Ekki lengur pláss fyrir Guð sem skapara heimsins segir Stephen Hawking í nýrri, óútkominni, bók sinni. Vísindin hafa nú gert Guð óþarfan þegar kemur að sköpun heimsins segir hann á sama hátt og þróunarkenning Darwins sýndi fram á að hann var óþarfur í sköpun lífsins og þar með mannsins.
Spurning Hawkings er annars þessi: ,,Þurfti alheimurinn skapara“. Svar hans er einfalt ,,Nei“. Það þurfti hvorki Guðlega hönnum eða guðlega hönd. Tilkoma alheimsins laut einfaldlega eðlisfræðilegum lögmálum. Vegna aðdráttarlögmálsins hlaut alheimurinn að skapa sjálfan sig og kunn eðlisfræði lögmál eru ástæða þess að alheimurinn er til segir hann.
Hawkings taldi pláss fyrir Guð í bók sinni 1988 en hefur nú horfið frá því. Hann hafnar nú alveg því að á bak við alheiminn sé ,,heili“ Guðs, eingöngu sé um að ræða eðlisfræðileg lögmál.
Ég tek ofan fyrir Hawkings. En Guðsskilningur hans er annar en minn og okkar flestra hygg ég. Og hann er að skrifa til fólks með mjög bókstaflega guðshugmynd. Við flest hér höfum fyrir margt löngu, held ég, gert okkur grein fyrir því að Guð er kærleikur og stóð alls ekki í neinum flóknum útreikningum fyrir þúsundum milljónum ára hvað þá að hann hafi setið við að teikna risaeðlur, mýs og menn. Okkar Guð er hins vegar á bak við allt, kærleiksrík móðir, kærleiksríkur faðir, skapari alls hins góða, verndari fegurðarinnar, svar við trúarþörf mannsins, frelsari mannanna.
Ég ætla því all ekki að skipta um námsgráðutitilinn ,,guðfræðingur“ og tel að enn sé og muni ætíð verða pláss fyrir umburðarlynda og mannelskandi guðfræði . Við höfum hins vegar enga þörf fyrir öfgar og vitleysu sem eru vitaskuld fylgifiskar mannlífsins og vitaskuld þess heldur ef þetta er tóm eðlisfræði.
(Byggt á forsíðufétt the Times í morgun 2. september , en óútkomin bók Hawkings þar sem hann boðar það að manninum muni brátt takast að setja fram heildstæða vísindalega kenningu um alheiminn, er kynnt þar í dag og hefur þegar vakið athygli og umtal).
„Hvaðan komu eðlisfræðilegu lögmálin? Af hverju urðu þau til?“
Gagnrýnin hugsun er hér lykilorðið. Lögmálin eru afrakstur hennar.
Til þess að kæfa hana segja kirkjunnar menn gjarnan.
„Vegir Guðs eru órannsakanlegir“
@Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur:
,,Gagnrýnin hugsun er hér lykilorðið. Lögmálin eru afrakstur hennar.“
Og ef marka má Hawking er alheimurinn afrakstur lögmálanna.
Gagnrýnin hugsun var sem sagt til á undan lögmálunum sem leiddu af sér alheiminum.
Hver var að hugsa?
@Valgarður Guðjónsson: ,, .. velti fyrir mér … hvernig viðbrögð trúaðra yrðu, ef við trúlausir gagnrýndum til að mynda biblíuna af jafnmikilli vanþekkingu og virðist vera um skrif Hawkings.“
Þið standið ykkur nú þokkalega 😉
Lítið á liljur vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. Og þó er hver þeirra betur búin en Salómon konungur á krýningardegi.
Þetta gerir Guð fyrir grasið sem vex í dag og fölnar á morgun.
Hvað eruð þið á gera á meðan?
Rífast um hvort hann sé til.
Þér vantrúaðir.