Fimmtudagur 02.09.2010 - 09:36 - Lokað fyrir ummæli

Er Guð á útleið?

Ekki lengur pláss fyrir Guð sem skapara heimsins segir Stephen Hawking í nýrri, óútkominni,  bók sinni.  Vísindin hafa nú gert Guð óþarfan þegar kemur að sköpun heimsins segir hann á sama hátt og þróunarkenning Darwins sýndi fram á að hann var óþarfur í sköpun lífsins og þar með mannsins.

Spurning Hawkings er annars þessi:  ,,Þurfti alheimurinn skapara“.  Svar hans er einfalt ,,Nei“.  Það þurfti hvorki Guðlega hönnum eða guðlega hönd.  Tilkoma alheimsins laut einfaldlega eðlisfræðilegum lögmálum.  Vegna aðdráttarlögmálsins hlaut alheimurinn að skapa sjálfan sig og kunn eðlisfræði lögmál eru ástæða þess að alheimurinn er til segir hann.

Hawkings taldi pláss fyrir Guð í bók sinni 1988 en hefur nú horfið frá því.  Hann hafnar nú alveg því að á bak við alheiminn sé  ,,heili“ Guðs, eingöngu  sé um að ræða eðlisfræðileg lögmál.

Ég tek ofan fyrir Hawkings.  En Guðsskilningur hans er annar en minn og okkar flestra hygg ég.  Og hann er að skrifa til fólks með mjög bókstaflega guðshugmynd. Við flest hér höfum fyrir margt löngu, held ég,  gert okkur grein fyrir því að Guð er kærleikur og stóð alls ekki í neinum flóknum útreikningum fyrir þúsundum milljónum ára hvað þá að hann hafi setið við að teikna risaeðlur, mýs og menn.  Okkar Guð er hins vegar á bak við allt, kærleiksrík móðir, kærleiksríkur faðir, skapari alls hins góða, verndari fegurðarinnar, svar við trúarþörf mannsins, frelsari mannanna.

Ég ætla því all ekki að skipta um námsgráðutitilinn ,,guðfræðingur“ og tel að enn sé og muni ætíð verða pláss fyrir umburðarlynda og mannelskandi guðfræði . Við höfum hins vegar enga þörf fyrir öfgar og vitleysu sem eru vitaskuld fylgifiskar mannlífsins og vitaskuld þess heldur ef þetta er tóm eðlisfræði.

(Byggt á forsíðufétt the Times í morgun 2. september , en óútkomin  bók Hawkings þar sem hann boðar það að manninum muni brátt takast að setja fram heildstæða vísindalega kenningu um alheiminn, er kynnt þar í dag og hefur þegar vakið athygli og umtal).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (57)

  • Ekki trúi ég á guð…

    En samt kemur sú spurning upp í hugann:

    Hver bjó til eðlisfræðilögmálin?

    Og ef einhver getur svarað því, þá spyr ég:

    Hver bjó til þann sem bjó til eðlisfræðilögmálin?

    Og svona má halda áfram endalaust… Ég held að mannsheilinn hafi einfaldlega ekki getu til þess að svara spurningum um upphaf alheimsins,
    og þess vegna er það mjög heimskulegt að vera segja eitt eða annað um upphafið. Þetta mun alltaf vera getgáta, allavega mun enginn lifandi maður getað svarað þessari spurningu, ekki nema mannsheilinn muni stækka um 800% í komandi kynslóðum.

  • Ólafur I Hrólfsson

    Merkilegt hve trúleysingjar – ef þeir eru til – finna sífellt hjá sér hvöt til þess að rakka niður Kristna trú.
    Og svo hitt – hversvegna er Kristin trú þeim svona mikilvægt umræðuefni?
    Ef þetta er allt bull og vitleysa – hversvegna eyðir þetta fólk þá svona miklum tíma í þessa vitleysu og hamast við að ausa hana óhroða?
    Má ég ekki – og aðrir sem eru Kristinnar trúar – þótt við höfum mörg hver sagt okkur úr „þjóðkirkjunni“ – ekki fá að hafa okkar trú í friði?

    Væri ég á svipuðum nótum og ýmsir sem úthrópa trúna myndi ég kalla Hawkins krippling – nú eða vanskapning – en málið er að hann hefur fulla heimild til þess að tjá sig og það hef ég líka.

    Ég fullyrði að hann geti ekki sannað eitt eða neitt í þessum „fræðum“ sínum.

    Það er mikið um það að „vísindamenn“ setji fram hverskyns teoríur sem hvorki er unnt að sanna eða afsanna – og svo eru þeir á svimandi launum við að setja eitthvað fram – sem t.d. kemur í ljós eftir 50-500 þúsund ár – nú eða síðar.

    Launalaust ætla ég að setja fram eina tilgátu – lausn lífsgátunnar verður fundin árið 3028 – sennilega í apríl.

  • Guð?

    Hann er allt það góða sem Kristur gerði.

  • Farið og gjörið slíkt hið sama 😉

Höfundur