Miðvikudagur 01.09.2010 - 17:33 - Lokað fyrir ummæli

Mál hælisleitenda…fái hærri stjórnskipulegan sess!

Vísað í blogg Egils um innflytjendur og Ögmund Jónasson:  Ég tek undir ánægju með að fá Ögmund Jónasson í nýtt  innanríkisráðuneyti.  Útlendingalög eru of stíf, taka mið af þeim dönsku og þeim er á tíðum of bókstaflega fylgt.  Nefnd Evrópuráðsins, ECRI hefur gagnrýnt ýmislegt í þeim svo sem  24 ára regluna og  réttleysi kvenna af erlendum uppruna sem skilja við eiginmenn sína íslenska.  Fulltrúar ECRI voru fullvissaðir um það þegar þeir voru síðast hér á ferðinni að slík mál væru meðhöndluð af stöku umburðarlyndi.  Er það tilfellið?  Margt fleira mætti nefna. 

Ég hef stundum sagt að Ögmundur hefði stórt hjarta- við þurfum einmitt manneskju með stórt hjarta í þetta ráðuneyti.  Það þarf líka sterka manneskju því að embættimannakerfið er sterkt og stíft á þessum slóðum. Kannski er það skýringin á meintri íhaldssemi eða eigum við að segja varkárni Rögnu Árnadóttur sem hvað sem öðru líður hlustaði á fólk.

Mál hælisleytenda og flóttamanna og þeirra sem sækja um landvistarleyfi þyrftu að fá hærri stjórnskipulegan status. Slík má mega undir engum kringumstæðum velkjast um eða úrlausn þeirra dragast úr hömlu eins og því miður hefur verið tilfellið hér á landi.  Það bitnar herfilega á þeim sem síst skyld,i fólki sem hefur farið illa út úr tilverunni og einnig börnum þeirra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Íslendingar eru komnir mjög stutt frá þeim tíma þegar afar okkar og ömmur sögðu gyðingunum að koma sér heim í ofninn sinn.

Höfundur