Ekki lengur pláss fyrir Guð sem skapara heimsins segir Stephen Hawking í nýrri, óútkominni, bók sinni. Vísindin hafa nú gert Guð óþarfan þegar kemur að sköpun heimsins segir hann á sama hátt og þróunarkenning Darwins sýndi fram á að hann var óþarfur í sköpun lífsins og þar með mannsins.
Spurning Hawkings er annars þessi: ,,Þurfti alheimurinn skapara“. Svar hans er einfalt ,,Nei“. Það þurfti hvorki Guðlega hönnum eða guðlega hönd. Tilkoma alheimsins laut einfaldlega eðlisfræðilegum lögmálum. Vegna aðdráttarlögmálsins hlaut alheimurinn að skapa sjálfan sig og kunn eðlisfræði lögmál eru ástæða þess að alheimurinn er til segir hann.
Hawkings taldi pláss fyrir Guð í bók sinni 1988 en hefur nú horfið frá því. Hann hafnar nú alveg því að á bak við alheiminn sé ,,heili“ Guðs, eingöngu sé um að ræða eðlisfræðileg lögmál.
Ég tek ofan fyrir Hawkings. En Guðsskilningur hans er annar en minn og okkar flestra hygg ég. Og hann er að skrifa til fólks með mjög bókstaflega guðshugmynd. Við flest hér höfum fyrir margt löngu, held ég, gert okkur grein fyrir því að Guð er kærleikur og stóð alls ekki í neinum flóknum útreikningum fyrir þúsundum milljónum ára hvað þá að hann hafi setið við að teikna risaeðlur, mýs og menn. Okkar Guð er hins vegar á bak við allt, kærleiksrík móðir, kærleiksríkur faðir, skapari alls hins góða, verndari fegurðarinnar, svar við trúarþörf mannsins, frelsari mannanna.
Ég ætla því all ekki að skipta um námsgráðutitilinn ,,guðfræðingur“ og tel að enn sé og muni ætíð verða pláss fyrir umburðarlynda og mannelskandi guðfræði . Við höfum hins vegar enga þörf fyrir öfgar og vitleysu sem eru vitaskuld fylgifiskar mannlífsins og vitaskuld þess heldur ef þetta er tóm eðlisfræði.
(Byggt á forsíðufétt the Times í morgun 2. september , en óútkomin bók Hawkings þar sem hann boðar það að manninum muni brátt takast að setja fram heildstæða vísindalega kenningu um alheiminn, er kynnt þar í dag og hefur þegar vakið athygli og umtal).
Ef að Biblían á að lýsa einhverskonar aðferðum við að tileinka sér gott afl þá hefur tilgangurinn heldur betur mistekist, þegar horft er yfir sögu þeirra sem hafa fylgt henni sem nákvæmast.
Býr Guð ekki líka í gaddavírnum, Þórður Áskell Magnússon?
Mér finnst það reyndar missa dálítið marks að spyrja um dagsetningu fyrir symbólíska atburði. Goðsagnir gerast handan tíma og rúms. Helsti symbólisminn í Kristni kemur fram í öllum helstu trúarritningum og goðsögnum heimsins.
Er það ekki bara guðlast að túlka goðsagnirnar svona bókstaflega, þ.e. að trúa því að sonur Guðs fæðist í heiminn í okkar mannkynssöguártali? Fáránlegt að trúa því að Guð hafi manngerst í eitt skipti hér á jörðu fyrir ca. 200o árum til þess að bjarga okkur frá syndum okkar. Þessi saga er til í öllum helstu samfélögum manna út um allan heim langt aftur í tímann. Ætla kristnir menn að velja eina þessara sagna sem mannkynssögulega og skilgreina allar hinar sem villitrú eða „bara goðsagnir“. Auðvitað er þetta allt symbólismi.
Goðsagnir eru heillandi, en uppspretta bókstafstrúarinnar er þegar goðsagnir eru yfirfærðar í mannkynssöguna og fólki er innrætt yfirborðsleg túlkun af klerkaelítu.
„Setjum ,,gott afl“ inn fyrir ,,Guð“ og við erum stödd á sama stað. Guð er leyndardómur, tilfinning ekki ávöxtur rökvísi. Vonlaust að rökræða í raun.“
En samkvæmt venjulegri kristinni trú þá er guð svo miklu meira en þetta. Hann er persóna sem er hægt að ræða við, hann var/er Jesús, hann er þrenning og svona mætti áfram telja.
Svon finnst mér þetta afskaplega undarlegt: Annars vegar höfum við svona yfirlýsingar um að guð sé afskaplega leyndardómsfull vera, en hins vegar höfum við trúarjátningar sem útlista hvernig þessi vera er (sem ég geri ráð fyrir að þú takir undir) og lýsingar frá þér á þessari veru (t.d. um að hún sé „skapari alls góðs“ ). Hljómar í mínum eyrum að guð sé leyndardómsfullur eða ekki eftir því hvort hentar í hverju sinni.
Svo hef ég enn ekki hugmynd um það hvernig þú telur guðinn þinnn tengjast sköpun, en ætli ég verði ekki að sætta mig við það að fá ekki að komast að því núna 🙂
Maybe later. Kv. B