Þriðjudagur 31.08.2010 - 21:22 - Lokað fyrir ummæli

Á Karl biskup að stíga til hliðar?

Mér finnst alveg koma til greina að Karl Sigurbjörnsson ,biskupinn, stigi til hliðar á meðan sannleiksnefndin sem kirkjan ætlar að setja upp er mótuð og  starfar,  en mér finnst það svo sem ekkert sjálfgefið.   Fræðin kenna okkur að til þess hugsaðir staðgenglar gera lítið annað en það sem aðal hefði gert.  Sannleiksnefndin mun, að mínum skilningi, fyrst og síðast rannsaka hvernig  og hvort reynt var að þagga málið um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar niður, fyrst áður en Ólafur varð biskup, síðan árið 1996 þegar ásakanir Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur komu opinberlega fram.  Þá mun nefndin  væntanlega rekja þá sögu hvers vegna ekkert var gert til þess að rétta mannorð kvennanna í framhaldi af biskupsskiptum og svo enn aftur hvernig stóð á biðinni og leyndinni eftir að Guðrún Ebba biskupsdóttir sendi bréf sitt.  Auðvitað væri kirkjan trúverðugri ef Karl stigi til hliðar og einhver utanaðkomandi valdakerfinu yrði  sett eða settur ,,biskopus temporaris“.  Á móti kæmi að það myndi auka á ringulreiðina og Karli biskupi er margt vel gefið og gæti enn haldið vel á málum.

Hitt er annað að enginn biskup ætti að sitja lengur en í 8-10 ár.

Eftir þann tíma þarf að laga til í hvaða stjórnkerfi sem er.  Þá ætti að taka til endurskoðunar hvernig biskup er kosinn.  Nú er hann kosinn af prestum og örfáum leikmönnum.  Best væri að kjósa hann í almennum kosningum alls þjóðkirkjufólks.  Til þess að vit yrði málum mætti þrengri hópur kjósa 4 manneskjur sem kosið yrði  á milli tvær konur og tvo karla, tvo guðfræðinga og tvo ekki guðfræðinga.  Biskup þyrfti ekki að vera prestvígður maður.  Ágætt væri að hann væri guðfræðingur en hann mætti alveg vera sjálfmenntaður slíkur.

Flokkar: Óflokkað

»

Ummæli (10)

  • Ég geri greinarmun á þeim sem stóðu með Ólafi af því þeir trúðu honum og hinum sem stóðu með honum þótt þeir tryðu honum ekki.

  • Sigurður

    Þagga málið niður, já. Hvað sagði séra Baldur Kristjánsson opinberlega, meðan Ólafur Skúlason var biskup eða bara meðan hann var enn á lífi og gat svarað? Ég veit það svo sem ekki nákvæmlega, svo að ég spyr, en ég man bezt eftir séra Baldri sem helzta talsmanni herra Ólafs bæði í blíðu og stríðu. Var hann ekki biskupsritari, þegar þessar ásakanir voru í hámæli?

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Karl Sigurbjörnsson minnir helst á keisarann sem ekki var í neinum fötum.

  • Sigurjón

    Má ekki bera saman viðbrögðin við málum biskups og ásökunum á hendur Edvald Mikson skömmu áður?

    Meint brot að vísu mjög ólík en viðbrögðin lík: þöggun og samsæriskennignar um að verið væri að vega að góðum drengjum. Báðir áttu marga vini og voru vinsælir. Því var úrræðið að neita að trúa enda óþarfi að vera að velta sér uppúr sögusögnum og gömlum orðrómi.

Höfundur