Miðvikudagur 28.10.2009 - 11:47 - 7 ummæli

Það sem koma skal?

Bo Bojesen sem teiknaði daglega í Politíken á árum áður. Hann var nokkurskonar Halldór Baldursson blaðsins.

Hjálagða mynd teiknaði hann fyrir 50 árum, árið 1959, þegar miklar umræður voru í Danmörku um opið plan í hönnun heimila.

Þetta gekk að mestu út á að opna milli eldhúss og borðstofu og þaðan inn í stofu. Þessi breyting átti sér félagsleg rök þar sem konan var farin að vinna utan heimilis og vildi að heimilisstörfin væru fyrir augum allra og allir tækju þátt. 

Bo Bojesen tók þessa hugmynd lengra í hjálagðri teikningu sinni og bjó til íbúð sem var bara eitt rými.  Fólki fannst þetta spreng hlægileg óraunsæ framtíðarsýn. 

Nú er þessi 50 ára sýn orðin að veruleika og hægt er að sjá umfjöllun um svona íbúðir í arkitektatímaritum.

Ef þið opnið tengilinn:

http://www.oprah.com/media/20091021-tows-stine-home-tour

 

Þá sjáið þið nýlega íbúð í miðborg Kaupmannahafnar. Þar er börnunum komið fyrir í holu á vegg, hjónarúmið er í eldhúsinu og sturta og salerni er nánast í stofunni opið fyrir allra augum.

Þetta er allt vel gert, enda er íbúðin að mér skilst hönnuð af dóttur prófessors Knud Holcher sem er heimsfrægur hönnuður og arkitekt.

 

Manni dettur í hug hin fleygu orð; “It is a nice place to visit, but I would not like to live there”.

 

En eitt er víst að reglugerðapáfarnir um land allt mundu aldrei gefa heimild til að skapa verk eins og þetta.

 

P.S. Þetta er fyrsta sinn sem ég reyni að setja hreyfimynd inn í bloggið. Þið afsakið byrjandabraginn á þessu. Það kemur víst stutt auglýsing á undan efninu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Hilmar þór

    Prufa

  • Hvernig sendir maður mynd eða nettengingu in á svona blogg??????????

  • Þessi innbygging „innfill“hefur verið birt í Arkitekten eða Arktektur annað hvort í byrjun þessa árs eða á seinasta ári. Þetta er hannað af Knud Holchers arkitekter. Stofa sem Knud ákvað að stofna eftir að hann hann samkvæmt starfssamningum KHR a/s arkitektum varð að hætta þegar hann varð 65 ára, þótt hann væri einn af aðaleigendum. Hann var“professor“ minn í 5 1/2 ár á akademiunni í Kaupmannahöfn, þar fyrir utan vann ég hjá honum í tæp 4 ár eftir að ég kláraði námið. Þetta er líklega að mestu hugmyndir sonar hans, enn þeir reka stofuna saman. Hafði samband við Knud þegar hann varð 70 ára, líklega 2001. Hann sagði mér að hvað hann ætti erfitt með að hætta að vinna, svo hann stofnaði sína eiginn stofu. Þeir sem ekki þekkja til hans, þá er hann líklega mest frægur fyrir D-Linie handföng og fylgihluti. Hann var einn af þessum þekktu dönsku arkitektum, sem allir unnu hjá Arne Jackobsen: Knud Holcher, Dissing og Weitling, Knud Munck og fleiri. Gamlir samstarfsmenn mínir hjá KHR arkitektum segja mér að hann sér fjandanum erfiðari þegar kemur að samkeppnum. Við þekkjum hans hönnun vel hér. Öll strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu. Hann var í danmörku álitin fremsti talsmaður „strukturalismans“ með vinningstillögu að Odense universitet.
    Hitt er svo annað. Kengúrur hafa littlu ungana sín i poka framann á maganum ansi lengi. Kanski er þetta yndisleg „kúringarstaða“. Less is more????

  • Gaman að sjá þetta, en ekki eru nú börnin á þessu heimili beinlínis öfundsverð…

  • „Þetta er allt vel gert, enda er íbúðin að mér skilst hönnuð af dóttur prófessors Knud Holcher sem er heimsfrægur hönnuður og arkitekt.“

    Ég vildi óska að erfðir væru svona áreiðanlegar hér á landi.Eða kannske ekki.

  • Margt virkilega smekklegt þarna en kannski full langt gengið með svefnaðstöðu hjóna !

    Langar samt að nefna það sem þú kemur inná með reglugerðapáfana, það mætti færa rök fyrir því að forsjárhyggja í íslenskum reglugerðum sé barns síns tíma.

    Arkitektar eru langskólagengið fólk með sérþekkingu á sínu sviði en því er ekki treyst fyrir einföldum ákvörðunum.

    Mér hefur fundist margt í byggingareglugerð ríkisins mjög svo til takmörkunar og gæti ég nefnt dæmi eins og kröfur um geymslur í þar til gerðum herbergjum sem verða að ná ákveðinni stærð !! Nú hugsa kannski margir að það sé nauðsynlegt og sjálfsagt að gera ráð fyrir geymslu en það má koma fyrir geymslurými á margan annan hátt. Það er eins og reglurnar nái ekki alltaf útfyrir „kassann“

    Ég býst við að aðrar þjóðir myndu brosa útí annað ef þeir heyrðu um svona vitleysu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn