Fimmtudagur 20.04.2017 - 23:06 - 7 ummæli

VERÖLD — „Tungumál ljúka upp heimum“

Það var upplifun að koma í „Veröld“ hús Stofnunnar Vigdísar Finbogadóttur í dag,  en það verður miðstöð erledra tungumála við Háskóla Íslands.

Húsið er demantur í umhverfinu, fallegt á allan hátt og vel tengt við nærliggjandi byggingar. Flæðið innandyra er heillandi það var gaman að sjá fólkið streyma liðlega um allt húsið þar sem skábrautir og tvö ólík stigahús voru áberandi í öllu flæðinu. Húsið er allt hið glæsilegasta og ekki vafamál að það verður lyftistöng fyrir kennslu og rannsóknir á sviði erlenda tungumála. Stigar og gangar eru bjartir, fallegir og spennandi og starfrænir.

Eins og myndirnar bera með sér er húsið bjart og fallegt og ber arkitektum sínum gott vitni.

En sjón er sögu ríkari. Ég mæli með að sem flestir  leggi leið sina vestur á Mela og upplifi þarna byggingalist í hæsta gæðaflokk

++++

Húsið er hannað af arkitektunmum hjá Andrúm arkitektum þeim Kristjáni Garðarssyni, Haraldi Erni Jónssyni, Gunnlaugi Magnússyni, Hirti Hannessyni.

++++

Yfirskriftin á þessum pistli „Tungumál ljúka upp heimum“ er úr grein eftir Pétur Gunnarsson og heiti á bók sem gefin var út í tilefni dagsins.

++++

Myndina efst í færslunni tók Þráinn Hauksson landslagsarkitekt sem sýnir frú Vigdísi ávarpa hátíðargesti í dag. Hinar myndirnar eru teknar víðsvegar af netinu.

 

21.04.2017 kl. 12:55

Einn álitsgjafi hefur óskað eftir að birt verði hér mynd af tölvuteikningunni sem fylgdi í samkeppninni og húsinu eins og það er.

Hér koma þær.

Þarna sést að enn er ekki kominn gróður sem hugsaður var þarna. Ég sé fyrir mér einskonar „vísdómstré“á torginu, annaðhvort linditré eins og hið fræga tré á Garði í Kaupmannahöfn. Þarna gæti líka verið myndarlegur (með tíð og tíma) hlynur seins og sá sem stendur á horni Vonarstrætis og Suðurgötu.

Það færi vel á því.

Vigdís mundi planta trénu sem svo stæði þarna í skjólinu næstu 2-300 árin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Útlitið er álitaefni en að innan er þetta mjög fallegt

  • Örnólfur Hall

    – Þeir eru ekki af verri endanum ´Lukkulákarnir’ sem eru sagðir standa að fjármögnun Vigdísarstofnunar: t.d. A.P. Møller, Spron sjóðurinn (sem var slitið 2010), Landsbankinn, Actavis, Íslandsbankinn og Icelandic? (Kannski á þetta að vera Icelandair – sem á ekki krónu með …) Þarna eru líka Bjarni Ármannsson og Ingunn Wernersdóttir og Veritas Capital, en það eru aðrar sögur. 😉 – NB: Ekkert má lengur gera með Þjóðarsóma eins og í gamla daga – nei, nei síkviku silfurgrálúsugu „money“-fustarnir skjótast upp úr peningafylgsnunum og flykkja sér um og styðja þjóðhollan fv. forsetann og honum virðist vel líka ! 😉 – NB: Ekki er allt sem sýnist á Fróni ! 😉

  • Örnólfur Hall

    – Varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með útlitið á húsi Vigdísar eins og fjöldi kollega og áhugafólks ! 🙁

    Þessir lerkihlerar virka eins og ófrágenginn uppsláttur á skellóttri hrásteypunni ! 🙁

    Dettur nokkrum í hug að þetta sé tungumálahús þegar horft er á grófa, misbrýnda og skellótta steypuna með lerkilistahlerunum sem virka eins og óniðurrifinn uppsláttur ? 🙁

    Hefði ekki mátt reyna við mjúk og fögur form – eins og ´fögur ljóðform í Sonnettustíl´ á fagurri tungu ? 😉

    Ekki þennan hryssingslega grófleika !

    NB: Þessi grámygla, trjáauðn og gróðurleysi höfðar varla til trjáræktaráhuga fv. forseta, að mínu mati og margra vina minna í Landslagsarkitektastétt ? 🙁

  • Halldór.

    Þetta hús á eftir að rata víða í arkitektatímaritum og á tónlistarmyndböndum vegna þess hvað það er „fótogen“. Birtan virðist skemmtileg og stigarnir með mörgum vinklum. Þetta verður líka bakgrunnur í viðtölum svipað og maður sér í Hörpu. Margræðir vinklar, flott birta og litir. En það er rétt að útlitið er ekki eins gott og innlitið. Hinsvegar finnst mér kassalaga útlitið styrkja líflegt og mjúkt innlitið á margan hátt. Þetta er svona „yang & yin“ fílingur, svart og hvítt, mjúkt og hart.
    Ég hefið viljað setja hér inn í athugasemdina myndir af húsinu eins og það er og eins og það var hugsað í samkeppnistillögunni. Kannsi að Hilmar skelli þeim inn í færsluna.

    • Örnólfur Hall

      Allur fjárinn er mögulegur í ´fótógenetískum göldrum´ og ´fótósminki´ sagði ljósmyndarinn vinur minn !! B-)

    • Örnólfur Hall

      Allur fjárinn er mögulegur í ´fótógenetískum göldrum´ og ´fótósminki´ sagði ljósmyndarinn vinur minn !! 😉

  • Guðmundur Gunnarsson

    Mér finnst húsið hálfljótt að utan en það er glæsilegt að innan af myndum að dæma.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn