Þriðjudagur 23.03.2010 - 13:13 - 23 ummæli

Welcome to Iceland

 

Hotel_flugstod_150310[1]

Ég fékk þessar myndir sendar frá kollega mínum.  Þarna er um að ræða tæplega 70 herbergja hótel sem reisa á við anddyri landsins,  flugstöð Leifs Eiríkssonar. Framkvæmdir eru þegar hafnar.

Microsoft Word - Tilkynning vegna byggingu h—tels vi Flugst

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Það er svo sem ekki erfitt að skilja hið illa umtal sem við arkitektar megum oft þola.

  • Árni Ólafsson

    Er ekki meira en áratugur síðan menn byrjuðu að rífa svona hús á Mallorca?

  • Mér fannst flott að benda á þetta. Nú hafa margir fjárfestar snúið augum sínum að hótelum þar sem túrisminn þrífst vel í kreppunni. Og það er ótrúlega mikilvægt að sama dæmið endurtaki sig ekki og það fari að spretta upp hótel á öllum lóðum og þá sérstaklega svona útlítandi.

    Má ekki verða geðveiki eins og fyrir kreppu… og ekki desperasjón eftir kreppu!

  • Mér sýnist menn fari ansi mikinn hér.

    Í færslunni um Glenn Murcutt, sem var að birtast hér á þessu stórgóða bloggi, er sagt að það þurfi þrjá til að skapa góðan arkitektúr. Þ.e.a.s. arkitekt, verktaka og viðskiftavin. Sennilega má bæta við bæjarskipulagi og jafnvel verkfræðing. Það koma margir að einni byggingu.

    Þegar vel tekst til þá er það ekki einum að þakka. Og það sama á við þegar illa gengur. Þá er það heldur ekki einum að kenna.

    Það er full ástæða til þess að benda á það sem miður fer en mun skemmtilegra þegar góð verk eru til umfjöllunnar.

  • Páll Kári

    Það kæmi manni ekki á óvart að verktakinn hafi haft mikið um útlit, stærð og lögun þessa húss að segja þó það sé engin vörn fyrir arkitektinn blessaðann.

    En í fullri alvöru þá veit ég ekki hvort þetta sé ljótari bygging en nýja hótelbygging Grand Hótels í Sigtúni þar sem bæði margþætt lita og efnisval ásamt formbreytingum renna saman í allt annað en eina heild.

  • Gunnar Á.

    Úff, ég sem hélt við værum að þokast í rétt átt. Ástandið er greinilega verra en ég hélt.

  • Borghildur Sturludóttir

    Var svo ánægð og lukkuleg með þá umræðu sem átti sér stað vegna skrifa þinna um Vatnsmýrina og öll ummælin sem fylgdu í kjölfarið, málefnaleg og upplýsandi í alla staði.
    Svo í dag vonaði ég að það var 1.apríl…..trúði ekki þessum myndum og get ekki einu sinni rætt þetta málefnalega. Stakk mig samt þegar horft er á loftmyndina hversu mikið bílastæðaflæmi birtist þeim erlendu ferðamönnum sem villast hingað og veit ekki hvort er verra, húsið/hótelið eða allt malbikið?

  • Fáum bara Christo til að pakka henni inn þegar að þar að kemur.

  • Afskaplega ljót hönnun á hóteli. Þetta er bara kassi.. miða við staðsetninguna þá ætti að vera krafa um að þessi bygging líti ekki út eins og hver önnur rússablokk

  • Árni Ólafsson

    Hellismannasamfélag? Er það ekki bara viðeigandi miðað við allt og allt?

  • Úlfar Bragason

    Fagurt dæmi um íslenska byggingalist! Arkitekt er Kristinn Ragnarsson hjá KRark.

  • Það myndi bjarga málunum ef þessi hnallur væri klæddur utan með hvítum marmaraflísum. Þá gæti hann virkað sem risa-lógó fyrir Ísland, svona ískubbur í yfirstærð mitt í (bílastæða)auðninni.

  • ‘osköp venjuleg Auto cad blokk gæti verið í Sóleyjarrima ,Eskivöllum eða Reiðvaði.

  • EiríkurJ

    Sýndist að einhver kollegi minn (verkfr.) ætti heiðursréttinn og vildi því ekki blanda mér í umræðuna fyrr en ég sá tilvísunina í Víkurfréttum, ég ætla samt að velta fyrir mér innganginum – í hvaða átt ætli hann snúi?

  • Hér er því miður ekki um grín að ræða.

    http://www.vf.is/Frettir/43691/default.aspx

  • Jón Guðmundsson

    Ljótt eða fallegt eru afstæð hugtök. Þetta mannvirki virðist standa utan við þann ramma. Þetta virðist vera sorgleg umhverfismengun utan við mælikvarða ljótleikans. Það væri hægt að redda þessu með því að gera þetta virkilega ljótt. Ef hlutirnir verða nógu ljótir þá enda þeir jafnvel á því að þykja fallegir. Vonandi er einhver að stríða okkur með þessu.

  • Kristín Björg

    Oj – ljótt er það!

  • Barbarismi.

  • Þetta minnir óneitanlega á Þriðja ríkið.

  • Mikið er þetta ljót bygging.

  • Einar Einarsson

    Það fer nú að liða að því að svona útlítandi byggingar á Íslandi flokkist undir regionalisma.

    Mikið gríðarlega er þetta ljót bygging, jafnvel tölvuteiknuð! Það mætti halda að einhver verktakinn sé að endurnýta teikningu úr miðbæ Reykjavíkur (þ.e.a.s. teikningu sem hann hefur ekki fengið að nota þar)

  • Einar Hlér

    http://www.big.dk/projects/vmcp/vmcp.html
    http://4.bp.blogspot.com/_k0YZahbavvw/SwBK1QqEX8I/AAAAAAAAAjc/WiUr6ehJBeE/s400/VMCP-huset.jpg

    Margir þekkja sambærilegt dæmi frá Svíðþjóð frá BIG arkitektum, þ.e. sambærilegt að því leiti að þar er um að ræða hótelbyggingu sem staðsett er næst landgangi þeirra..

  • Ekki mikill regionalismi í þessu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn