Miðvikudagur 22.05.2013 - 12:51 - 4 ummæli

Skipulagsmál í stjórnarsáttmála

0e89377004-380x230_o

Það er fagnaðarefni að í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar sé tekið á skipulagsmálum en þar stendur orðrétt:

“Ríkisstjórnin telur mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi. Sett verða lög um sérstök verndarsvæði í byggð í samræmi við það sem tíðkast víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Markmiðið er að vernda sögulega byggð. Þannig verði framkvæmdir til þess fallnar að styrkja heildarmynd svæðis sem nýtur verndar til samræmis við upprunaleg einkenni þess og auka þannig á menningarlegan styrk þess og aðdráttarafl”.

Þetta er í fyrsta sinn svo ég viti að fjallað sé um skipulagsmál í stjórnarsáttmála ríkistjórnar. Það má því segja að þetta sé óvenjulegt og mun að öllu óbreyttu hafa töluverð áhrif á skipulagsmál í landinu.

Manni sýnist að, hugmyndin um lög um sérstök verndarsvæði í byggð muni styrkja núverandi Mannvirkjastefnu hins opinbera.  En það hefur ekki verið látið reyna á hana þau 6 ár sem liðin eru frá samþykkt hennar þó tilefni hafi verið til, svo um munar.

Sjá einnig:

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/05/21/skipulagsfraedingur-forsaetisradherra/#comments

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Tók eftir að þeir félagar töluðu líka um að endurskoða áætlanir um Hátækni Sjúkrahúsið. Það er í sjálfu sér stórfrétt !

    Vona að þeir taki upp örlítið skynsamlegri nálgun á þetta en hefur verið gert hingað til þeas ef það er ekki orðið of seint nú þegar.

  • Einar Jóhannsson

    Aldrei hefði ég trúað að fyrstir til að setja í stjórnarsáttmála ákvæði um skipulagsmál með áherslu á fegurð hins manngerða umhverfis yrði hægri flokkur með stuðningi miðjunnar.

    Að gera tillögu um þá heftingu frelsinsins sem hlýst af kröfunni um að halda við og styrkja heildarmyndir borgarhluta yrðu verk hægri manna.

    Þessi almannasjónarmið hafa verið á höndum vinstri manna að þeirra mati.

    Þetta er beinlínis viðburður í umhverfismálum þegar komið er að borgarskipulagi.

    Er þetta ekki áfall fyrir þá sem stóðu að deiliskipulagi landspítala, Höfðatorgs, Skúlagötusvæðisins og HR?

    Arkitektar og skipulagsfræðingar hljóta að fagna því að vægi skipulagsins skuli ná alla leið inn í stjórnarsáttmála.

  • Pétur Örn Björnsson

    Þessi yfirlýsing í stjórnarsáttmála markar ótvírætt tímamót og henni ber að fagna. Hún ætti að efla okkur sem höfum viljað ganga hægt um gleðinnar dyr og taka tillit til þess sem fyrir er og að það sé haft að leiðarljósi og að þannig verði það til sátta og samhljóms og raunverulegrar menningar.

    Þetta lofar því góðu fyrir staðarandann, vitræna og heilbrigða nálgun til skynsemi og samhljóms. Að eitt leiði af öðru á eðlilegan hátt til menningar okkar. Það er löngu kominn tími til að íslensk þjóð átti sig á því, að húsagerð okkar og skipulag er menningarlegt fyrirbæri og ábyrgð okkar allra er sú að efla vitund okkar um þá menningu og að skapa hana og raungera í ljósi staðarandans.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn