Föstudagur 29.10.2010 - 10:41 - 13 ummæli

Þórbergur Þórðarson

Ég leyfi mér að vitna aftur í textabút úr Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson

“Allir Íslendingar kunna að lesa bækur.

En hversu margir kunna að lesa hús?

Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur.

Húsið er hugsun, sem hefur hæð, lengd og breidd.

Bókin er vöntun á hugsun, sem aðeins hefur lengd.

Húsið er sannleikurinn um líf kynslóðanna.

Bókin er lygin um það”.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Góður

  • Bara hrein og tær snilldar hugsun hjá Þórbergi.
    Kannski hann sé þarna að sveima innra með sér
    í leit að „hinu absolúta ljóði“?

  • Sigurður B.

    Og „Steinarnir tala“ í steinsteypunni.

    Þórbergur var snillingur sem talaði við kýrnar sem er vísbending um „the inner space“ þar sem undur veraldarinnar getur hver upplifað innra með sjálfum sér hafi hann til þess gáfur og þroska.

  • Þetta er allt í lagi með Sveinbjörn Magnús Ó. Ég var fyrir mannsaldri í brúarvinnu austur á Sólheimasandi og tók þátt í að byggja nýja brú yfir Fúlalæk. Fyrstu vikurnar hét ég aldrei annað en Sæbjörn, Snæbjörn eða Sveinbjörn. Verkstjórinn, sem var ágætismaður, rambaði ekki á hið rétta fyrr en ég stakk undan honum í fótbolta og velti þar lítil þúfa þungu hlassi. Eftir það hét ég aldrei annað en Sigurbjörn.

    Mér sýnist í tilvitnuðum texta, að Þórbergur sé vetsanvert í Hrúatafirðinum á leið sinni suður í skugga þeirrar, sem honum þótti vænst um og hafði veitt honum andlegan yl á Skólavörðustígnum.

  • Magnús Ó

    Fyrirgefið ég átti við Sigurbjörn Sveinsson:)

  • Magnús Ó

    Sveinbjörn!

    Þú þekkir til Þórbergs.

    Getur þú skýrt þetta betur: „Þarna er Þórbergur að ganga hjá „elskunni sinni“ eins og hann gerði jafnan“.

  • Þetta er ekkert flókið. Þórbergur var kantaður. Hann var uppekinn af línum og mælistikum. Þar sáði hann stöðugt í sérvisku sína. Hugur hans var hnýttur við orðið. Á því vistarbandi var Gordionshnútur, sem enn hefur ekki verið leystur. „Þeim var ég vert er ég unni mest“, sagði Guðrún. Ummæli, sem þjóðin hefur misskilið í átta hundruð ár.

    Þarna er Þórbergur að ganga hjá „elskunni sinni“ eins og hann gerði jafnan.

  • Magnús Ó

    Þórbergur hafði það sem aðra vantar.

    Hann var bæði djúpur, klár, ögrandi og skemmtilegur án þess að taka sjálfan sig hátíðlega.

    Eru slíkir menn meðal okkar í dag?

  • Mikil snilld var þátturinn Kiljan um Þórberg síðast. Algjört snilldarverk.

  • Þorsteinn

    Þessi texti Þórbergs ætti að vera á heimasíðu allra arkitektastofa. Textann á að sandblása á einhverja rúðuna í Ráðhúsinu við hlið kveðskapar Tómasar. Hann er bæði fyndinn, sannur og svolítið hrokafullur í garð bókmenntanna. Tær snilld.

  • stefán benediktsson

    Nathan og Olsen byggðu Reykjavíkurapótek og því er húsið kennt við þá.

  • Myndin af Herði Águstssyni er með gamla pósthúsið (á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis) og pylsuvagninn hans Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar í baksýn. Myndin er tekin í frá Pósthússtræti í áttina að Lækjartorgi. Hörður er því líklega að kásera um Reykjavíkurapótek en ekki N&O, sem var til húsa neðst á Vesturgötu áður en þeir fluttu inn í Sundahöfn.

  • Stefán Snævarr

    Snilld.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn