Ekki lengur pláss fyrir Guð sem skapara heimsins segir Stephen Hawking í nýrri, óútkominni, bók sinni. Vísindin hafa nú gert Guð óþarfan þegar kemur að sköpun heimsins segir hann á sama hátt og þróunarkenning Darwins sýndi fram á að hann var óþarfur í sköpun lífsins og þar með mannsins.
Spurning Hawkings er annars þessi: ,,Þurfti alheimurinn skapara“. Svar hans er einfalt ,,Nei“. Það þurfti hvorki Guðlega hönnum eða guðlega hönd. Tilkoma alheimsins laut einfaldlega eðlisfræðilegum lögmálum. Vegna aðdráttarlögmálsins hlaut alheimurinn að skapa sjálfan sig og kunn eðlisfræði lögmál eru ástæða þess að alheimurinn er til segir hann.
Hawkings taldi pláss fyrir Guð í bók sinni 1988 en hefur nú horfið frá því. Hann hafnar nú alveg því að á bak við alheiminn sé ,,heili“ Guðs, eingöngu sé um að ræða eðlisfræðileg lögmál.
Ég tek ofan fyrir Hawkings. En Guðsskilningur hans er annar en minn og okkar flestra hygg ég. Og hann er að skrifa til fólks með mjög bókstaflega guðshugmynd. Við flest hér höfum fyrir margt löngu, held ég, gert okkur grein fyrir því að Guð er kærleikur og stóð alls ekki í neinum flóknum útreikningum fyrir þúsundum milljónum ára hvað þá að hann hafi setið við að teikna risaeðlur, mýs og menn. Okkar Guð er hins vegar á bak við allt, kærleiksrík móðir, kærleiksríkur faðir, skapari alls hins góða, verndari fegurðarinnar, svar við trúarþörf mannsins, frelsari mannanna.
Ég ætla því all ekki að skipta um námsgráðutitilinn ,,guðfræðingur“ og tel að enn sé og muni ætíð verða pláss fyrir umburðarlynda og mannelskandi guðfræði . Við höfum hins vegar enga þörf fyrir öfgar og vitleysu sem eru vitaskuld fylgifiskar mannlífsins og vitaskuld þess heldur ef þetta er tóm eðlisfræði.
(Byggt á forsíðufétt the Times í morgun 2. september , en óútkomin bók Hawkings þar sem hann boðar það að manninum muni brátt takast að setja fram heildstæða vísindalega kenningu um alheiminn, er kynnt þar í dag og hefur þegar vakið athygli og umtal).
Þetta er góð hugleiðing hjá síðuhöfundi. Ég tek heilshugar undir . Að tileinka sér þennan boðskap og lifa í samræmi við hann stuðlar að góðu mannlífi. Hrunið hefur opnað augu margra fyrir þeirri andlegu fátækt sem villti mannfólkinu sýn í auðhyggjunni sem reyndist vera andlegt tómarúm. Takk fyrir góðan pistil,Baldur.
Þar sem Baldur „spammar“ bloggfærslum sínum iðulega á marga staði vilj ég vekja athygli á því að einnig eru umræður um þetta á annarri síðu Baldurs: http://bloggheimar.is/baldur/
Albert Einstein sýndi fram á það með jöfnunni E=MC2 að efni og orka eru sami hluturinn í sitthvoru ástandinu.
Allt efni sem við sjáum og það sem við erum er orka að raða sér upp á ákveðinn hátt. Samkvæmt eðlisfræðinni getur orka ekki eyðst helldur bara skipt um form. Því má í raun segja að heimurinn sem við lifum í sé nokkurskonar sýndarveruleiki.
Þetta er það sem Hawkins er að meina þegar hann talar um að ekki þurfi Guð til þess að skapa heiminn. Heimurinn og „Guð“ er sami hlutur.
Hinsvegar er hægt að spyrja hvaðan kom þessi orka upphaflega ? Þannig spurningar eru of stórar fyrir menn að svara í dag og ekki víst að það komi nokkurntíman svar við þeirri spurningu.
Hvað menn kalla þessa orku skiptir ekki máli en hún má alveg eins heita Guð. Það þíðir að við öll og okkar heimur er partur af því sama og gerir okkur hluta af Guði.
Ég held að þeir sem trúi beint gömlum trúarritum staf fyrir staf séu á ansi miklum villigötum.
Spurningin um hvað er Guð er sambærileg við að spyrja hvað er tími eða afhverju erum við lifandi. Engin læknir getur svarað því hvaðan lífið og meðvitundin eða „sjálfið“ koma.
Þar sem Hawkins hefur skrifað bók um sögu tímans þá er gaman að rifja upp þessa sögu um spurninguna hvað er tími.
Þegar fugl sem kemur einu sinni á ári á Esjuna til þess að brína á sér goggin hefur komið svo oft að fjallið er búið. Þá er liðin sekúnta af eilífðinni.
Guð er Azathoth hin skríðandi óreiða.