Þriðjudagur 21.05.2013 - 07:53 - 20 ummæli

Skipulagsfræðingur forsætisráðherra

Flestir sem hugsa eitthvað um skipulagsmál hljóta að fagna því að liklegt er að í vikunni setjist í stól forsætisráðherra landsins  maður sem stundað hefur nám í skipulagshagfræði og skipulagsfræðum.

Ef þetta gengur eftir þá má búast við auknum skilningi í efstu þrepum stjórnsýslunnar á arkitektúr- og skipulagi.

Af þessu tilefni birti ég hér slóð að viðtali sem Egill Helgason átti við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, um skipulagsmál fyrir nokkrum misserum.

Þarna kemur fram einlægur áhugi Sigmundar Davíðs á efninu þar sem hann varpar ljósi á hliðar skipulagsmála sem ekki hafa verið áberandi í skipulagsumræðunni hér á landi. Hann upplýsir í viðtalinu að hann sé kominn nokkuð áleiðis með gerð sjónvarpsþátta um þessi mál. En það hefur eitthvað dregist eftir að hann hellti sér í stjórnmálin.

Yfirleitt var vel tekið í hugmyndir  Sigmundar Davíðs sem vöktu verðskuldaða athygli. Einstaka kollegar mínir tóku þeim sjónarmiðum sem komu fram í viðtalinu afar illa upp, einkum þeir sem mest höfðu sinnt skipulagsmálum að því er virtist.

Þetta á enn fullt erindi til allra sem áhuga hafa á  umhverfi sínu og borgarskipulagi.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Ég er sammála greinarhöfundi. Þótt það sé auðvitað þjóðinni til mikils harms að Sigmundur Davíð sé orðinn forsætisráðherra er það næstum jafn sorglegt að sjá á eftir starfskröftum hans á sviði borgarskipulags.

    Svo verður hann að finna sér eitthvað nýtt að gera fljótlega. Best væri ef hann héldi mannorðinu þangað til að því kæmi, þannig að betra væri fyrr en síðar.

  • Um leið og ég vil þakka Hilmari enn og aftur fyrir frábært blogg – get ég ekki látið hjá líða að gera athugasemd við þann málflutning sem Pétur viðhefur hér gagnvart AÍ og stjórn félagsins.

    Hann segir hér að framan: “ Búrakrata stjórn AÍ virðist vera skipuð algjörum lufsum sem hafa enga ástríðu fyrir einu né neinu, nema að skreyta sig með hégómlegum nafnbótum. Ég skora á stjórn AÍ að reka nú af sér slyðruorðið og koma á fundi með Sigmundi Davíð. Og sanna þar með að batnandi fólki er best að lifa og að það gildi þá einnig um búrakratan í stjórn AÍ.

    Ég vil minna á að innan raða stjórnar og nefnda AÍ starfar fólk í sjálfboðavinnu með það eitt að hugsjón að auka veg faglegrar umræðu um arkitektúr og skipulagsmál, sem og að gæta hagsmuna félagsmanna. Umræddir stjórnar- og nefndarmenn og konur leggja á sig ómælda vinnu í sjálfboðavinnu til að svo megi verða.

    Nú getur fólk greint á um hvernig tekst til hverju sinni og er það í hæsta máta eðlilegt. Ef maður er ekki sáttur við stöðu mála er hið eina rétta hins vegar að taka þátt í vinnunni og koma með uppbyggilegar tillögur fremur en að níða þá sem eru að vinna eftir bestu sannfæringu.

    Hið íslenska orð gagnrýni er frábært orð í þessu samhengi – þar sem það vísar til þess að ryna til gagns – það er að koma með uppbyggilega nálgun á það sem betur má fara. Að þessu sögðu vil ég hvetja þig Pétur til að beina .þínum annars góðu athugasemdum í jákvæðari farveg – og tek undir með þér hvað varðar þau tækifæri í áherslum á skipulagsmál sem vonandi fylgja nýjum forsætisráðherra.

    Með vinsemd og virðingu.

    • Pétur Örn Björnsson

      Ágæta Guðrún Ingvarsdóttir,

      þú ættir að vita það jafnvel og ég að stjórn AÍ hefur verið afskaplega búrakratavæn, vægast sagt, og jafnframt meðvirk í hláturgasi forheimskunarinnar. Lítil sem engin fagleg gagnrýni hefur komið frá þeirri stjórn á ríkisvaldsins stjórnsýslu og stofnanir sem móta og búa til reglur þær sem við hinir almennu arkitektar þurfum að lifa við. Það var það sem ég átti við, en ekki að þeir sem skipuðu þá stjórn væru búrakratar.
      Ekki veit ég fyrir hönd hverra þú talar Guðrún, en ég tala eingöngu út frá minni eigin reynslu og stend við hvert orð sem ég hef skrifað hér að undanförnu og byggir á 27 ára starfsreynslu minni.

      Með vinsemd og virðingu sömuleiðis.

    • Pétur Örn Björnsson

      Þá langar mig einnig til að minna á meðvirkni stjórnar AÍ hvað varðar það að hafa ekki andmælt því að ráðast í allt að 100 milljarða uber-skuldsetningu íslensku þjóðarinnar til dýrðar hátækni sturluninni við Hringbrautina. Með þögn sinni hefur stjórn AÍ verið meðvirk með örfáum stór-teiknistofunum sem makað hafa krókinn.

      Ég hef alltaf talað fyrir því að margt smátt geri eitt stórt og það sé best og affarasælast fyrir okkur öll að deila með okkur verkunum og þá jafnframt til hagsbóta fyrir okkur öll. Vona að þú sért mér sammála um það Guðrún og að vægast sagt hafi misjafnt verið gefið til arkitekta hér á landi undanfarin ár, sem hafa verið sem helferðarár okkar margra og þér að segja hefur mér þótt sárast að sjá hvað hinum betur stæðu innan okkar félags, hvort heldur það er þeirra sem vinna og eiga stór-teiknistofurnar eða þá þeirra sem vinna hjá opinberum stofnunum og virðist vera drullusama um allt nema eigin stundargleði og sælu.

      Enn og aftur með vinsemd og virðingu Guðrún.

  • Þórhallur

    Kannski að flugvöllurinn fari þá loksins?

    • Hilmar Þór

      Þórhallur, í sáttmálanum stendur:

      „Reykjavíkurflugvöllur er grundvallarþáttur í samgöngum landsins. Til þess að hann geti áfram gegnt því mikilvæga þjónustuhlutverki sem hann hefur gert gagnvart landinu öllu þarf að tryggja framtíðarstaðsetningu hans í nálægð við stjórnsýslu og aðra þjónustu“.

      Erg+o: Flugvöllurinn er ekki að fara.

    • Þórhallur

      “tryggja framtíðarstaðsetningu hans í nálægð við stjórnsýslu og aðra þjónustu”

      Keflavík er alveg nógu nálægt

  • Ég sá hann ekki nefna neitt í þessa veru í kosningabaráttunni. Hér hefði verið leikur á borði fyirr arkitektafélagið að spyrja hvernig þessi stjórnmálamaður myndi beita valdi sínu til að hugmyndir hans í skipulagsmálum hlytu brautargengi. Er of seint að biðja um að hann geri grein fyrir sínum hugmyndum um hvernig verði tekið á málaflokknum undir hans stjórn?

    • Hilmar Þór

      Seggðu Arna.

      Hinsvegar verður að hafa í huga að skipulagsmál eru ekki meginvandamál þjóðarinnar og voru því ekki beinlínis átakalína í kosningabaráttunni.

      En það er rétt hjá þér að tilefni er til að AÍ hafi samband við stjórnvöld varðandi skipulagsmál sem fyrst og virkja þann áhuga sem oddviti nýrrar ríkisstjórnar hefur á málinu skipulagsmálum til framdráttar, en þau eru í rusli eins og þú veist.

      Sigmundur Davíð er enn ástríðufullur áhugamaður um skipulagsmál og kommenterar hér á vefnum annað slagið. Síðast fyrir tveim vikum í færslu um Arkitekta v/s Verkfræðinga.

    • Pétur Örn Björnsson

      Hárrétt athugað hjá Örnu.

      Búrakrata stjórn AÍ virðist vera skipuð algjörum lufsum sem hafa enga ástríðu fyrir einu né neinu, nema að skreyta sig með hégómlegum nafnbótum.

      Ég skora á stjórn AÍ að reka nú af sér slyðruorðið og koma á fundi með Sigmundi Davíð. Og sanna þar með að batnandi fólki er best að lifa og að það gildi þá einnig um búrakratan í stjórn AÍ.

  • Gott viðtal við forsætisráðerra og boðar gott

  • Ólafur Jónsson

    Það er mikið fagnaðarefni að fá forsætisráðherra sem hugsar um skipulagsmál og skilur mikilvægi þeirra.

  • Pétur Örn Björnsson

    Tek undir með Hilmari, að einlægur áhugi Sigmundar Davíðs vakti verðskuldaða eftirtekt á sínum tíma. Manni fannst sem þar kæmi fram skilningur sem mætti líkja að nokkru við það sem ma. Jan Gehl hafði rætt mikið um og hefur í reynd með staðaranda og samfélagslega sýn að gera.

    Það er mjög jákvætt, að mínu mati, að væntanlegur forsætisráðherra hafi staðaranda og samfélagslega sýn í stíl hans. Það er vænlegt til framtíðar litið.

  • þorgeir Jónsson

    rlih
    Ég sé að þú hefur „rétt“ viðhorf.

  • Ég er bara leikmaður í þessum efnum en kýs að búa í borg og hef haft þau forréttindi að búa í nokkrum erlendum stórborgum, mínar skoðanir tengjast persónu Sigmundar Davíðs ekki neitt mér væri nokk sama hver hefði sett þetta fram, ég get einungis dæmt út frá þeim dæmum sem eiga við staði sem ég hef búið. Miðað við þau get ég ekki annað en efast um önnur dæmi (því hef ég lýst hér að ofan.)

    „monstrous carbuncle on the face of a much loved and elegant friend“ er einhver skemmtilegasta settning sem höfð hefur verið um arkitektúr. Mér finnst þessi settning eiga vel við um margar endurbætur á gömlum húsum í RVK. Glerbyggingar sem eru hengdar utan á gömul hús til að hýsa stigaganga eru oft ekki mikið fyrir augað, hér má t.d. nefna hornhús Aðalstrætis og Vesturgötu það er hræðileg viðbót (að mér finnst.) Þó eru örugglega einhverjir sem vildu umrætt kýli Venturi í London í dag.

    Mér finnst Íslendingar stundum horfa of stíft í það elsta en ekki hlúa að því sem er gamalt. Það er mikil synd hvernig endurbætur á arkitektúr sjöunda áratugarins hefur farið fram. Þar mætti til dæmis nefna hús eins og þar sem nú eru skrifstofur Landsspítala á Skólavörðuholti, Tónabær, Hótel Esja og mörg fleirri þar sem tímabil hefur verið eyðilagt.
    Þar mættu koma til ný „Torfusamtök“ því hér hefur tapast menningararfur.

    Vissulega þurfa byggingar í grónum svæðum að taka tillit til umhverfisins en það má gera án þess að kópera e.g. Gehry í Prag en að taka dæmi af gömlum húsum á safni er eins og að taka myndir á Árbæjarsafni sem dæmi um hvernig hlúð er að gömlum húsum í Reykjavík.
    Kastalahæðin í Prag geymir þó nokkra byggingarstíla kannski ætti að endurbyggja hann allan í einum stíl. Hæðin er einmitt dæmi um hvernig blanda af stílum og stefnum getur farið saman.

    Við verðum líklega aldrei sammála um þetta enda er það tilgangur borgarinnar að hlúa að stílum, stefnum og skoðunum fjöldans. Þar þarf að sætta mörg sjónarmið.

    Hér þarf umræðu og skoðanir eins manns teljast ekki vera umræða, að ég held.

  • Þvílíkt lýðskrum og engin sem gagnrýndi þessar glærusýningar.
    Á einum tímapunkti sýndi hann mynd tekna af Amagertorv á Strikinu tekna í áttina að Kristjánsborgarhöll falleg klassísk borgarbyggð og þarna mundi nú ekki neinum detta í hug að byggja nútíma arkitektúr.
    Ef staðið er á sama punkti og myndavélinni beint upp Kobmagergade er bygging Illums magasin sem er nútímaleg bygging í þessu klassíska borgarumhverfi.
    Þetta er eitt dæmið um vitleysuna sem vall upp úr manninum án þess að nokkur gagnrýndi nokkuð, margt gott og áhugavert sem hann sagði en þegar þarf að grípa til lyga þá er eitthvað bogið við málfluttninginn.

    • þorgeir Jónsson

      Það er ekki hægt að taka mark á manni sem þorir ekki að koma fram undir nafni. Fullyrðingar þínar eru þvæla, og hafa ekkert að gera með málefnið eða innihald viðtalsins. Mig grunar að hér eru annarlegar hvatir á bakvið innsend ummæli. Og hana nú RLIH!

    • í kring um mínútu 6:34 í fyrra myndbandinu talar hann um Amagertorv, mæli með að fólk skoði byggingu Illums sem er á hinu horninu.

      Dæmið frá Prag er varla svaravert, því þar tekur hann lítil hús sem eru í kastalanum upp á hæðinni og seinast þegar ég var þar þá var ekki neitt um að vera í þessum húsum þau eru safn, ekki hluti af eiginlegri borgarbyggð, þau hýsa þó engan safnakost ef ég man rétt. Hann talaði ekki að ég held um nýbygginu Gehry í miðborg Prag t.a.m.

      Sé ekki að persóna mín komi þessu við nema bara það að mikið af því sem hann segir er BULL og því hef ég nokkrar efasemdir um allan málflutninginn.

      Ef fólk hefur ekki ráð á því að fara til þessara staða mætti benda fólki á að hægt er að sjá dæmi um þetta flest í Google street view.

    • þorgeir Jónsson

      Dæmið um Prag er um hvernig byggt var á miðöldum þar í borg. Inntak erindisins er hvernig viðhorf menn hafa til nýbygginga í grónum hverfum.Þar getum við lært heilmikið af öðrum þjóðum. Ekki höfum við neinar miðaldabyggingar enn uppistandandi til að sáta af eða fara eftir. Gehry byggingin í Prag er einstakt arkitektónískt byggingarverk sem vonandi enginn vogar sér að líkja eftir. Röksemdir þínar; enn og aftur, hafa ekkert að gera með inntak viðtalsins. Þar hallast meira að því að sverta einstakling en að leggja eitthvað málefnalegt í umræðuna.

      Fyrst ekki er hægt að treysta Sigmundi af því hann er að bulla og ljúga að þínu mati, hvar er þá málefnið statt? Viðhorf þjóðfélagsins til menningar sinnar hvað skipulag og byggingar varðar. Ertu kannske að segja að betra sé að halda sér við ríkjandi ástand og valta yfir menningararfinn með einnota byggingum. Margt af þvi sem kemur fram í viðtölunum eru ekki hugmyndir Sigmundar, þær hafa oft verið ofarlega í umræðunni m.a. frá Karli bretaprins og fleirum. Það má deila um margt í byggingarlist og skipulagi en það er gott, svo fremi sem menn halda sér við málefnin en ekki persónur.

    • Hilmar Þór

      Tek undir með Þorgeiri hér.

      Ég sé ekki að þarna sé lýðskrum á ferðinni eða að bornar séu fram lygar.

      Þessar myndskýringar sem silh telur vafasamar eru einmitt, „myndskýringar“ til stuðnings þeim sjónarmiðum sem verið ar að koma á framfæri. Til að sletta smá þá er þetta „illustration“ en ekki „documentation“.
      Ég bið rlih og aðra að gæta hófs í yfirlýsingum öllum og reyna að vera upplýsandi og málefnalega þegar þeir gagnrýna það sem hér kemur fram.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn