Mér hafa borist tvö myndbönd sem voru notuð til kynningar á tilboðum um byggingu ráðstefnu og tónlistarhúsi á Austurbakka í Reykjavík fyrir einum 7 árum.
Það fyrra fjallar um þá byggingu sem nú stendur, Hörpuna, sem teiknuð er af Henning Larsem í samstarfi við íslensku arkitektastofuna Batteríið.
Síðara myndbandið fjallar um tillögu sem teiknuð er af dönsku stofunni SHL og íslensku stofunni THG.
Það er fróðlegt að skoða þessi myndbönd. Sérstaklega myndbandið um Hörpu THL/Batt og skoða muninn á hugsun og veruleika.
Seinna myndbandið er án vafa sömu takmörkunum háð hvað framsetninguna varðar þó það komi auðvitað aldrei í ljós.
En ef maður horfir framhjá því þá virðist mér tillaga THG/SHL standa núverandi húsi framar hvað varðar arkitektúr og einkum skipulag og allt umhverfi. En dæmi nú hver fyrir sig.
Gjörið svo vel
Fyrst tillaga Henning Larsen ásamt Batteríið arkitektar
Hér kemut tillaga SHL og íslensku stofunnar THG
Harpan er demantur úr grænu Coca Colagleri.
1. sæti HL + Batteríið
2. sæti SHL + THG
Það er greinilegt á þessum tveimur myndböndum hvernig þessar tvær tillögur voru hugsaðar á ólíkan hátt hjá ólíkum hópum.
Tillaga HL+Batteríið: aðalatriðið er tónlistarhúsið sjálft
Tillaga SHL+THG: umhverfið er aðalatriðið.
Besta tillagan hefði líklega verið ef þessir hópar unnið allir saman.
En þegar öllu er á botnin hvolft þá hefði það engu breytt nú þar sem forsendur er breyttar auk þess að líklega hefði verið og verður aldrei umhverfi hússins klárað samkvæmt tillögum.
Við íslendingar erum heimsmeistara að leggja öll skynsamleg plön til hliðar þegar kemur að frágangi og framkvæmdum utan húss svo útkoman verður hraðsoðinn og ódýr frágangur. Alltaf skal frágangur lóða mæta afgangi (ef eitthver er).
Þá skora ég á Hilmar að kynna hér tillögu Jean Nouvel sem mig minnir að hafi lennt í 2. sæti. Hef heyrt aðeins af þeirri tillögu þar sem húsið átti að vera grashóll með innblástri af Arnarhóli og íslenskri byggingaarfleið (torfhúsin). Er hægt að nálgast gögn um þá tillögu e-r staðar?
Að lokum, takk Hilmar fyrir þarft og gott blogg sem skapar þarfar og góðar umræður!
Skjólgóð hefðbundin bæjarrými, götur og torg, þurfa að liggja að Hörpu og styðja við hana bæði sem kennileiti og hluta bæjarmyndar. Ekki þó síst til þess að útirýmin verði nothæf fyrir aðra en ökumenn. Nothæf útirými eru límið sem heldur bæjarmyndinni saman. Myndböndin eru ólík – ég er sammála því áliti að umhverfið sé betur hugsað í því sem fram kemur í myndbandi SHL/THG.
Annars eru byggingar og byggingaform yfirfull af klisjum og tískubólum. Og hvort bygging lítur út eins og salatskál eða pappírstætari gildir einu. Því meir sem ég sé af þessu því hrifnari verð ég af klassískri byggingarlist.
Ég er sammála athugesemdunum öllum að ofan og Guðrun lýsir þessu vel. Spurningin er hver er staða deiliskipulagsins þarna nú þegar World Trade er út af borðinu eins og höfuðstöðvar Landsbanka og allar hótelhugmyndir í vindinum? Er ekki tilefni til að skoða það? Kannski er það efni í eina eða tvær færslur í þessu frábæra bloggi.
Ég er sammála fyrri ræðumönnum um að Harpan ber af í þessu samhengi. Sat opnunartónleika Sinfó nýlega og upplifði húsið í „aktion“ og sá hversu margbrotið og spennandi það er. Harpan hefur eingöngu styrkst frá frumhönnun.
Hins vegar sést nokkuð greinilega að SHL/THG hópurinn hefur lagt meira upp úr aðliggjandi borgarrýmum, rýmismyndun og byggingum en Hörpu-hópurinn. Þau torgö og gatnarými sem sjast í tillögu SHL/THG virðast lofa mjög góðu – og þá ekki sýst hvað varðar skjólmyndun sem jú er lykilatriði i nýtingu útirýma á svæðinu. Ég tel að hægt sé að skapa „win-win“stöðu með því að taka umrædda tillðgu að meira marki inn í mótun svæðisins er liggur að Hörpunni. Vonandi tekst yfirvöldum að skapa heildstæða sýn fyrir svæðið – sýn sem samræmist breyttu efnahagskerfi. Það versta sem gæti gert væri að hafinn væri „bútasaumur“ þar sem eitt stykki hótel væri fyrsta saumsporið.
Að lokum: Takk fyrir frábært blogg Hilmar !:)
Sammála tveimur síðustu ræðumönnum. Harpan er mun betri bygging að mínu mati. Mér finnst hún koma betur út í raunveruleikanum heldur en á tölvumyndunum. Það góða við hana er að hún er einstök, ég hef í það minnsta ekki séð neina byggingu sem líkist henni hið minnsta.
Sammála Garðari. Presentasjónin af Hörpunni er líka miklu sterkari með betri áherslum. Hinir hafa verið of uppteknir af því að hanna byggingarnar í kring.
Ég verð að segja það að mér dettur einna helst í hug flugstöð eða ferðamiðstöð þegar ég skoða tillögu THG/SHL og finnst hún mun síðri en núverandi bygging sem er frumleg og líkist helst einhverju stóru hljóðfæri eða bara sjálfri sér.
Ótrúlega skemmtileg samlíking. Var engin umræða um þetta á sínum tíma og hversvegna var hún ekki tekin?
Var umræðuleysið í skjóli einkaframkvæmdar?
Þegar Mærsk Möller gaf dönum Óperuna í Kaupmannahöfn urðu miklar umræður og hart tekist á.
En það er eins og við hér getum einungis tekist á um pólitík og þá er það í stíl sandkassaslagsmála.
Mæli með þessum myndum.