Að minnst kosti tvisvar beindi ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttamisrétti) því til íslenskra stjórnvalda að erlendar konur sem giftust íslenskum karlmönnum væru settar í hræðilega aðstöðu ef þær ættu það á hættu að vera vísað úr landi færu þær fram á skilnað. Í skýrslu ECRI sem unnin var 2006 sést að íslensk stjórnvöld tala niður vandann, gera lítið úr honum. Nú kemur á daginn með hjálp Wilkileaks að bandaríski sendiherrann leit þetta sömu augum og ECRI. Enn á ný kemur í ljós að Íslendingum þótti ófínt að hlusta á ráðleggingar erlendis frá. Er það svo enn?
Íslendingar hafa haft ströngustu löggjöf um útlendinga í Evrópu í mörg mörg ár, þó svo að Danir hafi tekið fram úr Íslendingum á síðasta ári.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi eingöngu fá austur evrópumenn inn til þess að halda launum í lægst launuðu störfunum í lágmarki, enda stefna kapítalisma á heimsvísu.
En þeir sem eru fyrir utan EU hafa hreinlega haft lítil sem enginn réttindi á Íslandi.
Hreinlega enn ein skömmin.