Maður varð eiginglega orðlaus fyrir nokkrum dögum þegar það kom í ljós að 110 ára gamalt hús í miðborg Reykjavíkur var rifið í fullkomnu leyfisleysi vegna „misskilnings“. Þennan misskilning þarf að skýra og tryggja að svonalagað geti ekki komið fyrir aftur.
Mörgum lék forvitni á að vita hvað athafnamönnunum gengi til og við hverju mætti búast á þessum viðkvæma stað?
Nú liggur það fyrir og teikningarnar komnar á veraldarvefinn.
Ég verð að segja að mér sýnist áformin um uppbyggingu á lóðunum lofi góðu. Þarna við Tryggvagötuna ætla menn að byggja ágæt hús sem falla ágætlega að miðborgararkitektúrnum ef marka má tölvumyndina að ofan.
Ef reiturinn er skoðaður í heild sinni sýnist mér að hönnunin meðfram Norðurstíg og Vesturgötu hefði getað fengið meiri yfirlegu þannig að húsin kölluðust betur á við viðkvæmt umhverfið. Austasta húsið við Tryggvagötu mætti kannski vera einni til tveim hæðum lægra.
En það er ekki meginmálið.
Meginmálið er að þarna við Tryggvagötuna er leitast við að viðhalda sérinkennum götunnar og eldri hluta borgarinnar.
Vegna fordómalausrar framgöngu verktakans á staðnum verður þarna auðvitað bara eftirlíking af Exeterhúsinu sem verður einni hæð hærra en upprunalega húsið.
Húsið á horni Tryggvagötu og Norðustígs er einnig einhver eftirlíking af húsi sem búið er að rífa ef ég skil þetta rétt.
Þrátt fyrir þessa annmarka er niðurstaðan einhverskonar leit að upphafinu og staðaranda og andrými á þessum mikilvæga stað í borginni.
Húsin við Tryggvagötu og austaverðan Norðurstíg eru teiknuð af ágætum fagmönnum hjá Gláma/Kím arkitektum.
++++
Að neðan koma tvær myndir sem birst hafa áður á þessum vef. Önnur er af Exeterhúsinu sem var tiltölulega nýuppgert þegar það var rifið og svo er mynd af rústunum. Neðst koma svo tvær teikningar frá hendi arkitektanna sem sýnir ásýnd húsanna og umfang þeirra.
Ásýnd Tryggvagötu ásamt sneiðingu
Ásýnd Norðurstígs og Vesturgötu.
Sérstök blöndun ólíkra forma. Sem kemur jafn smekklega út og hefði tveggja ára barn fengið að klæða mömmu sína út á lífið á laugardagskvöldi.
Finnst hornhúsið hvíta með turnspírunni koma lang best út þarna. Hefði verið flott hefði það fengið að vera einni hæð hærra og allar þrjár byggingarnar verið sem ein. Götumyndin væri þá orðin glæsileg.
Það hefði líklega verið fallegra að klára Exeterhúsið alveg niður en ekki láta það líta út eins og það sitji á 50 ára gamalli verslunarjarðhæð ofan af Laugavegi.
Sæll.
Já mistökin eru mín og bið ég þig afsökunar á þessu og eins að hreinsa til hérna.
Takk fyrir.
Jæja þú veist ekki neitt.
Næst tek ég mynd af mínum innleggjum.
Eg er búinn að átta mig. Þu ert að tala um innlegg um þetta efni sem þú hefur sett inn á ranga slóð. Ég bið þig að leggja ágæta athugasemd þína á réttan stað á þessa slóð hér þar sem hún á heima og er velkomin. Ég þurrka nánast aldrei út athugasemdir og alls ekki þær sem ég er ekki sammála eða ganga gegn mínum málflutningi.
Þú hefur sett athugasemdina undir pistilinn „110 ára húsrifið……..“
Þetta er aumt að innlegg fái ekki að vera í friði.
Ég skil ekki alveg athugasemdina Magnús!
Breyta efstu hæð húsanna við Norðirstíg og Vesturgötu í hátt ris með nútímalegum kvistunum og flottum íbúðum og málið er dautt!
Svarta perlan, svokallaða, er víti til varnaðar. Nú á að reisa annan svipaðan múr undir hótel sem er of hátt og múrar sjálfa Vesturgötuna inni, þarna við gatnamót Garðastrætis. Eins gott að búið var að flytja Gröndalshús, annars hefði það líklega „óvart“ verið rifið.
Mér líst ágætlega á Tryggvagötuhlutann en er ósátt við Norðurstíg og Vesturgötuna. Ég átti íbúð þarna á Vesturgötu 16 og man ekki betur en götumyndin hafi verið friðuð. Þarna finnst mér að vanda mætti betur til verka.
Af hverju eru arkítektar samtímans hræddir við að skreyta byggingar sínar?
Vesturgötu húsið er því miður sviplaus kassi, eflaust praktískur og vel hannaður, en bara án persónuleika og faglegrar lífsgleði.
Ég er sammála Agli. Málið er bara það að við erum svo slæmu vön (Hörputorg, Lækjargata Aldahotel, Laugarvegur 2-4, Tryggvagötuhúsinu „Svarta Perlan“ og fl) að okkur er farið að finnast þetta flott.
Hjartanlega sammála athugasemd Þórðar Jónssonar ; borgarbúar eru orðnir svo sljóir og sinnulausir að allt sem er skárra en einhver „Hitler-búnker“ úr steinstyepu og gleri finnst okkur vera fullkomlega boðlegt, jafnvel framfarir. Niðurrifsliðið mun sleppa við refsingu – í besta ( versta ) falli fáeinir þúsundkallar til borgarinnar til málamynda. Dagur B. sér ábyggilega til þess að þetta verði ekki sárt.
Húsin efst á Norðurstígnum eru ansi slæm sýnist mér – þar hefur verið kastað til höndum. Passa illa inn í hina gamalgrónu byggð sem þar er. En svo er náttúrlega svarta ferlíkið þarna í Tryggvagötunni sem aldrei hefði átt að rísa.
Þetta er gott að sjá þessi plön og að þarna er betur tekið á málum en við Hafnartorg. En maður er spenntur að heyra hvaða refsingu dónarnir fá vegna niðurrifsins.