Hér er kynnt reiðhjól fyrir hönnunarnörda. Þetta Hollenska hjól var kynnt síðastliðin sunnudag, 1. des. og hefur þá sérstöðu að vera að mestu úr krossviði, plasti og stáli og að það kemur í boxi ósamsett.
Sagt er að það taki 45 mínútur að skrúfa það saman og að það kosti 799 evrur.
PedalFactory sem framleiðir hjólið fullyrðir að ef þú getur smurt þér samloku þá ert þú fær um að setja saman Sandwichbike , en það er nafn framleiðslunnar. Að neðan eru umbúðirnar og hjólið ósamsett.
Kassinn er með handfangi til hægðarauka.
Jólagjöfin í ár í anda nýja aðalskipulagsins í Reykjavík!
Mann klæjar í fingurna!
Ótrúlega gegnufærð hönnun. Allt frá umbúðum að fullbúnu hjóli. Það væri gaman að eiga svona en þaðer allt of dýrt.
Þetta er eins og sagt er „ógeðslega sjúklega flott“
Hvenær fara þeir að framleiða þetta skemmtilega hjól í Bangladsh og selja það í IKEA fyrir 79 evrur eða um 10 þúsund kall? Þess verður ekki lengi að bíða….Sannið til.