Miðvikudagur 02.07.2014 - 13:22 - 11 ummæli

Vistvænt tjaldstæði í Þakgili

photoraf

 

Það vakti athygli mína þegar ég gisti í Þakgili ofan við Vík í Mýrdal um daginn að stæðið var að mestu sjálfbært hvað varðaði ferskvatn og raforku. Rafmagn fyrir snyrtiaðstöðuna var fengið frá lítilli rafsstöð sem knúin var með rennsli neysluvatns snyrtingarinnar. (sjá mynd að ofan)

Einfaldara gat það ekki verið.

Rafmagn fyrir landvörðinn og annað kom frá lítilli rafsröð sem komið var fyrir í einu gilinu í grenndinni. (sjá mynd að neðan).

Það verður ekki annað sagt en að þetta er til mikillar fyrirmyndar og staðfestir að litlar lausnir leysa oft fleiri mál en þær stóru.  Hér er sennilega vistvænasta tjaldstæði landsins og þó víðar sé leitað.

Svæðið umhverfis Þakgil er sennilega eitt skemmtilegasta göngusvæði landsins með stórbrotinni náttúru og fjallasýn hvert sem litið er.

Sjá:

http://www.thakgil.is/

 

photoraf22

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Hafsteinn

    Ekkert gullæði hér á ferð —- ferðamennska til framtíðar.

  • Guðmundur Gunnarsson

    Vistvæn ferðamennska per exelance.

    Meira svona:)

  • Snædís

    Það eru fínir hlutir að gerast víða á landsbyggðinni og jafnframt er líka verið að vinna skemmdarverk víða. Skemmdarverkin eru unnin af golddiggers eins og með byggingu vinnubúðahótela og hótela eins og það nýja í Vík…..

    Ojbarasta

    • Elín G. Gunnlaugsdóttir

      Sammála – þessi „gámavæðing“ er alls ekki góð og ætti að stöðva áður en það verður of seint. En þvi miður eru sveitarstjórnir úti á landi oft svo fegnir að einhverjir vilji koma og fjárfesta að þær spá lítið í gæði þeirra fjárfestinga.

  • Þorgeir Jónsson

    taumi hljómar betur en laumi..hehe

    • Einar Jóhannsson

      Nei….laumi er betra 🙂

      Frábært tjaldstæði… það besta á landinu.

  • Þorgeir Jónsson

    hundabannið

  • Þorgeir Jónsson

    skiltið um huindabannið er gott…“nema í laumi“:-)

  • Anna Th. Rögnvaldsdóttir

    Gaman að sjá.

  • Margrét

    Til fyrirmyndar

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn