Kínverski listamaðurinn Ali Weiwei minnir mig nokkuð á Ólaf Elíasson. Hann vinnur á svipaðan hátt með innsetningar, skúlptúra og ljósmyndir. Þeir vinna báðir á svipaðan hátt og arkitektar. Þeir fanga rýmið. Helsti munurinn er sá að Weiwei er menningargagnrýnir, pólitískur og félagslega sinnaður sem Ólafur er ekki. Weiwei hefur þurft að sitja mánuðum saman í fangelsi vegna verka sinna og skoðanna. Báðir hafa þeir sterk tök á fagfurfræðinni sem oft skortir í nútímalistum að því er virðist.
Þeir hafa báðir unnið mikið með arkitektum. Til dæmis Ólafur með Henning Larsen í Hörpu og Weiwei við ólympíuleikvanginn í Beijing með arkitektunum Herzog og de Meuron.
Um helgina sótti ég sýningu í Hirshhorn museum í Washington þar sem verk Weiwei eru sýnd. Þetta var mikil upplifun og tvímælalaust hápunktur ferðarinnar til Wasington að þessu sinni.
Ég þakka Karli sem bendir á eftirfarandi myndband í athugasemdum. Myndbandið fjallar um sýninguna.
Ég birti hér að neðan nokkrar myndir sem ég tók á sýningunni.
Sjá einnig:http://blog.dv.is/arkitektur/2009/09/30/%e2%80%9cyour-house%e2%80%9d-eftir-olaf-eliasson/
Hér er innsetning um ólympíuleikvanginn í Beijing. Geometrísku kúlurnar á gólfinu minna á nálgun Ólafs Elíassonar og Einars Þorsteins arkitekts.
Hér hefur Weiwei raðað upp steypustyrktarjárni úr nokkrum barnaskólum sem hrundu í jarðskjalftunum í Sichuan í Kína árið 2008. Þarna fórust 65 þúsund manns og 18 þúsund fundust aldrei. Við hrun skólanna dóu um 7 þúsund börn. Stálteinarnir eru jafnmargir börnunum sem létu þarna lífið og vega um 37 tonn. Weiwei vekur hér athygli á því að samfélagið hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist og hættunni við því að einstaklingarnir vilja gleymast.
Weiwei vekur hér athygli á því að áður var allt land í í Kína í eigu almennings. Nú er eignarhald með öðrum hætti þannig að athafnamenn fá tækifæri til þess að hrekja fólk í burt til þess að þeir fái að athafna sig. Þetta eru „fyrir og eftir“ myndir að hluta.
Hér stendur „Gleymdu öllu“ …..“Forget everything”. Dylan sagði “Don’t follow leaders”
Sagði ekki PH að öll list væri pólitísk og að ópólitísk list væri engin list?
Jú HG hann stundaði nám uppúr 1980 við „Parsons School of Design“ í New York um tíma. Ekki veit ég hvort arkitektúr hafi verið hans aðal fag. En námið þar hefur án efa haft mikið að segja um framhaldið.
Ég hef alltaf staðið á þeirri meiningu að Ai Wei Wei sé menntaður arkitekt. Er það ekki munurinn á þeim tveimur ?
Snilli !
Hér er slóð að umfjöllun og myndbandi um snillinginn Weiwei:
http://www.voanews.com/content/chinese-artist-ai-wei-wei-shares-hopes-concerns-for-china-/1522488.html
‘Eg mæli með þessari sýningu fyrir þá sem leið eiga um DC
Þakka þér ábendinguna Karl. Ég setti annað myndbandið inn í færsluna.