Þriðjudagur 26.04.2011 - 22:27 - 15 ummæli

Þjóðvegir í þéttbýli-Reynslusögur

Að ofan er myndband sem ég fékk sent frá einum lesanda síðunnar.

Myndbandið tengist skýrslu Betri borgarbrags um Miklubrautina sem fjallað var um hér á síðunni fyrr í mánuðinum.

Í myndbandinu eru sagðar reynslusögur af afkastamiklum umferðagötum sem felldar hafa verið niður eða hætt var við að byggja í nokkum borgum í Bandaríkjunum.

Þarna er því haldið fram af hinum færustu mönnum að þær borgir sem ekki hafa þjóðvegi innan sinna marka hafi minni umferðavandamál en hinar.  Greint er frá dæmum þar sem fasteignaverð hefur hækkað og smávöruverslun dafnað við að fella þjóðvegi og afkastamiklar umferðagötur út úr skipulagi borganna.

Því er einnig haldið fram að þegar stórar umferðaæðar eru lagðar niður bitnar það ekki á samgöngum borganna. Því er líka haldið fram að þó hætt sé við að byggja afkastamiklar umferðagötur inni í borgum fer allt betur en ráð var fyrir gert. (Dalbraut, Hlíðarfótur og Fossvogsbraut svo íslensk dæmi séu tekin).

Þetta er skemmtilegt og fróðlegt myndband sem tekur tæpar sex mínútur í spilun. Mögum mun koma margt sem fram kemur á óvart og vekja upp spurningar um stöðuna hér á höfuðborgarsvæðinu.

Hér er slóð að færslum um Miklubrautina og skýrslu Betri borgarbrags sem getið er í upphafi

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/04/08/miklabraut-thjodvegur-eda-borgargata/#comments

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/04/14/borgarbragur-a-miklubraut-%E2%80%93-bio/#comments

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Hilmar : Takk fyrir góðar undirtektir.
    Það sem er fljótlegast að gera og nokkuð skilvirkt sem eitt af verkfærunum er að stofna póstlista. Til dæmis hjá Haśkóla Íslands ( Reiknistofnun háskólans aðstoðar) eða hjá Yahoo eða Google. Allt ókeypis.
    En við þurfum þrennt fyrst, auk „heimilis“:
    * Nokkrar setningar sem skilgreina umræðusviðið og tilgangur
    * Nafn á póstlistann (t.d. borgargotur-l@…. )
    * Stofnhópur sem sýnir smá áhuga á hugmyndinni, helst með tenginga við einstaklinga hjá t.d. Skipulagsstofnun, Skipulags- og byggingarsvið borgarinnar, háskóla, arkitekta- og verkfræðistofur. ( Held að lítill tilgangur sé að stofna lista ef það verða bara umræður „úti horni“ 🙂

    Nú er reyndar til listi sem heitir billaus@listar.hi.is, en nafnið og fleiri er kannski pínu takmarkandi ?

  • Hilmar Þór

    „Ég velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að koma upp einhversskonar samstarfsneti þeirra sem hafa áhuga á þessum málum“ segir Morten Lange.

    Er ekki bara best að kasta sér yfir málið og setja þessa góðu hugmynd á flot?

  • Steinarr Kr.

    Ekkert að útsýninu, en við erum sammála um bílastæðin. 🙂

  • Suðurgatan ljót? Hefur þú aldrei keyrt/hjólað Suðrgötu í suður með Keili beint fram undan? Suðurgata er fallegasta gatan í bænum, að vísu óþarflega breið eftir að menn áttuðu sig loksins á að hægt væri að fara aðra leið í Skerjafjörð. Ég viðurkenni líka að raungreinahroðann til hægri (sjálfsagt eftir einhverja minniháttar verkfræðinga) ætti að rífa sem fyrst. En annars – perfect!

  • Þetta eru góðar ábendingar og umræður. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að koma upp einhversskonar samstarfsneti þeirra sem hafa áhuga á þessum málum. Það mætti vera í tengsl við eða undir hatti Samtaka um bíllausan lífsstíl, í samstarfi við fagfélög arkitekta, skipulagsfræðinga og verkfræðinga, eða algjörlega laust og liðugt. Í dag er mjög lítið mál að henda upp tölvupóstlista, án beinna útgjalda.

    Maður sem er mikið að spá í svipaða hluti, Eric Britton heldur úti nokkrum alþjǽoðlegum samvinnunetum og hefur leitað til mín hvort ekki sé einhver áhugi á Íslandi fyrir samvinnu. Aðal-portalinn er líklega
    http://worldstreets.org.
    Hann Eric og hans verkefni er sennilega ekki allra, en það er mjög margt fært fólk og áhugaverða hluti að sjá í netum sem hann hefur sett upp eða er virkur í að halda uppi.

    Annar (hliðar-) vettvangur sem ég sé fyrir mér er að hvetja hvort annað til að bæta inn þessa þekkingu og pælingum á Íslensku Wikipediu. Það er efni sem lífir, á annan hátt en blogg-færslur. ( En að sjálfsögðu krefst ákveðnum aga og þolinmæði að bæta inn efni á Wikipediu. )

  • Steinarr Kr.

    Suðurgatan eins og hún er í dag er klaufaleg. Frá Hringbraut og í suður er hún tvöföld, þó engin þörf sé á því. Það og að húsin austan við götuna séu talsvert lægri í landslaginu gerir þessa götu að hálfgerðum landamærum á milli hverfa. Síðan er girðing á miðeyjunni og göngu- og hjólreiðastígar sitt hvoru megin við götuna hittast ekki á, sem gerir alla umferð yfir þessa götu flókna og erfiða.

    Þar að auki er gatan ljót, því að frá Hótel Sögu og að Hjarðarhaga eru bara bílastæðaflæmi, sem oft standa auð.

  • Magnús Orri

    Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að dreyfa umferðinni á fleiri og minni leiðir td. eins og tenging Suðurgötu við Álftanes og svo inn til Hafnafjarðar í Engidal. Með því móti myndi td. þörf á mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrabrautar minnka til muna og álag á Miklubraut/Kringlumýrabraut til Hafnafjarðar minnka til muna. Tenging meðfram sjónum í átt að HR gæti líka létt mikið undir með Hlíðarfæti og Bústaðavegi í þessu sambandi.

    Það þarf að fara að hugsa þetta upp á nýtt – en það að andskotast út í bíla er galið því þeir eru komnir til að vera en eiga auðvitað ekki að vera eini valkosturinn.

  • stefán benediktsson

    Páll er soldið fastur í „vegum“. Verðum að líta á verkefnið. Flutningar á fólki og vörum. Maðurinn eða pakkinn flytur sig ekki sjálfur nema gangandi. Til þess að hann geti notað aðra tækni þurfum við hin að leggja hana til.
    Afkastamiklir almennings flutningar myndu örugglega fara að einhverju marki aðrar leiðir en núverandi gatnakerfi. Það leiðakerfi yrði trúlega þó nokkuð í anda Bredsdorfs, jafnvel þriggja þrepa hvað hraða og magn áhrærir. Seinustu 350 metrarnir yrðu val þess að ganga,hjóla eða láta skutluna sækja sig.
    Skutla er eldra orð yfir unga konu, sem þú ert hrifin af. Kom inn í unglingaslangur á sjötta áratugnum. hefur yfirfærst á létt og lipur farartæki. Eða var það hinsegin.

  • Hilmar Þór

    Fjallað var um þessa Kársnes-Álftanestengingu sem Páll talar um í þessum pistli:

    http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/11/04/karsnes-vatnsmyrin-midborgin/

    Þessi tenging opnar mikið land og leysir Vatnsmýraradeiluna.

  • Held að við þurfum að taka til skoðunar forsendur veghönnunar innanbæjar. Svo það sé sagt, þá hefur „vegahönnun“ verið mjög framarlega á Íslandi; við eigum sumsé fólk sem kann slíkt. Getum við ekki virkjað það til að skoða aðrar leiðir í umferðalausnum og um leið virkja meira þverfaglega samsetta hópa til að taka þátt í þessari vinnu. Vegahönnun gengur út á meira en radíusa, veghalla, burðargetu osfrv. Kannski þarf að hrófla við flæðinu í heild og taka upp tengingar á milli Álftaness og Reykjavíkur, Kársness og Reykjavíkur. Það mætti skoða með opnum huga eðli slíkra tenginga. Einungis almenningsumferð, hjólandi, gangandi, orkunýtin ökutæki osfrv. Allt í einu sæjum kannski við skýrt að Álftanes á auðvitað að sameinast Reykjavík en ekki Garðabæ!

  • Einar Jóhanns

    Er þetta ekki spurning um hvað kom á undan, eggið eða hænan? Er það ekki viðurkennt að því stærri götur því fleiri bílar? og því minni götur því færri bílar? Ef stóru göturnar á höfuðborgarsvæðinu yrðu minnkaðar mundi ekki byggðin bregðast við því? Mun byggðin ekki þróast í meira sjálbærar einingar? Hvað með að minnka Miklubraut, Sæbraut, Hafnarfjarðarveg, Breiðholtsbraut, Gullinbrú, Reykjanesbraut og fl. Hvernig mundi byggðarmunstrið breytast. Hvaða áhryf hefði það á dreifingu þjónustu? Skemmtilegar pælingar. Hefur gatnaskipulagið kannski verið á villigötum?

  • Guðmundur

    Það er einnig margt fróðlegt á vefsíðu samtakanna sem standa að gerð myndarinnar: http://www.streetfilms.org/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn