Mánudagur 15.12.2014 - 10:21 - 5 ummæli

Siðareglur arkitekta

IMG_5386-cr2

Það vita það ekki allir, en arkitektar hafa með sér öflugar siðareglur.

Í siðareglum Arkitektafélags Íslands birtast þær hugsjónir og meginreglur, sem talið er mikilvægt að arkitekt beri að hafa að leiðarljósi í störfum sínum.

Siðareglur arkitekta ganga fyrst og fremst út á þrjá meginþætti.

Í fyrsta lagi eru það atriði er varða  hag þeirra sem leita eftir þjónustu séttarinnar með beinum hætti. Í öðru lagi fjalla siðareglurnar um almannahag og samfélagslega ábyrg arkitekta og í þriðja lagi um stéttvísi og samskipti arkitekta sín á milli og milli byrgja og verktaka.

Varðandi samfélagslega ábyrgð er lögð áhersla á að arkitekt skuli í starfi sínu stuðla að aukinni virðingu fyrir og viðurkenningu á góðri byggingarlist og taka tillit til umhvefisins í víðum skilningi.

Hann skal meta áhrif verka sinna á mannlegt samfélag, náttúru og umhverfi í víðtækasta skilningi sem hugsast getur. Hann skal ætíð hafa í huga og virða hagsmuni þeirra, sem nota munu og njóta verka hans. Þarna finnst mér stundum arkitektar ekki halda vöku sinni eins og siðareglurnar gera ráð fyrir.

Arkitektinn skal bera virðingu fyrir höfundarrétt annarra og leitast í samningum sínum við að fá viðurkenningu á sæmdarrétti sínum, þar á meðal nafngreiningarrétti. Þarna vantar mikið á árvekni arkitekta. Þeirra er allt of sjaldan getið þegar fjallað er um skipulags og byggingamál í fjölmiðlum og annarsstaðar.

Og mikil áhersla er lögð á  í siðareglum að arkiekt skuli fyrst og fremst gæta hagsmuna verkkaupa  og er trúnaðarmaður hans í verkum sínum. Þess vegna orkar það tvímælis þegar arkitekt þjónar tveim herrum eins og stundum gerist í skipulagi þegar hann vinnur deiliskipulag fyrir sveitarfélag og tekur jafnframt að sér að hanna húsin í þágu fjárfesta eða annarra inn í deiliskipulag sitt sem hann vann fyrir annan aðila. Þarna takast stundum  á almannahagsmunir skipulagsins og einkahagsmunir lóðarhafa.

Í siðareglum segir að arkitekt sé skylt að veita verkkaupa sem gleggstar upplýsingar um framkvæmd og áætlaðan kostnað fyrirhugaðs verkefnis og sjá til þess að gerður sé skilmerkilegur samningur um verkefnið. Samningur sem standist.

Arkitekt er sjálfstæður og óháður ráðgjafi verkkaupa í samskiptum við aðra, svo sem verktaka, vöruseljendur, ráðgjafa og aðra sem verkkaupi kaupir þjónustu af.

Þetta er úrdráttur úr siðareglum arkitekta sem sýna að það ætti að vera viss trygging fyrir viðskiptavini arkitekta að ganga úr skugga um að sá arkitekt sem ráðinn er sé traustur og virtur meðlimur í Arkitektafélagi Íslands. Arkitektar sem eru bundnir þessum siðareglum setja stafina FAÍ aftan við starfheiti sitt. Hinir sem eru utanfélags eru ekki bundnir af þessum siðareglum.

+++++

Það er viðeigandi eð geta þess að í nýrri byggingareglugerð er ekkert talað um siðareglur, samfélagslega ábyrg, Menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagrð eða byggingalist. Einhver orð eða tilmæli sem varða þessa mikilvægu þætt eiga miklu meira erindi inn í reglugerðina en margt annað sem þear er að finna. En Reglugerðin er að mestu skrifuð af  embættismönnum sem er annt um eftirlitssamfélagið og heldur að þjóðfélaginu sé best stjórnað með valdboði að ofan.

Það er auðvitað tóm vitleysa eins og dæmin sanna.

+++++

Sjá einnig:

http://blog.dv.is/arkitektur/2014/06/05/arkitektar-samfelagsleg-abyrgd/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Jón Ólafsson

    „Arkitekt FAÍ“

    Þetta sér maður ekki oft enda eru það oftast fyrirtæki en ekki einstaklingar sem hanna húsin.

    Eru fyritækin með siðareglur eins og arkitektarnir?

    Samræmast gróðasjónarmið fyritækjnna siðareglum einstaklinganna í röðum arkitekta?

    Er hægt að refsa fyrir siðferðisbrot. Er hægt að refsa fyritækjum sem starfa löglega en siðlaust?

    Þetta getur verið flókið!

  • Hilmar G.

    Ég efast um að siðferðisvísanir arkitekta eigi heima í byggingarreglugerð. Þar koma að margar og ólíkar stéttir sem starfa sjálfsagt eftir ólíkum siðareglum. Eða hvað?

    Af reynslu minni virðist vera eins og arkitektar séu meira vakandi en aðrar stéttir þegar kemur að því að bera hag notenda og umhverfis fyrir brjósti. Það leyfi ég mér að fullyrða.

    En nú eru þverfaglegar stofur meira áberandi en áður, vegna þeirrar rekstrarlegu hagkvæmni sem af því hlýst. Þessar stofur hafa innan sinna raða alla sérfræðinga innan fagsins, frá skipulagi og niður. Á þessum stofum finnst mér hallar verulaga á gæði arkitektúrs og þeirra hugsjóna sem meginþorri arkitekta berjast fyrir.

    Í Noregi þekkjast dæmi um að fjársterkar stofur kaupi heilu landsvæðin, skipuleggi þau í samstarfi við sveitarfélögin, hanna svo húsin og jafnvel reisa þau líka. Þarna er á ferðinni gróðrasjónarmið sem eru stundum ekki á pari við siðareglurnar sem þú nefnir.

    Ekki kúl.

  • Ef við værum siðuð þjóð eða hefðum siðareglur sem farið er eftir þyrfti ekki önnur lög.

    Allir lagabálkar eiga að byrga áheimspekilegri hugleiðingu um tilgang viðkomandi laga eða reglugerðar.

    Enginn arkitektúr nefndur í byggingareglugerðinni….!!!

  • Ekkert um siðfræði, menningu eða arkitektúr í byggingareglugerð?

    Furðulegt, en ekki er ég hissa vegna þess að þetta er allt skrifað af hugsjónalausum lögfræðingum og embættismönnum!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn