Lesandi síðunnar vakti athygli mína á að víða um heim er farið að afgreiða litlar sundlaugar sem gerðar eru í 20 og 40 feta skipagámum. Eftir ábendinguna „googlaði“ ég „Ship container swimming pool“ og það opnaðist stór heimur um lausnir sem ættu að geta nýst víða hér á landi. Þetta ætti að henta vel í sumarbústaðabyggðum og jafnvel við einstaka sumarbússtaði í stað heitra potta eða jafnvel við hliðina á þeim.
Þetta virðist eitthvað svo sára einfalt að mig undrar að þetta sé ekki komið á markað hér á landi fyrir löngu þar sem meira framboð er af heitu vatni hér en víðast annarsstaðar.
Hjálagt eru nokkrar myndir sem ég fann á netinu.
+++
Efst og neðst eru myndir af gámalaugum sem felldar hafa verið á smekklegann hátt inn í menningarlandslagið.
Skemmtileg sérsniðin laustn þar sem er nokkur landhalli.
Að ofan er gámalaugunum styllt ofaná stétt eða (gerfi)grasflöt. Mér skilst að sum fyritæki úti í hinum stóra heimi leigi svona laugar út fyrir barnaafmæli og slíkt.
Hér er gámurinn lítið eða ekkert niðurgrafinn en smíðað umhverfis hann líkt og tíðkast með heita potta hér á lndi.
Hér er gámnum komið fyrir í einskonar „infinity“ laug með gleri í endanum. Skemmtilegt hefði verið að láta yfirfallið flæða yfir glerbrúnina.
Hér er sýnt hvernig komið er fyrir hefðbundnum potti og sundlaug í einum og sama gáminum sýnist mér.
Mér skilst að þessar gámalaugar séu framleiddar í „gámatali“ um víða veröld og ekið nánast fullbúnum á áfangastað.
Hér í þessu landi er reglan sú að ef eitthvað er ekki sérstaklega leyft þá er það bannað.
Norræna velferðin og allt það.
Eins gott að fólki fari ekki að detta eitthvað snjallt í hug eins og t.d. að nota gáma sem sundlaugar eða setja rólur í garðinn.
Jú, jú þeir gera það í útlöndum – en ekki hér, alls ekki hér.
Hér er nauðsynlegt að hugsa fyrir fólk og stjórna lífi þess.
Fólki er nefnilega ekki treystandi.
Það er bara eitt að gera og það er að breyta reglugerðinni. Það gengur ekki að reglugerðin standi í vegi fyrir framþróun.
Helvítis fokking fokk þetta reglugerðakjaftæði!
Svona laugar og pottar sem eru felldar beint í palla líta afar snyrtilega út en myndu ekki standast ávkæði byggingarreglugerðar þar sem gert er ráð fyrir 90cm girðingu um sundlaug og 40cm barmi á setlaug.
https://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Byggingarreglugerd.pdf
Gat verið 🙁
Þessi fyrirhyggja er rosaleg.
Mér hefur oft dottið í hug af hverju ekki er búið að girða af alla strandlengju Íslands, allar ár og öll vötn samkvæmt einhverri reglugerð.
Það er eins og reglugerðarsmiðirnir haldi að fólki sé ekki treystandi til þess að gæta sín á ógnum hversdagsleikans.
Málið er að sá eiginleiki er mönnum og málleysingjum eðlislægur.
Lauginn á mynd fjögur myndi væntanlega sleppa, stendur hátt upp og gengið inn um barnhelt hlið hinar þurfa handrið sem eru auðvitað öryggismál.
Þarf ekki að fara mikið fyrir þeim http://st.houzz.com/simgs/49e1a00c0e519ac8_8-9382/contemporary-pool.jpg en þá er þetta auðvitað ekki eins einföld og ódýr lausn og fyrr.
Ég googlaði þetta líka. Hvað ætli svona kosti?
Þetta eru snilldarhugmyndir. En ég spyr: Eru ekki örugglega einhver reglugerðarákvæði sem koma í veg fyrir að þetta sé leyft hér á landi?
Þetta er ógeðslega flott.