum/lestinni þá hellist yfir mig einhver ánægjutilfinning sem er næstum ómögulegt að lýsa nema með orðinu „ást“.

  • Sigrún Guðmundsdóttir

    Tilfinningar og innsæi eiga almennt að fá að ráða meiru. Það er hægt að ljúga svo miklu með rökum og exelskjölum. Gott hjartalag er betra fyrir utan að hjartað og tilfinningar segja alltaf sannleikann. Rökhyggja Voltairs er ofmetin og hjarta hugsunarháttur Lennons og Pascal vanmetið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn