Föstudagur 19.02.2016 - 08:38 - 7 ummæli

Skipulagssýning – Upplýstur almenningur

IMG_7330

 

Pavillon de L’arsenal í París, er miðstöðstöð upplýsinga, gagna og sýningarstaður fyrir allt er varðar skipulag og byggingalist í París. Stofnunin er e.k. óháð sjálfseignarstofnun sem um 40 samtök og fyritæki standa að.

Það er mikil upplifun að koma og kynna sér þessa “permanent“ sýningu á því sem fjárfestar, arkitektar og stjórnmálamenn eru að hugsa. Sýningin sem rekin er í gömlu vopnabúri sem var byggt 1878-79 og var opnuð 1988 eða fyrir 28 árum.

Sýningin er í miðborg Parísar á Boulevard Morland og ættu allir áhugamenn um skipulag og byggingarlist að leggja leið sína þangað þó ekki væri til annars en að kynnast hvernig parísarbúum er gert kleyft að kynnast því sem er á döfinni í borginni og setja í sögulegt samhengi.

Í húnæðinu sem er tæplega 1000 fermetrar að stærð eru stöðugt haldin “work shops” fyrir skólabörn á öllum aldri og þarna eru haldnir fundir og kynningar varðandi byggingalist og skipulag.

Á hverju ári eru haldnar um 30 sérsýningar í húsnæðinu, gefnar út 10 bækur á vegum sjálfseignarstofnunarinnar, haldnar um 70 ráðstefnur og fundir og 300 sinnum á ári er leiðsögn um sýninguna o.s.frv.

Allt er þetta gert til þess að auka áhuga og þáttöku almennings í skipulagsgerðinni og upplýsa hann um það sem koma skal. Þetta er líka bersýnilega gert til þess að mennta skólabörn, unglinga og allann almenning í þessum fræðum.

Ókeypis er inná sýninguna.

++++++

Af reynslunni að dæma má draga þá ályktun að sveitarfélög á Íslandi, kynni ekki nægjanlega vel þau áform um skipulag og byggingar sem fyrir höndum liggja. Meðferð á athugasemdum í lögbundnu kynningarferli er líka  ábótavant. Í raun svo ábótavant að sú mikla vinna sem borgarar nota til þess að kynna sér áformin og gera athugasemdir og góð ráð er nánast gangslaus. Það ber að líta á þá sem gera athugasemdir sem samstarfsmenn í skipulagsvinnunni en ekki andstæðinga og fagna og þakka þeim fyrir sýndann áhuga.

IMG_7309

Oftast eru sýndar nokkrar tillögur af sama úrlausnarefninu bæði með líkönum, teikningum og talnagrunnum. Takið eftir pappakössunum undir borðunum. Þar er að finna einblöðunga með ýtarefni um einstök verkefni, sem borgararnir geta tekið með sér heim til nánari skoðunnar.

IMG_7326

Á miðju gólfi er um 40 m2 skjár þar sem varpa má upp gögnum. Hér stendur pistlahöfundur og hefur sett vesturbæ Reykjavíkur á skjáinn. Á umræðufundum stendur fólk á svölum umhverfis skjáinn og á gólfinu umhverfis  skjáinn og ræðir málin.

vign-liste_pav-expoph-md-37_aaf88

Hér að ofan er líkan af hluta borgarinnar og að neðan mynd af líkani af borginni allri.

IMG_7667

vign-liste_pict0100_7b5f6

IMG_4766

Að ofan eru tvær myndir úr starfinu. Annarsvegar frá fjölmennum fundi um málefni líðandi stundar og hinsvegar mynd þar sem grunnskólanemar eru að fræðast um skipulag og byggingalist. Um allt húsið var fólk að kynna sér efnið og nokkur fjöldi arkitektanema sat og teiknaði fríhendis líkön á sýningunni um leið og þau ræddu lausnirnar. Það var skemmtilegt að sjá.

++++++

Að neðan koma svo þrjár myndir af einu verkanna, af mörgum tugum, sem er þarna í kynningu þessa dagana. Þetta er hús nálægt Porte Maillot sem þeir kalla svo smekklega á ensku: „Multy level city“. Þessi bygging á að vera vistvæn með miklum gróðri á þökum og svölum og með útveggjum. Þessi nálgun á mikið upp á pallborðið víða um heim um þessar mundir.01 02 04

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Torfi Hjartarson

    Það þarf nú ekki annað en líta við á þessari síðu af og til til að sjá þá gagnrýni sem þú hefur haft uppi á skipulagið við Austurhöfn og þar sem þú ert enn ósáttur við að staðarandi Kvosarinnar hafi ekki verið fluttur þarna út á bílastæði og að horft sé til nágranna eins og Hörpu í skipulaginu þá dró ég þá ályktun að sjónarmið eins og þín hefðu orðið undir í lýðræðislegri afgreiðslu málsins. Ekki veit ég hverjir skipa fagrýnihóp borgarinnar.
    Sjá enn fremur inngangsorð Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar:
    http://www.reinventer.paris/en/home/

  • Torfi Hjartarson

    Verkefnið sem þú tekur sem dæmi í pistlinum þínum ásamt öllum þeim verkefnum í reinventer.paris með einni undantekningu eru innan hringvegarins um París.
    Yfirvöld í París eru e.t.v. búin að átta sig á því að það gengur ekki til framtíðar að miða hönnun og skipulag í dag við póstkort frá 19.öld ef tryggja á samkeppnisstöðu borgarinnar.
    Ég held að PK arkitektar hafi ágætlega skýrt út hvernig þeir sjá nýjar byggingar falla að bæði Hörpu og næstu nágrönnum þótt þú sért á annarri skoðun.
    Ég fæ ekki séð að kynningarferli í borginni t.d. við Austurhöfnina sé eitthvað lakara en í París þótt þín sjónarmið hafi ekki fengið brautargengi í athugasemdaferlinu. Ferlið er lögum skv. og verkefnið hefur farið fyrir rýnihóp arkitekta.

    • Hilmar Þór

      Ég er búinn að koma þarna á þessa sýningu tvisvar á síðustu tveim vikum og sýningin var ekki sú sama í bæði skiptin. ‘Eg athugaði ekki sérstaklega hvar öll þessi verkefni eru staðsett í borginni eða nágrenni hennar. En tilfinning mín var sú að flest voru við hringveginn eða á jaðri gömlu borgarmiðjunnar. Eitt var á vinstribakkanum spölkorn frá ánnni. Mér fannst það ekki nein fyrirmyndarlausn. Enda skildist mér að það væri umdeilt.

      Tvennt vil ég spyrja þig um Torfi. Annarsvegar hvort þú hafir séð athugasemdir mínar og þau svör sem ég fékk varðandi deiliskipulagið í Austurhöfn á sínum tíma og hinsvegar hvort þú vitir hvaða einstaklingar voru í þessum rýnihóp arkitekta sem þú nefnir?

      Og kannski í þriðja lagi: Hvaðan hefur þú þær upplýsingar eða dregur þá ályktun að: „Yfirvöld í París eru e.t.v. búin að átta sig á því að það gengur ekki til framtíðar að miða hönnun og skipulag í dag við póstkort frá 19.öld ef tryggja á samkeppnisstöðu borgarinnar.“

      Mér skilst einmitt að yfirvöld telji að sú ímynd og sá staðarandi sem her hefur verið skapaður sé sterkasta trompið í samkeppni Parísarborgar við keppinautana!

    • Hilmar Þór

      Þarna átti að standa „…. af hverju dregur þú þá ályktun……“

  • Hilmar Þór

    Pistillinn fjallar um kynningu á skipulags og byggingaráætlunum en ekki um samanburð á arkitektúr og sipulagi Reykjavíkur og Parísar.

    Hinsvegar er það þanig að skipulagsyfirvöld í París stíga mjög varlega til jarðar hvað þetta varðar í miðborginni og visa framsæknum nútímaarkitektúr að mestu út fyrir Periferíuna, svo sem La Defence.

    Vissulega er líka leyft eitthvað sprell í jaðrinum eins og dæmið í pistlinum sýnir.

    Ég e rþér algerlega ósammála varðandi fyrirhugaðar byggingar við Austurhöfn.

    Það er alveg hægt að byggja „framsæknar“ byggingar „til framtíðar“ þar sem „tækifæri og hæfileikar“ fólks fær notið sín þó húsin falli að næsta umhverfi.

    Það er málið. Hugsaðu um þetta Torfi Hjartarson.

    Þegar byggt er við miðbæjinn og Kvosina er sjálfsagt markmið að hið nýja falli að þvi gamla.

  • Torfi Hjartarson

    Áhugavert þetta reinventer.paris verkefni sem gengur út á að skapa ný þéttingarsvæði í París með áherslu á arkitektúr 21.aldar og þarfir nútímafólks í leik og starfi. Þarna eru tugir af nútímalegum lausnum inn í París sjálfri og menn virðast ekki haldnir neinni minnimáttarkennd gagnvart Haussmann eða líta á hann sem heilaga kú ef marka má skipulagsstjóra borgarinnar. Borgaryfirvöld í Reykjavík virðast einnig hafa skilning á nauðsyn endurnýjunar og nýsköpunar í miðborginni enda er borgin í samkeppni við aðrar borgir á Norðurlöndum um fólk, tækifæri og hæfileika. Það er mikilvægt að þróun í borginni og þá sérstaklega við Austurhöfnina miðist við þarfir fólks í dag og til framtíðar og framsæknir og ungir arkitektar fái tækifæri til að móta borgina en íhaldssöm viðhorf stöðnunar og afturhvarfs til rómantískrar fortíðar sem aldei var ráði ekki ferðinni.

  • J. Gunnarsson

    Gönguleiðin um jarðhæð ráðhússins gæti verið fín fyrir svona sýningu. En henna meiga stórnmálamenn ekki koma nærri. heldur ekki arkitektar eða verktakar. Íbúasamtök væru ágætir umsjónaraðilar, öll íbúasamtök og þ.h.fólk.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn