Miðvikudagur 01.08.2012 - 12:17 - 2 ummæli

Studio Granda á Louisiana

 

 

 

Listasafnið Lousiana í Danmörku er af margvíslegum ástæðum þekkt fyrir sýningar á byggingalist.  Ég nefni sýninguna um Utzon fyrir allnokkrum árum og sýningu sem hét “Arkitektúr framtíðarinnar er grænn”.

Listasöfn eru oft á tíðum afskaplega vel gerð hvað arkitektúr varðar. Þar er unnið með rými og birtu, samspil rýma og flæði milli þeirra. Og þegar tilefni gefst eins og   í Louisiana spilar landslag og útsýni mikilvægt hlutverk.

Það er því vel viðeigandi að sýna byggingarlist á slíkum stöðum

Á Louisiana stendur nú yfir sýning sem kölluð er „New Nordic“ (arkitektúr og sjálfmynd) sem fjallar um þann fjölbreytileika sem ríkir í norrænni byggingalist  á okkar dögum.

Sýningin spyr hvort til sé sérstök norræn einkenni í byggingarlistinni? Getur maður þrátt fyrir globaliseringu byggingarlistarinnar fundið sameiginleg norræn einkenni? Hvernig við byggjum og hvernig við innréttum okkur bæði sem manneskjur og samfélag?.

Það er gaman að segja frá því að íslensku arkitektarnir hjá Studio Granda, þau Margrét Harðardóttir og Steve Christer eru þáttakendur þarna. Þeim er sýndur með þessu mikill og verðskuldaður heiður.

Auk verka norrænu arkitektanna hafa verið reistir fimm skálar sem eiga að sýna einkenni eða sýnishorn af  byggingalist í löndunum fimm: Svíþjóðar, Noregs, Finnlands Danmerkur og Íslands.

Færslunni fylgja nokkrar ljósmyndir af verki Studio Granda þar sem bárujárnið og litir eru dregnir fram sem einkenni ásamt rauðamöl.

Neðst eru svo tvö myndbönd. Annað um sýninguna og hitt er með viðtali við þau Margréti og Steve.

Sjá einnig kynningu á teiknistofunni Studio Granda hér.:

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/02/16/studio-granda-kynning/

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Þorbjörn

    Ætli það sé ekki rétt metið hjá Studio Granda að helstu sérkenni byggingalistar hér á landi sé litskrúðugt bárujárn og kannski steinun steinsteyptra húsa sem var allsráðandi um fyrir, um og eftir heimstyrjöldina síðari.(Þjóðleikhúsið, Háskólinn, Þjóðminjasafnið, Melarnir og Norðurmýrin)

    Ég óska arkitektunum til hamingju með að hafa fundið eitt einkenna íslenskrar byggingalistar. Nú þarf bara að finna fleiri og fylla upp í púsluspilið.

  • Sigurður Kristjánsson

    Þau hjón á Studio Granda virðast reka sína stofu af miklum listrænum metnaði öfugt við arkitektafyritækin sem starfrækt eru í dag þar sem fjárhagslegur persónulegur hagnaður virðist vera aðalmarkmið rekstrarins og ráðgjafarinnar. Eftir því sem mér er sagt eru þau bara tvö á stofunni um þessar mundir og það hefur verið svo síðan í upphaf byggingarkreppunnar.

    Ég óska þeim innilega til hamingju með áranginn og að hafa fengið þá upphefð að sýna verk sín á Louisiana.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn