Þriðjudagur 02.04.2013 - 10:00 - 4 ummæli

Stefán Thors arkitekt, ráðuneytisstjóri

 bilde

Stefáni Thors arkitekt  hefur verið boðin staða ráðuneytisstjóra umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. 

Þetta er auðvitað mikil viðurkenning á fyrri störfum Stefáns sem forstjóra skipulagstofnunnar undanfarin  27 ár.  (áður skipulagsstjóri ríkisins) Það er einnig fengur fyrir málaflokkinn að  ráðuneytinu hafi  tekist að ráða reyndan arkitekt og stjórnanda til starfsins.

Stefán lauk meistaraprófi frá Konunglegu Dönsku Akademíunni í Kaupmannahöfn árið 1976 úr skipulagsdeild. Stefán starfaði að skipulagsmálum á ýmsum stöðum og á eigin stofu þar til hann var skipaður skipulagsstjóri ríkisins árið 1985. Maki Stefáns er Guðrún Gunnarsdóttir myndlistarmaður og eiga þau tvo syni.

Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir stjórnkerfið að nú setjist arkitekt í stól ráðuneytisstjóra heldur fyrir alla arkitektastéttina, en ráðuneytið fer með verksvið stéttarinnar.

Ég óska Stefáni Thors til hamingju með vegsemdina og vona að með aðkomu hans þar aukist skilningur í stjórnkerfinu á verklagi og starfsháttum arkilekta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Pétur Örn Björnsson

    Ég deili voninni með Hilmari, að innan stjórnkerfisins aukist nú skilningur
    „á verklagi og starfsháttum arkilekta.“

    Um leið og ég óska jafnframt Stefáni til hamingju með vegsemdina, þá vona ég að hann verði talsmaður þess að það var ekki gamla (og blessunarlega enn gildandi) byggingarreglugerðin sem orsakaði hrunið, ekki fremur en okkar gamla stjórnarskrá.

    Og enn fremur að nýju ógnarlöngu og flóknu byggingarreglugerðinni er einungis ætlað að þjóna hagsmunum stórverktaka og spilltra banka, en alls ekki hagsmunum almennra arkitekta og þaðan af síður almennings sem verður þá ætlað að borga allt að 15% meira fyrir staðlaða dýrðina.

  • Smá athugasemd:

    „Stefáni Thors arkitekt hefur verið boðin staða ráðuneytisstjóra umhverfis- og auðlindaráðuneytisins“.

    Mönnum er ekki „boðin“ ráðuneytisstjórastaða, þeir eru „skipaðir“ í stöðuna.

    • Hilmar Þór

      Ég er sammála þér Hallur að arkitektar þurfa að vera duglegri að sækja stöður sem hentar þeirra sérþekkingu og þjálfun.

      Varðandi orðhengilsháttinn og gagnrýni þína þaraðlútandi þá var pistillinn skrifaður eftir að Stefáni var boðin staðan en áður en hann var skipaður og er þar að finna skýringuna á orðalaginu.

      Ferillinn var þessi:

      Staðan var auglýst.
      Besta umsækjandanum boðin staðan
      og loks var hann skipaður.

  • Af hverju er verkfræðingur forstjóri Mannvirkjastofnunnar?

    Sótti enginn arkitekt um?

    Mannvirkjastofnun fjallar fyrst og síðast um „verksvið (arkitekta)stéttarinnar“

    Arkitektar þurfa að sækja fastar í stöður þar sem þeirra sérsvið er á dagskrá.

    Til hamingju Stefán Thors.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn