Þriðjudagur 28.09.2010 - 09:16 - 6 ummæli

Stóll úr sorpi

dzn_three-Emeco-111-Navy-Chairs-to-be-won-top

Maður veltir því stundum fyrir sér hvað verður úr plastumbúðunum undan gosdrykkjunum eftir að þeim er skilað í Sorpu. Það er eflaust margt sem kemur til greina.

Eitt svarið er “Navy Chair 111”

The Navy Chair var í upphafi hannaður árið 1944 og framleiddur í gríðarlegu magni úr áli í verksmiðjunni Emerco í South Carolina, USA.

Fyrir fjórum árum snéru Coca Cola verksmiðjurnar sér til Emerco með þá hugmynd að framleiða sama stól úr endurunnum gosumbúðum.

Hugmyndin var að sýna fram á verðmæti notaðra gosumbúða. Nánast allstaðar í veröldinni er um 80% plastumbúða endurnotað. Bandaríkin eru undantekning þar sem einungis um 20% umbúðanna er talið endurnotað.

Hugmyndin var að hafa áhrif á hegðun fólks og umgengni þess við notaðar umbúðir með því að setja á markað stól sem allir þekktu en var búinn til úr úrgangi. Það má því segja að Navy Chair 111 sé bæði stóll og áróðurstæki fyrir endurvinnslu úrgangsefna.

Hver stóll er búinn til úr  um 111 plastflöskum og styrktur lítillega með trefjum.  Stóllinn kostar 230 dollara og  fæst í mörgum litum og er með smá orðsendingu um umhverfismál undir setunni og að sjálfsögðu merktur Coca Cola.

Spurningin er hvað verður unnið úr stólunum eftir að þeir hafa þjónað hlutverki sínu sem slíkir?

dzn_emeco_3

 

24

dzn_emecocomp06

dzn_emecocomp05

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • stefán benediktsson

    Ættum kannski að skylda álbræðslur „okkar“ til að vinna úr því áli sem til fellur hér á landi?

  • Vitruvius

    Yes

    RRR and RRRRRR

    Refresh, Recycle and Re-Use again and again…..

  • Flottur stóll væri etv. mögulegt að bræða hann í annan stól að lífdögum hans loknum.
    Þess má geta að lobbyista álframleiðanda í USA hafa barist gegn endurvinnslu áls vegna ótta við að ál verð lækki, endurvinnsla áls krefst mun minni orku en frumvinnsla þess.

  • Virkilega flottur stóll sem er laus við alla stæla. Þessi stóll er eins og stólar eiga að líta út.

    Og svo ber hann göfugan boðskap til heimsbyggðarinnar…..frá Kóka Kóla!

  • Sveinbjörn

    Það vantaði eitt orð áðan:

    When you recycle a plastic bottle, you are „doing“ something good.

  • Sveinbjörn

    Ef ég les rétt þá stendur undir stólnum:

    “The 111 Navy Chair.
    When you recycle a plastic bottle, you are something good.
    When you recycle 111 of them, you are doing something great.
    Help your bottle become something extraordinary again”

    Frábært frumkvæði hjá kók!
    Góður áróður.
    Drekkum meira…endurvinnum meira.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn