Ekki lengur pláss fyrir Guð sem skapara heimsins segir Stephen Hawking í nýrri, óútkominni, bók sinni. Vísindin hafa nú gert Guð óþarfan þegar kemur að sköpun heimsins segir hann á sama hátt og þróunarkenning Darwins sýndi fram á að hann var óþarfur í sköpun lífsins og þar með mannsins.
Spurning Hawkings er annars þessi: ,,Þurfti alheimurinn skapara“. Svar hans er einfalt ,,Nei“. Það þurfti hvorki Guðlega hönnum eða guðlega hönd. Tilkoma alheimsins laut einfaldlega eðlisfræðilegum lögmálum. Vegna aðdráttarlögmálsins hlaut alheimurinn að skapa sjálfan sig og kunn eðlisfræði lögmál eru ástæða þess að alheimurinn er til segir hann.
Hawkings taldi pláss fyrir Guð í bók sinni 1988 en hefur nú horfið frá því. Hann hafnar nú alveg því að á bak við alheiminn sé ,,heili“ Guðs, eingöngu sé um að ræða eðlisfræðileg lögmál.
Ég tek ofan fyrir Hawkings. En Guðsskilningur hans er annar en minn og okkar flestra hygg ég. Og hann er að skrifa til fólks með mjög bókstaflega guðshugmynd. Við flest hér höfum fyrir margt löngu, held ég, gert okkur grein fyrir því að Guð er kærleikur og stóð alls ekki í neinum flóknum útreikningum fyrir þúsundum milljónum ára hvað þá að hann hafi setið við að teikna risaeðlur, mýs og menn. Okkar Guð er hins vegar á bak við allt, kærleiksrík móðir, kærleiksríkur faðir, skapari alls hins góða, verndari fegurðarinnar, svar við trúarþörf mannsins, frelsari mannanna.
Ég ætla því all ekki að skipta um námsgráðutitilinn ,,guðfræðingur“ og tel að enn sé og muni ætíð verða pláss fyrir umburðarlynda og mannelskandi guðfræði . Við höfum hins vegar enga þörf fyrir öfgar og vitleysu sem eru vitaskuld fylgifiskar mannlífsins og vitaskuld þess heldur ef þetta er tóm eðlisfræði.
(Byggt á forsíðufétt the Times í morgun 2. september , en óútkomin bók Hawkings þar sem hann boðar það að manninum muni brátt takast að setja fram heildstæða vísindalega kenningu um alheiminn, er kynnt þar í dag og hefur þegar vakið athygli og umtal).
Klárlega bloggfyrirsögn dagsins
Lykilatriðið varðandi málsvörn trúaðra er að þeir reyna alltaf að fela sig á bakvið „God of the gaps“ – að Guð feli sig í því órannsakaða. Vandamálið er að hvert skipti sem rannsóknir taka stökk framm fynnst enginn Guð og saxast á þær fullyrðingar sem guðsmenn hafa haldið framm í margar aldir.
Ef litið er til fullyrðinga Guðsmanna (allavega Kristinna) þá er lítið sem ekkert eftir af þeirra lýsingum á þessum Guð sem þeir þykjast þekkja betur en aðrir (af öðrum trúum og trúleysi) – búið að hrekja allt.
Guð verður ekki bjargað með því að skilgreina hann lausar og lausar, hann vatnast bara út, og nú er vatnið orðið annsi tært – afhverju fullorðnast trúað fólk þá ekki bara aðeins, í staðinn fyrir að stinga hausnum í sandinn og gerir líka börnum sínum greiða með því að vera ekki að rugla svona í þeim. Heimurinn er alveg nógu flókinn og áhugaverður án þess að verið sé að þvæla einhverja afdala vitleysu
P.s Fólk er ekki að gera kærleikanum neinn greiða með því að láta eins og hann sé tilkominn frá einhverri þvældri skáldsagnapersónu. – Hitt þó heldur, þegar menn nota gjarnan þess líkar sögur og hefðir til að fela myrkvaverk sín
Sæll þú segir:
„Við höfum hins vegar enga þörf fyrir öfgar og vitleysu sem eru vitaskuld fylgifiskar mannlífsins og vitaskuld þess heldur ef þetta er tóm eðlisfræði.“
Mér þykir þú heldur betur „dissa“ eðlisfræðina með þessum orðum. Eðlisfræðin gerir sitt gagna og hjá Hawking koma saman vísindi og heimspeki, því að guðsspurningunni er hægt að svara vísindalega. Líkt og með svo marga aðra ósannanlega hluti þá eru það líkindin sem segja okkur til um hvort að hugmyndin er trúanleg eða ekki. Um þetta fjallar Richard Dawkins ítarlega um í bók sinni, Ranghugmyndin um guð, sem er nú nýkomin út í íslenskri þýðingu (sjá á ormstunga.is). Hawking er nú loks endanlega kominn á sama stað og Dawkins heyrist mér á öllu. Hann var með einhverja óljósa tilvitnun í guð hér áður, líkt og Einstein sem talaði í líkingamáli um náttúruna sem guð, en var vita trúlaus.
Merkilegt er að þú segir að enginn trúi á sköpunarsöguna lengur, en í næstu málsgrein segirðu að „guð sé kærleikur“ og „Okkar Guð er hins vegar á bak við allt, kærleiksrík móðir, kærleiksríkur faðir, skapari alls hins góða, …“
„Skapari alls hins góða“!! Er sem sagt auðveldara að trúa því að einhver guð skapi hið góða en að hann skapi heiminn? Er hann sem sagt „skapari“ í augum þínum þrátt fyrir allt, en bara ekki skapari heimsins? Þú hefðir verið pyntaður og brenndur á báli fyrir þessi orð fyrir 350 árum. Hefur guð breytt mönnunum svona mikið á þessum tíma síðan eða þurfti frelsishetjur til að kveða menn guðs í kútinn?