Sennilega eigum við núna bestu ríkisstjórn frá stríðslokum og verstu stjórnarandstöðu frá landnámi. það fer hrollur um flesta þegar hún tekur til máls. Hreyfingin er þó með áhugaverð sjónarmið á köflum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er með þrautseigju og þolinmæði að snúa erfiðu tafli við. Íslendingar eru nú á leið upp úr kreppunni les ég í breskum blöðum. Icesave er að leysast farsællega. Umfangsmiklar rannsóknir standa yfir á fjársvikum. Það er sama hvar borið er niður. Þrautsegja og hugrekki einkenna stjórnarfarið. Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Daði og Atli Gíslason hljóta að sitja hjá við fjárlög í samráði við forystu flokks síns til þess að halda í óánægjufylgi. Engin félagslega gáfuð manneskja færi að skerast úr leik þegar fyrsta vinstri stjórn lýðveldisins er að ná markverðum árangri við hrollvekjandi aðstæður og stöðugt niðurtal sem sennilega á rætur sínar ekki síst í því að forsætisráðherrann er kona.
Halldór Halldórsson;
Hvað var svo sem að Gamla sáttmála?
Hefði ekki verið fínt að hafa hann núna?
Norðmenn (og Danir) prísa sig sæla fyrir að hafa losnð við þessa þjóð áður en hún rústaði þeim líka.
Stalst til að setja þessa grein á facebook. – Þó hún sé íhaldinu ekki þóknanleg.
Sæll Baldur
Eftir lestur þessara heimskulegu óskhyggju-skrifa þinna dettur mér helst í hug að þú hafir dottið á höfuðið og ruglast. Vonandi nærðu áttum áður en þú ergir sóknarbörn þín meira með pólitísku ofstæki þínu. Þegar Grímur Atlason er farinn að dásama menn fyrir skrif sín er stutt í að skrifari þurfi að fara að leita sér sálrænar aðstoðar. Gleðileg jól og vonandi sérðu ljósið á nýju ári.
Heiða, þú stimplar
þig úr úr umræðunni hver sem þú ert með svona skrifum: heimska/óskhyggja/ruglast/pólitískt ofstæki/Sálræn aðstoð./draga vinnu manna inn(sem sagt atvinnurógur) Ertu Íslendingur af ,,gamla skólanum?“ Kvb. B