Fimmtudagur 09.12.2010 - 20:24 - Lokað fyrir ummæli

Þrautseigja og hugrekki einkenna stjórnarfarið!

Sennilega eigum við núna bestu ríkisstjórn frá stríðslokum og verstu stjórnarandstöðu frá landnámi.  það fer hrollur um flesta þegar hún tekur til máls.  Hreyfingin er þó með áhugaverð sjónarmið á köflum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er með þrautseigju og þolinmæði að snúa erfiðu tafli við.  Íslendingar eru nú á leið upp úr kreppunni les ég í breskum blöðum. Icesave er að leysast farsællega. Umfangsmiklar rannsóknir standa yfir á fjársvikum.  Það er sama hvar borið er niður. Þrautsegja og hugrekki einkenna stjórnarfarið. Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Daði og Atli Gíslason hljóta að sitja hjá við fjárlög  í samráði við forystu flokks síns til þess að halda í óánægjufylgi. Engin félagslega gáfuð manneskja færi að skerast úr leik þegar fyrsta vinstri stjórn lýðveldisins er að ná markverðum árangri við hrollvekjandi aðstæður og stöðugt niðurtal sem sennilega á rætur sínar ekki síst  í því að forsætisráðherrann er kona.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Teitur Atlason

    Hverju orði sannara.

  • Kom on maður!

    Hvernig getur blind flokkshyggja ruglað svo gjörsamlega jafn ágætan mann?

    Ríkisstjórnin er hryllingur, martröð og jafn vonlaus og stjórnarandstaðan.

  • Skítlegt eðli

    „Kom on maður“
    Karl, vert þú maður og karl-maður og láttu vera að ráðast á þá einu sameign sem þessi þjóð á eftir þegar fjárhagur og siðferði er farið, – tungumálið.

  • Gústaf Níelsson

    Já Baldur, þú ert alveg einstaklega „félagslega gáfuð manneskja“ og stórkostlegur pólitískur brandarakall. Kanntu fleiri svona gáfaða pólitíska brandara?

Höfundur