Mánudagur 18.07.2016 - 18:29 - 6 ummæli

„Þannig týnist tíminn“ um Framtíðarskipulag Landspítalans

11232945_734076576725125_3677565254141439588_n

Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir skrifaði grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 26. febrúar árið 2002  um framtíðarskipulag Landspítalans. Tilefnið var andsvar við grein Ingólfs Þórissonar sem birtist í sama blaði fyrr í mánuðinum vegna athugasemda Ólafs við skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar um Framtíðaruppbyggingu Landspítala.

Ingólfur var þá framkvæmdastjóri tækni og eigna spítalans. Í dag 14 árum síðar er Ingólfur enn að störfum vegna uppbyggingar spítalans.

Ég birti þessa grein núna vegna þess að þau sjónarmið og varnaðarorð sem Ólafur Örn nefnir eiga jafnvel við nú og fyrir hàlfum öðrum àratug.

Það sem gerst hefur frá því að fyrsta staðarvalsskýrslan kom fram er helst það að þær stoðir sem skýrslan stóð á og báru hana uppi eru flestar brostnar.

Það sama á við þær skýrslur sem síðar voru gerðar.

Það hefur verið gagnrýnt að athugasemdir um staðsetningu Landspítalans við Hringbrayut séu of seint fram komnar. Það er auðvitað tóm vitleysa. Menn hafa gagnrýnt staðsetninguna frá upphafi og með miklum þunga og faglegum rökum frá árinu 2009.

Vandinn er sà að ráðamenn byrjuðu of seint að hlusta og embættismenn tóku sig til með stjórnmàlamönnum að verja verk sítt. Flestar þær stoðir sem stóðu undir àkvörðuninni um staðsetningu spítalans við Hringbraut eru nú brostnar. Þeir sem að uppbyggingu spítalans við Hringbraut standa berjast nú með þögninni einni við að verja verk sitt og hafna því að nýtt óhàð staðarvalsmat sé gert til þess að setja niður þessa deilu. Það er er auðvitað óàbyrgt  og óskiljanlegt.

Nú og allar götur frá því 2009 eða jafnvel frá 2002 hafa forsvarsmenn framkvæmdarinnar sagt: „Það er orðið of seint að endurmeta staðsetninguna“.

Þannig týnist tíminn.

Það er aldrei of seint að endurskoða ákvarðanir og sérstaklega þegar flest rök segja að verið sé að feta ranga slóð.

Þeir sem með málið fara hafna „gagnrýnni hugsun, kerfisfræði, víðsýni heildrænna lausna“ vitandi að allt hefur breyst frà því að staðsetning spítalans var àkveðin àrið 2002,  flugvöllurinn i Vatnsmýri, öll umferðamàlin, hagfræðiúttektir, menningarstefna hins opinbera í mannvirkjagerð og síðast en ekki síst nýtt og stòrgott aðalskipulag fyrir Reykjavik benda á að hér sé ekki faglega unnið.

En allt þetta  og hvert um sig gefur tilefni til þess að endurmeta staðsetninguna með faglegum hætti.

Að stinga höfðinu í sandinn eins og menn hafa gert er fullkomið àbyrgðaleysi.

Hér kemur 14 ára gömul greinsem ég mæli með eftir Ólaf Örn Arnarssonar í heild sinni sem heitir:

FRAMTÍDARSKIPAG LANDSPÍTALANS

UNDIRRITAÐUR ritaði grein í Mbl. 6. febrúar sl. vegna skýrslu sem ráðherraskipuð nefnd lagði fram um framtíðaruppbyggingu Landspítala  háskólasjúkrahúss. Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri tækni og eigna var ritari nefndarinnar og gerir nokkrar athugasemdir við grein mína í Mbl. 13. febrúar sl.

Ingólfur misskilur hlutverk ráðgjafa Ementor. Þeir eru ekki aðeins rekstrarráðgjafar heldur hafa þeir unnið að úttekt á þörfum og fyrirkomulagi spítala á Norður-löndum og í Þýskalandi.

Það er rétt að arkitektar koma síðan til skjalanna og útfæra hugmyndir ráðgjafanna. Þessir ráð-gjafar gerðu mjög ítarlega úttekt á starfsemi og framtíðarþörfum spítalans. Niðurstaða þeirra var sú að besta lausnin væri bygging nýs spítala frá grunni. Kostnaður við það væri hinsvegar svo mikill (um 40–50 milljarðar króna) að fjármagn fengist örugglega ekki til þess.

Ementor benti því á þá leið að sameina í Fossvogi skurðstofur, gjörgæsludeildir, myndgreiningu og rannsóknastofur sem er dýr starfsemi og flytja þangað einnig þær legudeildir sem háðar eru þessari þjónustu. Önnur starfsemi yrði á Hringbraut og sem mest af núverandi húsnæði notað áfram.

Ráðgjafarnir töldu að þessi aðgerð væri forsenda þess að hagræðing næðist með sameiningu spítalanna. Óbreytt ástand með þessa starfsemi á tveimur stöðum mun ekki ná því markmiði. Þörf fyrir nýbyggingar í Fossvogi væru því á næstu árum um 30 þúsund fermetrar sem hægt væri að byggja í áföngum. Þessi leið væri sú fljótvirkasta og hagkvæmasta sem völ væri á.

Ingólfur upplýsir nú að starfs-nefnd ráðherra hafi ekki einu sinni skoðað þessar hugmyndir og þar af leiðandi ekki gert sér grein fyrir kostum þeirra og göllum. Má samt áætla að þessi leið sé mun ódýrari en sú sem nefndin leggur til og gæti þar munað allt að tveim tugum milljarða króna.

Staðsetning spítalans

Í skýrslu nefndarinnar er mikið rætt um nauðsyn þess að spítalinn sé staðsettur á lóð í nágrenni við háskólann og það talin vera forsenda þess að spítalinn geti gegnt hlutverki sínu sem háskólaspítali. Á fundi í byrjun apríl 2001 þar sem Ementor kynnti niðurstöður sínar fyrir þróunarnefnd spítalans (sem þá var enn starfandi) lýstu fulltrúar háskólans yfir því að þessi staðsetning skipti engu máli fyrir þetta hlutverk.

Undirritaður hefur nýlega látið af störfum eftir að hafa unnið á spítölum hér og erlendis í 40 ár. Alls staðar hafa menn rætt um þríþætt hlutverk spítala:

  1. Þjónusta við sjúklinga
  2. Kennsla heilbrigðisstarfsfólks
  3. Rannsóknir

Yfirgnæfandi í þessu efni er að sjálfsögðu þjónustan við sjúklingana. Umfang þessa þáttar í starfseminni er vafalítið vel yfir 90% af heildarstarfseminni. Það er því mjög nauðsynlegt að taka tillit til hagsmuna þeirra sem eiga erindi við spítalann.

Um 4.000 starfsmenn munu þurfa að mæta til vinnu á hverjum degi alla daga ársins. Hátt í 30 þúsund sjúklingar leggjast inn og ef til vill kemur annar eins fjöldi í heimsóknir. Um 50–60 þúsund koma á slysadeild á hverju ári.

Komur á dag- og göngudeildir skipta hundruðum þúsunda.

Nú vill svo til að spítalinn þjónar íbúum höfuðborgarsvæðisins sem eini spítali þess. Staðsetning hans hlýtur því að skipta miklu máli fyrir allt þetta fólk. Byggðin á höfuðborg-arsvæðinu hefur breyst mikið síðan spítalinn við Hringbraut var byggður í útjaðri hans fyrir 70 árum. Miðja byggðarinnar er samkvæmt upplýsingum skipulagsfræðings í Ráðhúsi Reykjavíkur nokkru austan við spítalann í Fossvogi. Þessi staðreynd er ekki nefnd í skýrslunni.

Mikið af atvinnustarfsemi er á austurhluta svæðisins og aðal umferðaræðar frá Vestur- og Suðurlandi ásamt Reykjanesbraut eru þar einnig. Framtíð nýrrar byggð-ar er ofan við Vesturlandsveg. Kringlumýrarbraut er við túnfót-inn.

Kennslu- og háskólahlutverk spítalans fer fram hvar sem spít-alinn er staðsettur og verður auð-vitað að laga sig að þörfum sjúklinganna. Samband hans við rannsóknar- og þróunarfyrirtæki getur gengið ágætlega þó staðsetningin sé í Fossvogi og mikil samskipti t.d. við Íslenska erfðagreiningu munu fara að mestu fram á rafrænan hátt.

Umferðarmannvirki

Ingólfur telur að kostnaður við umferðarmannvirki sem gera þarf ef spítalinn verður byggður eigi ekki að koma til álita við útreikning á kostnaði. Ég hélt að hugmyndin um færslu Hringbrautar hefði komið að frumkvæði ríkisins þegar svokölluð Week’s áætlun um þróun spítalans var gerð. Ríki og borg munu hafa gert um þetta samkomulag 1971 og ríkið átti að borga kostnaðinn gegn því að spítalinn fengi stærri lóð.

Ef mögulegt væri að fresta þessari framkvæmd enn mætti nota það fé sem ætlað er til þessa verks og flýta gerð mislægra gatnamóta t.d. við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Það er framkvæmd sem mun skila sér fljótt aftur í lægri slysa- og dánartíðni. Tenging lóðar spítalans við Kringlumýrarbraut kostar smáaura í samanburði við færslu Hringbrautar.

Niðurstaða

Þegar verið er að taka ákvarð-anir í svona stóru máli hljóta menn að líta til kostnaðar við fram-kvæmdirnar. Mér finnst fráleitt að nefnd ráðherra hafi ekki talið neina þörf á að skoða hugmyndir ráðgjafa sem hafa mikla reynslu í þessum efnum og þar að auki góða þekkingu á íslenskum aðstæðum. Ráðherra hlýtur að gera ráðstafanir til að skoða þennan möguleika betur. Ég hef miklar efasemdir um að nauðsynlegt fjármagn fáist nokkurn tíma til að fara út í þær miklu framkvæmdir sem nefndin leggur til. Hætt er við að nefndarálitið hljóti sömu örlög og Week’s áætlunin, þ.e.a.s. að rykfalla í einhverri skúffunni í ráðuneytinu.

Höfundur er læknir.

++++

Efst er mynd af höfuðborgarsvæðinu sem gerð var til þess að sýna ágæti Urriðaholts í stóra samhenginu og að neðan er mynd af Ólafi Erni Arnarsyni lækni sem fylgdi grein hans í Morgunblaðinu fyrir rúmum 14 árum.

 

AR-705169995

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Það er hryllilegt að horfa uppá hvernig farið hefur verið með tímann. Það er skömm af þessu vinnulagi.

  • Hálldóra Guðmundsdóttir

    Hér er greinilega barist „með þögnina eina að vopni“ til þess að þessi dómadagsvitleysa haldi áfram.

  • Þetta er bara eitt helvítis fokking fokk allt saman.

  • Sigrún Þórðardóttir

    Ný staðarvalsgreining er nauðsynleg. Hana þarf að gera strax. Tíminn er að renna út.

  • Guðmundur Eiríksson

    „Yfirgnæfandi í þessu efni er að sjálfsögðu þjónustan við sjúklingana“ sagði Ólafur Örn fyrir fjórtán árum og svo eru menn að hanga á þessari staðsetningu vegna tengsla við háskólana sem eru einu rökin sem eftir standa.

    • Hilmar Þór

      Ég hafði ekki tekið eftir þessu. En líklega er það rétt hjá þér að einu rökin sem eftir standa eru tengslin við háskóla og vísindasamfélagið. HR, HÍ og Erfðagreiningu og eitthvað fleira. En Ólafur Örn og margir fleiri halda því fram að þetta atriði skipti engu máli. Spítalinn gæti „þess vegna verið á Melrakkastéttu“ eins og kunnur læknir sagði í vetur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn