Föstudagur 06.04.2018 - 16:33 - 5 ummæli

Plötubúðir

Í allri alþjóðavæðingunn er nánast búið að taka frá ferðamanninum ánægjuna af að versla.

Verslanirnar og vörurnar sem eru í boði eru nánast þær sömu hvert sem farið er. Þannig var það líka með hljómplötuverslanirnar. Þær voru allar eins og seldu sömu tónlistina.

Þetta hefur breyst.

Plötubúðir, eins og við þekktum þær, hafa nánast horfið og þær sem eftir eru öðruvísi en þær sem fyrir voru. Þær eru orðnar svo fjölbreytilegar og skemmtilegar að þær eru orðnar umfjöllunarefni í ferðahandbókum. Þær draga að ferðamenn sem eru að leita að sérstöðunni.

Ég rakst á bók í Bókhlöðu Stúdenta áðan sem heitir „RECORD STORES“ og er eftir Bernd Jonkman.  Bókin fjallar um plötubúðir í 33 borgum víðsvegar um heim.  Þar er fjallað um nokkrar í Reykjavík.  Búðirnar bera allar með sér sín einkenni sem spretta úr umhverfinu. Þær eru öðruvísi í New York en París en hafa samt einhvern samnefnara, plöturnar og svoldið draslaralegt umhverfi.

Það er gaman að sérstöðunni og það er gaman koma í svona verslanir sem eru orðnar viss þáttur í ferðamannaþjónustunni hvarvetna.

Hótelkeðjur, verslanakeðjur, merkjabúðir og veitingahúsasakeðjur sem þekkja engin landamæri er ekki neitt sem maður fer langan veg til þess að sækja.

+++++

Hér að neðan koma svo nokkrar myndir úr bókinni sem sýna dæmi um íslenskar hljómplötuverslanir.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Skemmtilegur fróðleikur hér að vanda.

    Væntanlega hefur sú merka verslun Kristins Sæmundssonar, Hljómalind, sem hóf starfsemi í gamla Kolaportinu undir Arnarhóli og var síðast rekin uppi á Laugavegi, ekki komist í þessa bók, of langt síðan hún hætti.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Til að svona starfsemi geti þrifist þarf líka fasteignaeigendur sem hugsa ekki engöngu í krónum og aurum.

  • Gunnar Tómasson

    Allir staðir eru sérstakir. Reynum að halda þeim þannig og styrkja sérstöðuna.

  • sigurlaug

    12 Tónar voru tvítugir í dag og héldu glæsilega upp á tímamótin. Þetta er rétt að byrja. 🙂

  • Kærar þakkir.

    Þetta eru glæsilegar búðir og til sóma fyrir Reykjavík.

    Þetta er hin sanna menning.

    Hún lýtur ekki miðstýringu eða forsjá stjórnmálamanna, fær enga styrki og þrífst vegna þess að hún fær að vera í friði fyrir hinu opinbera.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn