Ekki lengur pláss fyrir Guð sem skapara heimsins segir Stephen Hawking í nýrri, óútkominni, bók sinni. Vísindin hafa nú gert Guð óþarfan þegar kemur að sköpun heimsins segir hann á sama hátt og þróunarkenning Darwins sýndi fram á að hann var óþarfur í sköpun lífsins og þar með mannsins.
Spurning Hawkings er annars þessi: ,,Þurfti alheimurinn skapara“. Svar hans er einfalt ,,Nei“. Það þurfti hvorki Guðlega hönnum eða guðlega hönd. Tilkoma alheimsins laut einfaldlega eðlisfræðilegum lögmálum. Vegna aðdráttarlögmálsins hlaut alheimurinn að skapa sjálfan sig og kunn eðlisfræði lögmál eru ástæða þess að alheimurinn er til segir hann.
Hawkings taldi pláss fyrir Guð í bók sinni 1988 en hefur nú horfið frá því. Hann hafnar nú alveg því að á bak við alheiminn sé ,,heili“ Guðs, eingöngu sé um að ræða eðlisfræðileg lögmál.
Ég tek ofan fyrir Hawkings. En Guðsskilningur hans er annar en minn og okkar flestra hygg ég. Og hann er að skrifa til fólks með mjög bókstaflega guðshugmynd. Við flest hér höfum fyrir margt löngu, held ég, gert okkur grein fyrir því að Guð er kærleikur og stóð alls ekki í neinum flóknum útreikningum fyrir þúsundum milljónum ára hvað þá að hann hafi setið við að teikna risaeðlur, mýs og menn. Okkar Guð er hins vegar á bak við allt, kærleiksrík móðir, kærleiksríkur faðir, skapari alls hins góða, verndari fegurðarinnar, svar við trúarþörf mannsins, frelsari mannanna.
Ég ætla því all ekki að skipta um námsgráðutitilinn ,,guðfræðingur“ og tel að enn sé og muni ætíð verða pláss fyrir umburðarlynda og mannelskandi guðfræði . Við höfum hins vegar enga þörf fyrir öfgar og vitleysu sem eru vitaskuld fylgifiskar mannlífsins og vitaskuld þess heldur ef þetta er tóm eðlisfræði.
(Byggt á forsíðufétt the Times í morgun 2. september , en óútkomin bók Hawkings þar sem hann boðar það að manninum muni brátt takast að setja fram heildstæða vísindalega kenningu um alheiminn, er kynnt þar í dag og hefur þegar vakið athygli og umtal).
Jesús Maríuson
Jesus sonur Maríu er bezti bróðir minn:
hann býr í hjarta mínu
— þar kveikir hann í rökkrinu rauða margt eitt sinn
á reykelsinu sínu.
Og jafnan þegar allir hafa yfirgefið mig
og enginn vill mig hugga
þá birtist hann sem stjarna í austri og sýnir sig
á sálar minnar glugga.
Og þó hef ég ei beitt slíkum brögðum nokkurn mann:
ég hef brennt á vör hans kossinn
og hrækt síðan á nekt hans og nítt og slegið hann
og neglt hann upp á krossinn.
En hvað svo sem ég geri er hann mín eina hlíf
er hrynur neðsta þrepið
því hvað oft sem hann deyr þá er eftir eitthvert líf
sem enginn getur drepið.
Og Jesús sonur Maríu mætir oss eitt kvöld
sem mannlegleikans kraftur:
æ vertu ekki að grafa ‘onum gröf mín blinda öld
— hann gengur sífellt aftur.
Eftir Jóhannes úr Kötlum
Sýndu mér jöfnu að ekki sé guð og ég skal trúa.
„…þróunarkenning Darwins sýndi fram á að hann var óþarfur í sköpun lífsins og þar með mannsins.“ Algengur misskilningur Baldur, þróunarkenning segir ekkert um sköpun – aðeins um hvernig lífverur þróast eftir að þær hafa orðið til. Hawking er hinsvegar að loka rétt einu gatinu – myrkrarholunni – sem guðstrú þrífst í.
Það hefur aldrei verið til guð, heldur ekki álfar né tröll. Sögurnar eru skemmtilegar, stundum jafnvel lærdómsríkar, en að það sé til einhver guð er einfaldlega fáránleg hugmynd. Þið sem teljið ykkur trúa eruð annað hvort fávitar eða ótrúlega bæld fífl.