Miðvikudagur 04.12.2013 - 15:29 - 4 ummæli

Reiðhjól fyrir hönnunarnörda!

pedalfactory-header Hér er kynnt reiðhjól fyrir hönnunarnörda. Þetta Hollenska hjól var kynnt síðastliðin sunnudag, 1. des. og hefur þá sérstöðu að vera að mestu úr krossviði, plasti og stáli og að það kemur í boxi ósamsett.

Sagt er að það taki 45 mínútur að skrúfa það saman og að það kosti 799 evrur.

Sandwichbike-by-Pedal-Factory_dezeen_12sqa

 

Sandwichbike-by-Pedal-Factory_dezeen_6

 

PedalFactory sem framleiðir hjólið fullyrðir að ef þú getur smurt þér samloku þá ert þú fær um að setja saman Sandwichbike , en það er nafn framleiðslunnar. Að neðan eru umbúðirnar og hjólið ósamsett.

Kassinn er með handfangi til hægðarauka.

 

Sandwichbike-by-Pedal-Factory_dezeen_8

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Dennis Davíð

    Jólagjöfin í ár í anda nýja aðalskipulagsins í Reykjavík!

  • stefán benediktsson

    Mann klæjar í fingurna!

  • Hjörleifur

    Ótrúlega gegnufærð hönnun. Allt frá umbúðum að fullbúnu hjóli. Það væri gaman að eiga svona en þaðer allt of dýrt.

    Þetta er eins og sagt er „ógeðslega sjúklega flott“

  • Gunnar Guðmundsson

    Hvenær fara þeir að framleiða þetta skemmtilega hjól í Bangladsh og selja það í IKEA fyrir 79 evrur eða um 10 þúsund kall? Þess verður ekki lengi að bíða….Sannið til.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn