Fimmtudagur 14.01.2010 - 23:25 - 3 ummæli

Vinnuumhverfi arkitekta

 

Ég hef oft á ferðalögum mínum lagt lykkju á leið mína og skoðað arkitektaskóla. Þeirra á meðal eru tveir skólar í Boston, Harvard og BAC, AA í London, Berkeley í  San Fransisco, skólar í Glasgow, Vín, Kaupmannahöfn.o.fl.  Þegar ég skoða verk nemanna skynja ég samhengi milli aðstæðna þar sem námið fer fram og gæða vinnunnar.

Hvetjandi og óskipulegt umhverfi kallar fram frumlegri og betri arkitektúr hjá nemunum. Þetta er kannski bara vitleysa. En mér finnst það samt.

Spurningin er hvort vinnugæði arkitektanna sé í samhengi við aðstöðuna.

Þetta datt mér í hug þegar ég skoðaði teiknistofu Selgas Cano í Madríd.

Í höfuðborg Spánar hefur teiknistofan reist sér hús fyrir starfsemina. Þetta er “falleg” og nýstárleg bygging sem er að hluta til sökkt niður í jörðina á grænu svæði nálægt borginni.

Ég veit ekki mikið um þetta, en sé að þetta er frumlegt og spennandi án þess að þarna sjáist einhverjir kækir eða tískufyrirbrigði líðandi stundar.

Teiknistofan heldur uppi heimasíðu http://www.selgascano.com sem er frumleg eins og húsnæði teiknistofunnar. Gallinn á heimasíðunni er sá að hún er svo frumleg og að það er vandratað um hana nema kannski fyrir gagntekna tölvunörda innan við fermingu.

Að neðan koma myndir sem segja það sem segja þarf.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Mér þykir þetta hús/vinnuaðstaða meiriháttar skemmtileg pæling. Er sjálfur nemandi í Arkitektúr og þætti gaman að komast í þetta umhverfi.

  • Gunnar Á.

    Það hefur einmitt plagað mig á netrápi mínum um síður hönnuða, arkitekta og „studio“ þeirra hvað þær þurfa að vera svo rosalega „frumlegar“. Svo frumlegar að notagildi víkur fyrir útliti. Ekki góð hönnun ef þú spyrð mig. Hvers virði er hönnun ef þú getur ekki notað hana? Sé lítinn tilgang í opna vefsíðu til þess eins að njóta fegurð hennar. Við höfum aðra hluti til þess.

    Frumleiki er oft ofmetinn

  • Stefán Benediktsson

    Í fljótu bragði séð er þetta dáldið „eightieslegt“ en birtan er flott. Ég bjó einu sinni í svona hálf niðurgröfnu húsnæði og það virkaði notalega og verndandi á mann.
    Miðað við að nú á að verða öld sköpunar erum við dáldið mikið í baksýnisspeglinum enn, að því er virðist. Síðasta öld byrjaði með braki og brestum í okkar fagi en maður „heyrir“ ekkert enn. Kannski er sögu okkar, arkitektanna, lokið (Fukuyama) þótt aðrar greinar þróist áfram? Horfandi á hvað Gutenberg breytti ljóðagerð mikið batt ég miklar vonir við að alger útskipti verkfæra myndi hafa róttæk áhrif á arkitektúr.
    Þakka þér hlýleg og örvandi orð í minn garð vegna prófkjörsins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn