Laugardagur 30.01.2010 - 20:08 - 7 ummæli

Stólar Philippe Starck.

 

 

Philippe-Starck-Pratfall-Chair-747600

Philippe Starck hefur hæfileika til þess að vekja á sér athygli eins  og sést þegar bók um verk hans er skoðuð. Þar er sett mynd af honum sjálfum berum að ofan á forsíðu og það sem meira er að á annarri bók er mynd af honum þar sem hann er  einnig ber en höfuðið er látið snúa aftur.

Ég á einar 10 stórar bækur um verk Le Corbusier sem gefnar voru út meðan hann lifði og það er ekki eina einustu mynd af honumað finna  í bókunum. Eftir að hann lést hafa verið gefnar út tugir bóka um verk hans. Það er nánast regla að hafa mynd af meistaranum í þeim bókum. En það er nú önnur saga.

Á heimasíðu Starck, www.philippe-starck.com er  andliti hans yfir hálfa forsíðuna auk þess að þar er að finna tugi ef ekki hundruð portretta af hönnuðinum. Ég segi ekki að hann sé eins og Paris Hilton sem er fræg fyrir að vera fræg en það er eitthvað í fari hans sem minnir á frk. Hilton.

Starck hefur gert sæmilega hluti og nokkra góða eins og t.d. stólinn Pratfall frá 1985.  Stóllinn er úr krossvið, stáli og leðri og er mjög vel gerður á allan hátt og víða notaður. Hann er vel hannaður og á sennilega eftir að vera lengi í framleiðslu. Mynd af honum er að sjá í upphafi færlunnar.

Þegar heimasíða Starcks er skoðuð dettur mannni í hug að hún sé heimasíða  vörumerkis frekar en hönnuðar. Hönnuðir hafa höfundareinkenni, en það hafa vörumerki ekki endilega. Svo dæmi sé tekið af vörumerkinu IKEA. Þar er ekki að finna höfundareinkenni þó svo að undir merkinu séu seld ágætis hönnun.

Það er ekki að sjá sterk höfundareinkenni á því sem kynnt er á heimasíðu  Starcks. Til samanburðar þekkja allir sterk höfundareinni Alvars Aalto eða Arne Jacobsen.

starck11[1]

Árið 2008 kom enn ein hönnunin frá Starck sem er afskaplega einkennileg og ber keim af örvæntingafullri tilraun hönnuðar til þess að vekja á sér athygli.  Hann hefur “hannað” stól sem byggir á frægum stólum eftir Arne Jacobsen, Charles Eames og Eero Sarinen. Allt framúrskarandi stólar sem eiga eftir að vera í framleiðslu í marga áratugi.  Meginlínum stólanna er blandað saman þar til kominn er einn stóll.  Starck kallar stólinn “the master chair”. Svo rökstyður hann gjörningin með einhverju óskiljanlegu um “spegilmynd nýs samfélags” (!) sem lesa má hér að neðan.

stoll

332-150x150[1]

 

ma06[1]

“-“the masters chair brings to mind the lines of three great masters and three great masterpieces. Putting them all together they create a new product, a new project, a reflection on a new society.”

Phillip Starck

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Gunnar Á.

    Starck gerir svoldið út á það að vera frægur og stundum er talað um hann sem stjörnu-hönnuð sem mér finnst lýsa honum ágætlega en hann er þá stjarna fyrir að vera stjarna en ekki góður hönnuður.
    Hann gerir stundum grín af þessu sjálfur og bjó til koll/borð sem er garðáflur (sem þykja víst umdeildir) að halda uppi viðarbút (prófið að gúggla starck gnomes tables). Hann segist hafa verið að athuga hvort hann gæti selt hvað sem er. Og viti menn honum tókst það.
    Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
    Hann á þó eina og eina góða hönnun (archimoon t.d.) en svo er hann bara snillingur að troða hönnun sinni í allt og SELJA.

  • Jón Þórðarson

    Þetta er sennilega rétt skilgreining.

    það er munur á vörumerkjum og hönnuðum.

    Svo tekið sé mið af fatahönnuðum. Þá er Steinun Sigurðardóttir klárlega hönnuður en t.d. Gucci vörumerki.

    Steinunn hefur höfundareinkenni en Gucci ekki

    Philippe Starck er klárlega vörumerki enda eingin höfundareinkenni að sjá þar.

    Sammála er ég Árna Ólafssyni.

    Hverslags merkjasnobb er í gangi hjá siðmentuðum þjóðum?

  • Margt til í þessu. Mér hefur einmitt fundist Starck vera frægur fyrir að vera frægur.

    Svolítill 2007 náungi.

  • Árni Ólafsson

    Það má vel tengja þessa færslu Hilmars við „Varist stjörnuarkitekta“ á blogginu hans frá 19. október 2009.
    Snobb.

  • Athyglisvert.

    Þarna er um að ræða markaðssetningu hönnunar. Gömlu mennirnir sem vitnað er til í færslunni voru „ástríðuhönnuðir“ „trendmakers“ meðan Stark er bissnissmaður sem í raun skiftir engu máli þegar til lengdar lætur.

    Þetta er dýpri færsla en auganu mætir.

    Það er umhugsunarefni eða kannski frekar áhyggjuefni að sjá að menn geta orðið heimsfrægir hönnuðir án þess að hafa (nánast) nokkur höfundareinkenni.

    Það læðist að manni sá grunur að hann sé í raun ekki höfundur þeirra hluta sem seldir eru sem hans hönnun og kynntir á heimasíðunni.

    Kannski eru það starfsmenn hans?

    Kannski einhverjir aðsir.

    Þetta er ekki dylgja hjá mér heldur tilgáta.

  • The beauty of it catches one’s breath.

  • Það er ekki nóg að formin séu flott, hlutirnir þurfa að hafa hagnýtisgildi líka. Þar skil ég á milli góðrar hönnunar og frábærrar hönnunar. Stóllinn Pratfall er óþægilegur og sama er að segja um klósettin sem Stark hannaði – en þau eru einstaklega falleg. Ég hef his vegar aldrei sest í óþægilegan stól eftir Alvar Aalto.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn