Sunnudagur 07.04.2013 - 10:32 - 4 ummæli

Pólarnir í Reykjavík

 

 

Pólarnir0003+

Árið 1916 var íbúafjöldi Reykjavíkur um 15.000 manns. Stöðugir fólksflutningar til Reykjavíkur úr sveitum leiddu til húdnæðisskorts. Húsnæðisekklan var svo mikil í Reykjavík á árum fyrri heimsstyrjaldar svo jaðraði við neyðarástand. Talið var að það vantaði húsnæði fyrir milli 800 og 1.000 manns á þessum tíma í Reykjavík. Til þess að mæta þessu ákvað bæjarstjórn að byggja bráðabirgðahúsnæði sem kallað var Pólarnir. 

Nánast ekkert var um nýbyggingar á þessum tíma, ekki hvað síst vegna stríðsins. Árið 1916 var ákveðið að reisa bráðabirgðahúsnæði fyrir bágstaddar fjölskyldur og var því fundinn staður syðst við Laufásveg sem þá náði mun lengra en nú. Þarna voru reistar tæplega 50 íbúðir af miklum vanefnum. T.a.m. var þar ekki rennandi vatn.

Athyglisvert var að húsin voru byggð utan við bæjinn við Laufásveg sem náði miklu lengra til austurs en nú eða alla leiðina að Öskjuhlíð. Þetta var 10-15 árum áður en svokallað Hrinbrautarskipulag var gert og staðsetning Landspítala og Aðaljárnbrautarstöð  við núverandi Hlemm var mörkuð..

Þótt Pólarnir hafi upphaflega verið hugsaðir sem bráðabirgðahúsnæði, gekk hægt að rífa þá og var búið í flestum húsanna vel fram á sjöunda áratuginn.

Ég man vel eftir Pólunum sem blöstu við þegar farið var út á Reykjavíkurflugvöll. Mér voru sagðar sögur af sérkennilegu fólki sem tengdist húsuunum. Má þar nefna Óla Maggadon, Lalla í Pólunum og svo auðvitað Sigurðar A. Magnússon sem ólst þarna upp og lýsir lífinu þarna í bók sinni „Undir Kalstjörnu“. Á þessum árum vöru líka margir skemmtilegir menn sem settu svip á bæjarlífið og margar sögur voru sagðar af, svo sem Haukur Pressari og Lási Kokkur.

Gaman er frá því að segja að þegar kóngurinn kom til íslands á sjötta áratugnum  voru Pólarnir málaðir, en bara þær hliðar sem kóngurinn gat augum litið.

Hjálagðar ljósmyndir,sem hvergi hafa birst áður eru teknar af Vigfúsi  Sigurgeirssyni, sennilega árið 1946. Sonur ljósmyndarans Gunnar G. Vigfússon, sem einnig er ljósmyndari heimilaði birtingu myndanna hér og er þakkað fyrir það.

Í eftirfarandi færslum er einnig að finna ljósmyndir úr ljósmyndasafni Vigfúsar sem birtar hafa verið á þessum vef með leyfi Gunnars G. Vigfússonar.

http://blog.dv.is/arkitektur/2012/05/09/fleiri-gamlar-myndir-fra-reykjavik/

http://blog.dv.is/arkitektur/wp-admin/post.php?post=6896&action=edit

http://blog.dv.is/arkitektur/2012/05/06/gamlar-myndir-ur-landakotsturni-fra-um-1930/

http://blog.dv.is/arkitektur/2012/01/04/kennarabustadir-vid-egilsgotu/

005_04_04_800[1]

Hér er svokallað Hringbrautarskipulag frá 1927. Skipulagið var gert 11 árum eftir að Pólarnir voru byggðir. Lóðin var um það bil þar skipulagðir járnbrautarteinar og Laufásvegur mætast neðst til hægri á myndinni.

 

Pólarnir0004+

 

Pólarnir0005+

Pólarnir0002+

Pólarnir0001

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Einfaldleikinn er aldrei rangur og í sannleika sínum yfirleitt sjarmerandi!
    Á þessum tíma urðu til ámóta „einföld“ hverfi og leiguíbúðir víða í borgum Evrópu,í dag oft vinsæl af yngra fólki,t.d. í kringum Rozyckiego útimarkaðinn við austurbakkann í Varsjá eða Arcueil í París (þar sem Satie fann upp „Minimalismann“).
    Og í Vesturbænum fór kringum elliheimilið að vaxa hverfi með „evrópskan“ karakter þar sem nú eru einna eftirsóttustu íbúðir bæjarins!

  • Bendi á randbyggðina í gamla skipulaginu austast við Grettisgötu, Njálsgötu, Laugarveg og Hverfisgötu. Þar er nákvæmlega sami strúktúr og er í tillögu skotanna um skipulag í Vatnsmýri. Viljum við svona umhverfi í Vatnsmýri? Þetta er mesta slumm borgarinnar (þið fyrirgefið) Ég segi NEI og vil flugvöllinn áfram á sínum stað frekar en þennan hrylling.

  • Þórður Jónsson

    Það er alveg rétt hjá Sveini sem skrifar hér að ofan. Það er hætta á að þessar skemmtilegu sögur sem margar eru sennilega uppspuni falli í glatkistuna verði þær ekki skráðar. Hvernig var það annars? Hengdi Óli Maggadon Lalla í Pólunum fyrir slysnu þegar þeir ætluðu að strjúka út um glugga einhversstaðar frá? Þessi saga gekk allavega.

    Annars hefðu þetta getað orðið fínar stúdentaíbúðir ef þær hefðu verið gerðar upp og færðar til nítúmans hvað tækni og þægindi heyrir. Svona lítið kreppuþorp við Flugvallarveg hefði verið skemmtileg.

  • Sveinn Jónsson

    Skemmtileg og fróðleg færsla. Ég er með hugmynd fyrir sagnfræðinga eða mastersnema í sagnfræði.

    Það er að skrifa upp sögur, sannar og iktar um þá Lalla í Pólunum, Lása kokk, Hauk pressara, Lebba dóna, Óla Maggadon og allt þetta skemmtilega fólk sem setti svip á bæjinn á fyrrihluta síðustu aldar

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn